Mörk óttans, diskó, pítsuveisla, reiðnámskeið ... algjört stuð

ReiðnámskeiðVáGærdagurinn var frábær og veðrið lék við okkur. Allir vöknuðu hressir, enda var sofnað á skikkanlegum tíma. Af öllum þessum fjölda eru ekki nema tíu sem eru á reiðnámskeiðinu og þessir tíu drifu sig eldsnemma af stað. Eins og sjá má á myndunum var riðið um fallegar slóðir og þetta virðast þaulvanir krakkar, sumir meira að segja með sirkusmenntun ... hehehe

Stór hluti barnanna fór í sund og aðrir út í íþróttahús. Enginn áhugi var á gönguferð, sem var í boði, en útisvæðið var vinsælt. Vel var borðað í hádeginu og þjónar dagsins voru ótrúlega duglegir.

Eftir hádegismat var herbergistiltekt og síðan tékk og voru herbergin öll mjög fín. Sumir voru reyndar enn að endurraða í töskurnar á meðan við mynduðum en við vorum of snemma á ferð ...

Þegar því var lokið voru haldnir hádegisfundir, hver hópur fundaði með umsjónarmanni sínum og síðan hófust námskeiðin kl. 14.30.

Eftir kaffi, áður en stöðvarnar opnuðu, var Ellý með dúndrandi forvarnarfyrirlestur eins og alltaf á hverju ári á unglingatímabilinu. Börnin hlustuðu af mikilli athygli á hana og töluðu um að það væri eins gott að passa í sig í þessum harða heimi.

Eitthvað skyldar þessarDrekkutími„Þú ert það sem þú hugsar,“ er setning sem mikið er notuð hérna og okkur langar mikið til að reyna að troða henni sem þema inn í kvikmyndagerðina sem vinnur að stuttmynd núna. Ekki er þó víst að það takist, börnin ráða svo miklu ... og þau vilja bara hryllingsmyndir. Hahaha.

Í gærkvöldi, eftir dásamlega pítsuveislu voru MÖRK ÓTTANS, æsispennandi leikur sem reynir á kjarkinn, kraftana, skynsemi og þanþol óttans ... úúúúúú ... eða þannig. Fyrsta þrautin er kraftaþraut, síðan þarf að púsla risapúsli, þá drekka verulega viðbjóðslegan ógeðsdrykk, svona þriðja stigs, ekkert Steinn sóttur í slímugt vatnTveir af draugunumsúrmjólk og sinnep hér ... og síðast þarf að leysa tvær þrautir inni í draugahúsinu þar sem heilir þrír draugar reyndu að hræða líftóruna úr hetjunum ungu í dimmu herbergi. Það var heilmikið skrækt ... en meira af spenningi en hræðslu hjá flestum. Það munaði mjög litlu á liðunum sem kepptu en eins og venjulega þá sigraði stelpulið ... og það hefur gerst í allt sumar. Hvar er Jafnréttisráð? Það munaði reyndar bara hálfu stigi á stelpuhópnum og þeim næsta á eftir en hér eru sigurvegararnir: Agnes Helga Jónsdóttir, Arndís Sara Gunnarsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Brynja Sif Sigurjónsdóttir, Edda Ingibjörg Þórsdóttir, Elín Andra Helgadóttir, Fernanda Palma Rocha, Helga María Kristinsdóttir, Kolbrún Edda Jónsdóttir, Kolfinna Karen Andersen, Kristbjörg Guðrún Halldórsdóttir, Lilja Dís Kristjánsdóttir, Marey Þóra Guðmundsdóttir, María Egilsdóttir, Sóley Þórsdóttir, Sólveig Ásta B. og Thelma Ósk Þórðardóttir.

María draugurTilvonandi pítsaDagurinn í dag var mjög skemmtilegur, námskeiðin héldu áfram og svo eftir kaffi var Ellý með námskeið í umhirðu húðar fyrir bæði kynin. Allir fengu gjöf í lokin og voru strákarnir einstaklega ánægðir með það sem þeir fengu, skrúbbsápu, dagkrem og ilmvatn fyrir karlmenn. Þeir fóru allir beint í sund á eftir, enda talaði Ellý um að vatn væri númer eitt, tvö og þrjú, bæði að innan og utan. Táfýla ekki góð, hreinar tennur algjört möst og sturta á hverjum degi. Strákarnir hlustuðu vel og fóru sáttir í sund. Ellý hélt stelpunum eftir og talaði um förðun við þær, eitthvað sem strákarnir höfðu engan áhuga á.

HerbergistékkÍ kvöld dunaði diskóið á fullu (eftir dásamlega kjúklingaveislu) en hægt var að hvíla sig aðeins á milli og skreppa í Spilaborg og fá tattú og bandfléttur og svo aftur inn í stuðið. Frábær dagur, mikið fjör, dýrlegir krakkar!!!

 

Nýjar myndir eru komnar á www.sumarbudir.is, dagur 2.

 

Dillandi diskókveðjur frá Kleppjárnsreykjum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband