Steikjandi hiti og óvæntur ísbíll

ÚtisvæðiðÚtisvæðiÞá er unglingatímabilið hafið, síðasta tímabil sumarsins, og kom full rúta (plús rútukálfur) upp úr hádegi með frábæran og hressan hóp innanborðs.

 

Krakkarnir eru greinilega mikið fyrir útiveru. Það kom þó fyrir í dag, þennan mikla molludag, að börnin flúðu hitann og kældu sig inni. Ekkert skrýtið. Það var glampandi sól og tæplega 30 stiga steikjandi hiti.

 

 

ÍsbíllinnBörnin skoðuðu svæðið úti sem inni, skúffukaka var borðuð í kaffinu og líka melónur. Þau völdu sér síðan námskeið til að vera á alla vikuna og verður afrakstur þeirra sýndur á lokakvöldvökunni síðasta kvöldið.

 

Alveg óvænt mætti ísbíll á svæðið um kl. 18 og vakti þvílíka lukku. Flest börnin keyptu sér ís og voru alsæl.

 

SundVenjulega vilja börnin í þessum aldurshópi, 12-14 ára, vera sem mest inni á herbergjum sínum fyrsta kvöldið en þessi hópur er öðruvísi, flest vildu vera úti og kíkja bara annað slagið inn. Spilaborg

 

Nokkuð margir fóru í sund en hinir voru til skiptis á útisvæðinu eða inni í Spilaborg þar sem mikið val er um afþreyingu, skemmtileg spil, bækur, töfl og hægt að fara í billjarð og borðtennis.

 

Myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, tímabil 8, dagur 1 og 1framhald.

Meira á morgun.

 

Stuðkveðjur úr hitanum á Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló

Frábært framtak að vera með bloggsíðu. Gaman að geta fylgst með hvað þið eruð að bralla og sjá hvernig skvísan mín hefur það:)

Vonandi skemmtið þið ykkur öll sömul vel:)

Kveðja

Eygló Rós (mamma Elvu Maríu Sig.) 

Eygló Rós (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:04

2 identicon

Heil og sæl

Frábært að sjá hvað þið skemmtið ykkur vel í sumarblíðunni.

Kveðja Edda( mamma Karitasar Fríðu )

Edda Wiium (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 21:28

3 identicon

Flott mynd af ykkur skvísum í góða veðrinu.  Góða skemmtun um helgina. Kveðja, Ásta.  Mamma Jóu

Ásta Dís (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband