Æðislegur lokadagur og frábær hópur!

Ruslatínsla og sópunRuslatínsluverðlaunJæja, þá er þessu frábæra tímabili bara lokið og bloggsíðan okkar loksins komin í lag eftir bilun síðan í gær hjá blog.is.

 

Síðasti dagurinn var alveg stórskemmtilegur.

Margt var við að vera, m.a. voru haldnar lokaæfingar fyrir lokakvöldvökuna, pakkað var niður og svo var umhverfið gert fallegra með vikulegri ruslatínslu. Þeir sem taka þátt í henni fá verðlaun og mjög stór hluti barnanna var sko alveg til í að sópa, tína upp rusl og fá svo eitthvað fallegt að launum.

 

Frá myndlistarsýningunniFyrir kvöldmat fóru börnin í herbergin sín og klæddu sig upp á í tilefni dagsins. Maturinn vakti mikla lukku en boðið var upp á hamborgara, franskar, sósu, salat og gos með. Það ríkir alltaf mikil hátíðarstemmning í lokakvöldverðinum og ekki er verra hvað börnin voru ánægð með matinn.

Kvölddagskráin hófst með glæsilegri myndlistarsýningu sem bar nafnið Náttúran og ég, það erum við. Myndlistarhópurinn sýndi afar flott listaverk eins og sjá má á myndunum á sumarbudir.is.

 

ÍþróttahópurinnSíðan var haldið út í íþróttahús þar sem lokakvöldvakan hélt áfram. Íþróttahópurinn sýndi leiklitið Úr sveit í fótbolta og var það alveg æðislega skemmtilegt og flott hjá krökkunum.

 

Grímugerð og leiklistGrímugerð og leiklist höfðu tekið sig saman, sömdu leikritið Allt getur gerst á einum degi og sýndu það við mikil fagnaðarlæti.

 

Kvikmyndagerðin var síðust og sýndi stuttmyndina Ógæfuhúsið, ferlega flotta mynd.

 

 

Mjallhvít sagði loksins jáÁður en stuttmyndin var sýnd tróðu starfsmenn upp með leikrit sem "kvikindislegi" sumarbúðastjórinn lét þá leika óundirbúið. Þetta var leikritið Mjallhvít og tröllin. Davíð lék prinsinn og þegar hann bað Mjallhvítar svaraði hún ekki alveg strax og hann fékk frekjukast þannig að sundgleraugun spýttust af honum og allt varð vitlaust úr hlátri í salnum. Og þegar vonda drottningin, stjúpa Mjallhvítar, spurði spegilinn hver væri fegurst (eftir að veiðimaðurinn hafði fært henni „hjartað“ úr Samkvæmisdans leyniatriðiMjallhvíti) sagði spegillinn við drottninguna að hún væri ótrúlega vitlaus að hafa kvöldinu áður grillað hjarta úr villisvíni með riðuveiki. Drottningin, leikin af Maríu, sagði þá við spegilinn: „Rólegan æsing eða ég brýt þig!“

 

DansinnMjög flott leyniatriði var sýnt en þau Stefanía og Gunnar dönsuðu tvo samkvæmisdansa fyrir hópinn og vöktu mikla lukku.

 

Þetta var sannarlega vel heppnuð lokakvöldvaka og bara öll vikan var alveg æðisleg. Hópurinn var frábær og sem dæmi má nefna Grímugerðþá voru strákarnir einstaklega góðir að fara að sofa. Við vissum ekkert af þeim á kvöldin. Þeir hlustuðu á kvöldsögu, spiluðu, lásu og fóru svo bara að sofa ... ÖLL kvöldin.

 

Ekki það að börnin séu venjulega eitthvað óþekk, þetta var bara alveg sérstakt, þeir voru svo sallarólegir. Stelpurnar voru líka alveg dýrlegar.

 

 

LeiklistaræfingMikið þökkum við ykkur öllum vel fyrir góð kynni og einstaklega skemmtilega samveru síðustu vikuna!

 

Saknaðarkveðjur frá Kleppjárnsreykjum

 

Fjöldi mynda er (loksins, það var líka bilun hjá okkur) kominn inn á www.sumarbudir.is.

Tímabil 7, dagur 6, 6frh og 6frh2. Endilega kíkið á myndirnar, þær segja meira en mörg orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ öll þið sem starfið hjá Ævintýralandi!

Mikið óskaplega var nú gaman að taka á móti börnunum í dag eftir dvölina hjá ykkur, þau varla snerta jörðina svo glöð og ánægð eru þau með dvölina.

Við viljum þakka ykkur fyrir að hugsa svona vel um þau og bloggið og myndasíðan héldu alveg í okkur lífinu þessa vikuna;)

Gangi ykkur allt í haginn og megi starfið ykkar halda áfram að blómstra.

Kæra kveðja,

Ólöf og Sverrir,

foreldrar Garðars Steins höfrungs og Örnu Petru hafmeyju!

Ólöf og Sverrir (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 18:15

2 Smámynd: Sumarbúðirnar Ævintýraland

Takk innilega fyrir falleg orð!

Gott að þau skemmtu sér vel, þá er tilganginum náð. Foreldrar hafa verið afar ánægðir með bloggsíðuna og við munum sannarlega halda henni úti áfram. Bestu kveðjur til Garðars Steins og Örnu Petru!

Sumarbúðirnar Ævintýraland, 29.7.2008 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband