28.7.2008 | 12:06
Ævintýrabarkinn, hárgreiðslukeppni og fleira stuð
Í gærmorgun var nóg við að vera, haldin var m.a. næstsíðasta æfingin fyrir Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann. Margir voru á útisvæði, fóru í sund eða húlakeppni í íþróttahúsinu. Húlameistarar Ævintýralands eru: Birgitta og Anna Petra í fyrsta sæti og í öðru sæti Íris Jana.
Mikil leynd hvílir yfir grímugerðarleikritinu sem verið er að æfa og verður sýnt í kvöld á lokakvöldvökunni, þótt við reyndum að njósna fengum við ekkert að vita. Tökum í kvikmyndagerð er lokið en börnin eiga þó eftir að gera eitthvert aukaefni, spaug sem lætur starfsmennina fá á baukinn ... við hlökkum til að sjá hvað litlu krúttin ætla að gera okkur, eða þannig.
Hárgreiðslukeppnin var haldin í gær, var mjög vinsæl og hér koma úrslitin: Í fyrsta sæti lenti Svanhildur Alexzandra og Linda. Í öðru sæti Anný Björk og Íris Jana og í þriðja sæti Guðmunda Líf og Lea.
1. Svanhildur Alexzandra og Linda. 2. Anný Björk og Íris Jana. 3. Guðmunda Líf og Lea
Frumlegasta hárgreiðslan: Steinunn Rán og Sonja Rún
Heil 16 atriði voru síðan á dagskrá í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum og að þessu sinni sýndu bara stelpur! Það er mjög óvenjulegt að strákar taki ekki þátt en þá hefur greinilega langað til að vera áhorfendur ... sem er auðvitað stórskemmtilegt líka, tala nú ekki um þægilegt ... hahahahah!
Þátttakendur:
Alexandra Diljá Arnarsdóttir, Alexandra Gná Hauksdóttir, Annarósa Ósk Magnúsd., Anný Björk Arnardóttir, Aþena Ýr Káradóttir, Dagbjört Ottesen, Eva Grímsdóttir, Eydís Sara Ágústsdóttir, Guðmunda Líf Gísladóttir, Halldóra Kristín Lárusdóttir, Halldóra Vera Elínborgardóttir, Hekla Bender Bjarnadóttir, Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir, Krista María Finnbjörnsdóttir, Kristín Harpa Jónsdóttir, Lára Margrét Lárusdóttir, Málfríður Arna Helgadóttir, Ragna Sól Ágústsdóttir, Sædís Ósk Færseth, Silja Katrín Davíðsdóttir, Steinunn Rán Bengtsdóttir og Telma Rós Hallsdóttir.Svanhildur Alexzandra var með skemmtiatriði en tók ekki þátt í keppninni sjálfri. Þetta var æðislega flott keppni og þegar dómnefnd taldi stigin kom í ljós að þetta var ótrúlega jöfn keppni. Í fyrsta sæti varð þó Eydís Sara Ágústsdóttir sem söng lagið Vetrarsól. Í öðru sæti þær Kolbrún Júlía og Sædís Ósk og Hekla Bender lenti í því þriðja. Þrjú efstu sætin eru verðlaunasæti en allir fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.
Í dag verður byrjað að pakka niður og telja niður að lokakvöldvökunni. Hátíðarkvöldverðurinn er í kvöld og mæta allir í sínu fínasta pússi. Líkast til verður byrjað á myndlistarsýningunni eftir matinn og síðan haldið í íþróttahúsið til að horfa á leikrit grímugerðar- og leiklistarhópa, dansinn, íþróttahópinn og hrikalega fyndið leikrit starfsmanna. Síðast verður stuttmynd kvikmyndagerðarhópsins sýnd. Það verður rosamikið við að vera í kvöld og frábært að sjá afrakstur allrar vinnunnar á námskeiðunum undanfarið.
Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, frá degi 5 og alveg heill hellingur af þeim.
Sólríkar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að geta fylgst með í máli og myndum.
Sendi knús til Ásdísar Rúnar og Baltasar Leví.
amma 'Asdísar Rúnar og skáamma Baltasar Leví.
Ragnheiður Ása (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:12
Aldeilis gaman að lesa eftir að hafa verið tölvulaus í fríinu. Ekkert smá mikið í gangi hjá ykkur.Glæsilegar myndir líka.
Sendi knús á Magnús Ólíver og Jóel Örn. kv Hanna Dísa (mamma Magnúsar)
Jóhanna Ásdís (Hanna Dísa) (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 12:57
Vá hvað það er búið að vera gaman hjá ykkur. kær kveðja til Láru Margrétar frá öllum heima.
P.S. Datt í hug hvort það væri ekki hægt að setja stuttmyndirnar á Youtube...
Erna Björk (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.