27.7.2008 | 01:18
Kókosbolluboðhlaup, fánaleikur, súkkulaðivöfflur og önnur snilld
Mikið var þetta skemmtilegur og frábær húllumhæ-dagur. Fánaleikurinn var alveg rosalega vel heppnaður og næstum öll börnin tóku þátt í honum.
Það er alltaf val í Ævintýralandi, ekki sagt: "Jæja, nú eiga allir að fara í fánaleik!" heldur er fleira í boði og börnin elska þetta. Nokkur börn kusu frekar að fá tattú og bandfléttur, enda þarf helst að bjóða upp á það á hverjum degi til að allir geti fengið. Þetta er svo vinsælt.
Fánaleiks-hópnum var skipt í tvennt, tvö lið sem heita Draumur og Martröð.
Liðsmenn Draums fengu rauða stríðsmálninu og þau í Martröð bláa.
Kannski ekkert skrýtið þótt börnin kalli þetta hermannaleikinn. Þetta var mikill hamagangur og bara hrikalegt fjör að berjast svona um ... þvottaklemmur.
En fyrst var kókosbollu-boðhlaupið og það var náttúrlega alveg brjálað. Börnin stóðu sig mjög vel, voru eldfljót með kókosbolluna og hlupu svo af stað svo næsti í liðinu gæti tekið þátt. Á eftir keppti starfsfólkið og þar ríkti líka mikill keppnisandi!
Í kaffinu voru það svo vöfflurnar gómsætu með súkkulaði og rjóma og voru eflaust nokkur hundruð vöfflur borðaðar! Eða bara milljón!
Of mikið rok var úti til að hægt væri að vera með dagskrána þar svo hún var bara flutt inn en sumt þarf þó að vera inni á húllumhædegi, eins og skartgripa-gerðin, keilukeppnin og ... úúúú, spákonan kulsækna.
Jósefína Potter var rosalega spúkí og fannst krökkunum hrikalega gaman að fara til hennar. Þau sögðu samt flest þegar þau komu fram: Þetta var bara hún Inga Lára!
Keilukeppni var haldin í bláa herberginu, skartgripagerðin í matsalnum en sápukúlu-sprengikeppnin reyndar úti í smáskjóli þó.
Rokið varð þó til þess að ekki var hægt að grilla pylsurnar úti en þær runnu samt ljúft niður. Svo var það bara kvikmyndahús Ævintýralands. Sýndar voru myndir í tveimur sölum, alltaf val ... poppkorn og safi í hlé og allir mjög glaðir.
Börnin voru úrvinda eftir viðburðaríkan dag og voru fljót að sofna.
Myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is. Tímabil 7, dagur 4, 4framhald og 4framhald2.
Gómsætar vöfflukveðjur frá Kleppjárnsreykjum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Breytt 28.7.2008 kl. 12:09 | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að fylgjast með skemmtuninni hjá ykkur. Það lítur út fyrir að vera svakalegt stuð.
Stórt knús til Inga Hrannars og Eggerts Unnars
kveðja mamma og pabbi Inga Hrannars
Hulda og Gústi (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 02:11
Mikið er gaman hjá ykkur. Það er svo skemmtilegt að fylgjast með ykkur og alltaf gaman að sjá myndir af skvísunni minni og það sem hún gerir. Bestu kveðjur til ykkar allra og sérstaklega til Kolbrúnar Júlíu.
Kv,
Mamma Kolbrúnar Júlíu.
Anna Kristjana (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.