24.7.2008 | 01:06
Frábær fyrsti dagur
Tímabil 7 er hafið og mættu börnin rétt upp úr hádegi. Umsjónarmennirnir biðu spenntir því það er alltaf svo mikið fjör þegar rútan kemur. Rútan var ekki ein á ferð, heldur þurfti lítinn rútukálf líka til að öll börnin kæmust með. Einhverjir foreldrar keyrðu líka börn sín í sumarbúðirnar og voru þau börn fyrst á staðinn. Loksins heyrðist hrópað: Rútan er að koma, rútan er að koma! og þustu umsjónarmennirnir á sinn stað og biðu eftir hópunum sínum. Búið var að segja börnunum í rútunni hvaða hópi þau tilheyrði, Gullfiskum, Höfrunum, Hafmeyjum og slíkt, svo ekki var
erfitt fyrir börnin að finna umsjónarmanninn sinn sem mun verða þeim til halds og trausts allt tímabilið. Eitthvað sem þeim finnst mikið öryggi í. Þau geta að sjálfsögðu líka leitað til allra, alltaf!
Farið var með börnin um svæðið til að sýna þeim allt sem það hefur upp á að bjóða. Þetta eru glaðværir og skemmtilegir krakkar, eiginlega samt alveg ótrúlega stilltir og góðir. Einn þeirra, Árni Páll, sem hefur komið til okkar ár eftir ár, er frábær skemmtikraftur. Í fyrra kom hann með brúðu með sér og skemmti hinum börnunum með búktali og glensi. Í ár mætti hann með þrjár brúður, takk fyrir. Skúffukakan rann vel niður í kaffitímanum og melónurnar þóttu líka mjög góðar.
Starfsfólkið kynnti sig fyrir barnahópnum og þau völdu sér síðan námskeið til að vera á allt tímabilið í tvo tíma á dag. Lokakvöldvakan fer síðan í að sýna afrakstur námskeiðinna ... í kvikmyndagerð, dansi, leiklist, myndlist, grímugerð og íþróttum. Nánar um þetta á morgun.
Þau komu sér fyrir í herbergjunum og gerðu kósí í kringum sig. Eftir kvöldmat, kjöt og spagettí, voru opnaðar stöðvar; Spilaborg, sundlaug og útisvæði. Ellý byrjaði að tattúvera krakkana á innisvæði, í Spilaborg, en hún er líklega vinsælasti húðflúrari Ævintýralands fyrr og síðar. Myndirnar hennar eru frábærar! Í Spilaborg finnast mjög skemmtileg spil, töfl, borðtennis og billjard, nóg að gera þar.
Útisvæðið er mjög skemmtilegt, Ævintýrahjólið, trampólín, rólur, vegasölt og önnur skemmtilegheit og sundlaugin á Kleppjárnsreykjum er alveg frábær, heitu pottarnir t.d. dásamlegir.
Eftir kvöldkaffi (ávexti) völdu hóparnir framhaldssögur en umsjónarmaður hvers hóps les á hverju kvöldi fyrir börnin sín. Eftir lesturinn tóku næturverðir við, flest börnin voru orðin grútsyfjuð og sum steinsofnuð.
Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, tímabil 7, dagur 1.
Stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að fá fréttir. Mikið var skemmtilegt að sjá mynd af skvísunni á forsíðunni, en uppröðunin er þessi: óþekkt, Birgitta, Sædís, Berta og dóttir mín Kolbrún Júlía. Það er greinilegt að fyrsti dagurinn hefur verið frábær.
Ég hlakka til að sjá nýjar fréttir daglega. Bestu kveðjur og sérstaklega til Kolbrúnar Júlíu.
Anna Kristjana.
Anna Kristjana (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 01:39
En hvað það er frábært að geta fylgst með ykkur hérna.Svakalega hlítur að vera gaman hjá ykkur öllum.
Bið að heilsa Magnúsi Ólíver kærlega.
Kv Mamman
Jóhanna (Hanna Dísa) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 06:17
Æðislegar myndirnar og gaman að lesa um daginn þeirra, það er gaman fyrir okkur foreldrana að geta fylgst með börnunum okkar góða skemmtun hlakka til að sjá og lesa meira. Kv Erna Björk
Erna Björk (Lára Margrét) (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 10:12
Frábært að geta fylgst með hvað er að gerast daglega. Þetta hljómar mjög skemmtilega!!! Bestu kveðjur til Aþenu.
Kveðja Benný
Benný (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:20
Alveg meiriháttar að geta fylgst aðeins með og séð hvað er gaman hjá ykkur krakkar!
Bið fyrir stuðkveðjur til Örnu Petru og Garðars Steins frá mömmu, pabba og Vaski:-)
Ólöf (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:14
Þið eigið mikið hrós skilið fyrir frábæra miðlun til okkar foreldranna. Nú fylgist maður með daglega og sannfærist enn betur um hvað það er skemmtilegt í sumarbúðum.
Bestu kveðjur til Kristínar Hörpu og allra hinna.
Helga Snorradóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 19:43
Fábært að lesa um sumarbúðirnar á vefnum, ég kíki sko hingað inn á hverjum degi.
Bestu kveðjur til Finns Ara og Írisar Jönu frá mömmu og pabba og Sófí
Anna Leif Elídóttir (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.