Húllumhæ og boðið í bíó!

KvikmyndaveriðLeiklistaræfingÞá er dagur 4 að baki og sá var skemmtilegur. Börnin byrjuðu á því að borða morgunverð eftir að umsjónarmennirnir höfðu vakið hópana sína og svo var haldið á námskeiðin. Þau stóðu frá 10-12 í morgun því að þetta var húllumhæ-dagurinn sjálfur. Annars eru þau vanalega á námskeiðum frá kl. 14-16. Námskeiðin ganga mjög vel og margt skemmtilegt er að verða til sem springur svo út fullbúið á lokakvöldvökunni. Kvikmyndagerðin er t.d. komin með kvikmyndaver í einni stofunni og er að sjálfsögðu að búa til stórmynd þar sem m.a. draugar koma við sögu ... hvað annað!

Inga LáraHúllumhæÍ hádeginu boðuðu börnin hrísgrjónagraut af bestu lyst og melónur líka sem eru heldur betur vinsælar og oft á boðstólum í Ævintýralandi.

Þegar allir voru búnir að fara með diskana sína á Sigurjón, vagninn góða undir leirtauið, var sest niður og beðið ... en eftir hverju? Jú, eftir smástund birtist starfsfólkið í glæsilegum búningum og húllumhædagurinn var settur formlega en þó ekki fyrr en eftir smásprell. Inga Lára var á veiðum, eins og sjá má á myndinni af henni hérna fyrir ofan og fólkið var allt saman að springa úr fjöri!!!

 

HúllumhæHetjurnarÁ húllumhæ-dögum er byrjað á því að fara í fánaleikinn, þennan æsispennandi þar sem hópnum er skipt í tvö lið, Draum og Martröð.

 

Krakkarnir í Draumi fá rauða stríðsmálningu í andlitið og þau í Martröð bláa. Svo er hlaupið út um víðan völl og „barist“ ... um þvottaklemmur. Skemmtilegur leikur sem hefur alltaf slegið í gegn í sumarbúðunum í hverri viku í mörg sumur. Annars eru útileikirnir sem boðið er upp á á útisvæðinu ótal margir og hver öðrum skemmtilegri.

 

DraumurNokkrar úr MartröðVeðrið var eitthvað skrýtið í dag, ólíkt því sem það hefur verið, loftið hreyfist frekar hratt og svo datt eitthvað blautt niður úr himninum ... við munum bara eftir sól í sumar! Við reiknuðum því ekki með að margir vildu taka þátt í fánaleiknum, sem alltaf fer fram utandyra, en þau voru ótrúlega mörg sem vippuðu sér í bomsurnar, fengu stríðsmálningu og drifu sig út í fjörið. Boðið var upp á leiki í íþróttahúsinu fyrir hina og sitt af hverju fleira og þegar klukkan sló kaffi fékk allur mannskapurinn heitar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma! Það rann sko ljúflega niður og það í miklu magni.  

VöffffflurSkartgripagerðEftir kaffi var m.a. boðið upp á skartgripagerð og tóku þátt bæði strákar og stelpur að vanda. Bandfléttur og tattú, þetta sí-sívinsæla dæmi var í gangi en það verður að vera það nokkuð oft til að allur hópurinn geti fengið a.m.k. eitt tattú og stelpurnar bandfléttu. Börnin sem ætla að taka þátt í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum sem fram fer í kvöld, sunnudag, ætluðu að æfa í klukkutíma eftir kaffi en það endaði í þremur tímum, svo mikið þurfti að æfa, að sögn Gumma karaókístjóra.

 

Jósefína PotterTattúið vinsæltSpákonan Jósefína Potter var mjög spúkí en samt rosalega vinsæl. Tíminn fram að mat leið mjög hratt og allt í einu var klukkan bara orðin sjö og komið að pylsupartíinu. Þar sem stranglega er bannað að vera svangur í matsalnum borðuðu sig allir pakksadda. Kvöldið var frekar rólegt að þessu sinni sem var gott eftir ærslafullan dag en þeim var boðið í „kvikmyndahús“ með tveimur sölum ... eða vídjókvöld, eins og það heitir í sumarbúðunum. Tvær myndir í boði, önnur fyrir þau yngri og hin fyrir eldri krakkana. Popp og safi í hléinu, bara fullkomið, allir sáttir.

 

Í matsalnumÞá var það bara draumalandið en fyrst var lesnir nokkrir kaflar úr framhaldssögunni sem hver hópur velur í upphafi og lesið er þangað til augnlokin verða blýþung. Það er svo gott að láta lesa fyrir sig. ÍþróttahópurinnNýlega heyrðum við haft eftir dönskum kennara, sem hefur kennt íslenskum börnum í Danmörku, að ástæðan fyrir mikilli velgengni þeirra í skóla þar úti sé sú að mikið er lesið fyrir þau heima. Það er ekki svo galin skýring, svona með gáfum og gjörvileika okkar fólks ;)

Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is, tímabil 5, dagur 4 + dagur 4-framhald.

Sendum frábærar stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband