Sippukeppni, kertagerð og dillandi diskó

SippkeppniEftir morgunmat á degi 3 (föstudegi) var val um „stöðvar“; eða útisvæði, sundlaug og gönguferð. Æfingar hófust líka í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum. Æsispennandi sippukeppni var á útisvæðinu og fór svo að Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir kom, sá og sigraði. Í öðru sæti var Þórunn Guðlaug Jónsdóttir og í því þriðja Sólveig Erla Þorsteinsdóttir. Þvílíkir sipparar!!!

 

Hressir strákar

Hádegisfundirnar voru síðan á dagskrá eftir matinn og þar voru uppbyggjandi leikir í gangi, dagskrá dagsins var kynnt og kvölddagskráin líka og sitthvað fleira.

Börnin fengu leiksýningu um miðjan dag en á hverju tímabili í sumar sýnir starfsfólkið leikritið um Ping og Pong sem stjórna Ping og Pong„góðuráðavélinni“ sem svo gott er að leita til. Í leikritinu er m.a. komið inn á einelti og hvernig gott getur verið að bregðast við ef einhver lendir í því eða verður vitni að því. Einnig hjálpuðu Ping og Pong stelpu sem bjó yfir erfiðu leyndarmáli og sögðu henni hvert best væri að leita og nauðsyn þess að tala um hlutina, ekki byrgja þá innra með sér. Börnin hlustuðu af mikilli athygli og hlógu líka en Ping og Pong geta verið mjög fyndin.

Flott kertiNámskeiðin gengu mjög vel í gær og ætla t.d. íþróttahópur og danshópur að gera eitthvað skemmtilegt saman í klukkutíma á dag. Hver veit nema afrakstur þess verði sýndur á lokakvöldvökunni?

SundEftir kaffi var m.a. kertagerð þar sem börnin bjuggu til skemmtilegar kertaskreytingar. Ótrúlegt hvað hægt er að gera með steini, sprittkerti og málningu. Miklir hæfileikar þar í gangi. Sundlaugin var líka opnuð aftur og börnin, sem voru á reiðnámskeiði í morgun og gátu ekki farið í sund þá, fjölmenntu í sundlaugina góðu. Og bara allir sem vildu fara.

 DiskóDiskóið hófst síðan eftir dásamlega kjúklingamáltíð. Davíð sá um að leika fjöruga og flotta tónlist og reykvélin var að sjálfsögðu í gangi til að búa til enn meiri stemmningu. Útisvæðið var opið líka, ásamt Spilaborg, og gátu börnin fengið tattú og bandfléttu í hárið. Það var vinsælt að skreppa á milli staða, á ballið í smástund, svo út, síðan inn í tattú og þá á ballið og svo framvegis.

Hressar stelpurÍ dag er húllumhædagur og þrátt fyrir eiginlega fyrsta ekkisólardag sumarsins látum við það ekkert á okkur fá. Þetta er ekki spurning um veður, heldur klæðnað! Allir eru með góð skjólföt og ekki hægt að leika fánaleikinn góða inni, hann þarf svo mikið pláss. Námskeiðin eru á dagskrá fyrir hádegi að þessu sinni og hátíðin (n.k. 17. júní hátíðahöld ...) verður því samfleytt frá hádegi fram Bandflétturað kvöldmat, þar sem stórkostlegt eldhúsliðið býður upp á pylsur með tómat, sinnep og steiktum eins og hver getur í sig látið.

Það verður t.d. skartgripagerð eftir kaffi þar sem krakkarnir geta búið til flotta skartgripi til að gefa mömmu við heimkomu og er afar vinsælt, bæði hjá stelpum og strákum, að búa til armbönd, eyrnalokka og annað flott.

Já, og spákonan ógurlega, Jósefína Potter frá ReiðnámskeiðBorgarnesi, kemur og spáir fyrir þeim sem vilja. Af reynslu síðustu ára vitum við að börnunum er í raun nákvæmlega sama hvað spákvendið segir ... þau vilja bara vita HVER af starfsmönnunum er í gervi hennar. Hahahaha.

Í kvöld verður síðan vídjókvöld, popp og safi í hléinu, algjört æði.

Grímurnar málaðarNýjar myndir (og fullt af þeim) eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 3, 3 framhald og 3 framhald2).

 

Regnblautar sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband