Mikið fjör í Mörkum óttans

EinbeitingGaman í billaDagur 2 var mjög skemmtilegur og viðburðaríkur. Nokkur börn fóru á reiðnámskeið snemma morguns og var myndavélin með í för. Myndirnar frá því koma seinna í dag eða á morgun. Þau fengu sér staðgóðan morgunverð áður en hægt er að velja um súrmjólk, kornflakes, Cheerios, hafragraut og ristað brauð á hlaðborðinu vinsæla. Þau tóku vel til matar síns. Sama má segja um hin börnin sem mættu í matsalinn skömmu seinna.

Veðrið var frábært, sól, logn og 18 stiga hiti í forsælu. Heilmörg börn fóru í sund og einnig var í boði að vera á útisvæðinu eða vera í myndlist. Skráning í karaókíið hófst í morgun og verður þátttakan góð en keppnin, sem heitir Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn, verður haldin á sunnudagskvöldið.

Sól og blíðaFyrsti hádegisfundur hvers hóps var haldinn eftir hádegismat þar sem boðið var upp á kakósúpu, tvíbökur og ávexti, og athugað var hvort öllum liði vel og hvort þau næðu ekki örugglega öllu því sem er í boði í sumarbúðunum. Á þessum daglegu fundum er farið í ýmsa uppbyggjandi leiki, eins og Ég er frábær þar sem hvert og eitt barn segir frá einhverju einu atriði sem er einstakt við það, einn stór kostur. Börnin kynnast vel innbyrðis á fundunum og ná líka góðum tengslum við umsjónarmanninn. Þau fengu að vita að leikurinn skemmtilegi Mörk óttans yrðu um kvöldið og að hóparnir kepptu hver gegn öðrum. Því þurfti að skipta í lið. Hverjir ætluðu í draugahúsið að sækja steininn ofan í fötuna, drekka ógeðsdrykkinn, svara spurningum og slíkt ... þetta þurfti allt að skipuleggja.Svo hófust námskeiðin og stóðu fram að kaffi.

Þessi þorðu í draugahúsiðEftir kaffi var val um íþróttahús, Spilaborg og útisvæði. Klukkan 18 fóru krakkarnir í herbergin sín, snyrtu sig, báru á sig after sun, skiptu um föt og bara hvíldu sig aðeins í rólegheitunum eftir hamaganginn og söfnuðu kröftum fyrir Mörk óttans.

Pítsa var í kvöldmatinn og hægt að velja um þrjár tegundir; margarítu, pítsu með pepperoni og svo með skinku. Sumarbúðapítsurnar eru rosalega góðar og börnin kunnu vel að meta þær.

Ógeðsdrykkur hvaðMörk óttans voru æsispennandi. Þótt ógeðsdrykkurinn sé alltaf hræðilegur þá er draugahúsið enn ógnvænlegra. Ógeðsdrykkurinn er útbúinn af eldhúsliðinu og inniheldur einhvern hrylling sem þeim dettur í hug á meðan þær hlæja ógurlega. Súrmjólk með sinnepi og fleiri matvörum sem passa illa saman kemur sterkt inn ... „Draugahúsið“ er svo kapítuli út af fyrir sig. HryllingsvatniðÞrautin er sú að fara inn í dimmt herbergi, reykfyllt með sérstakri reykvél, vaða með höndina ofan í fulla fötu af slímugu, ísköldu vatni og sækja þangað stein á sem stystum tíma og láta draugana ekki tefja sig. Nær ómögulegt væri að leysa þrautina ef ekki væri fyrir aðstoð sumarbúðastjórans. Þessar hetjur voru afar ánægðar með sig á eftir, enda ekkert annað en hetjudáð. Tímaverðir reiknuðu út stigin eftir að allar þrautir höfðu verið leystar af liðunum í ljós kom að Hafmeyjar höfðu enn einu sinni sigrað! Í draugahúsinuMaría, umsjónarmaðurinn þeirra, var að springa úr stolti. Hafmeyjarnar eru Aníta Lára Guðmundsdóttir, Anna Sóley Ólafsdóttir, Ásthildur Margrét Jóhannsdóttir, Guðrún Anna Guðmundsdóttir, Helga Ósk Hafdal, Ísold Hákonardóttir, Katla Guðbjörg Gunnarsdóttir, Kristborg Sóley Þráinsdóttir, Margrét Sunna Oj baraIngólfsdóttir, Ragnheiður Tara Karenardóttir, Rakel Rósa Þorsteinsdóttir og Þórunn Eydís Hraundal. Í öðru sæti urðu Flugfiskar og síðan komu Gullfiskar, Krossfiskar, Kópar og Höfrungar og var mjög jafnt á með þeim.

Í kvöldmat í kvöld fá börnin kjúkling, franskar, gular baunir, sósu og salat og á eftir verður dillandi diskó! Spilaborg verður líka opin og útisvæðið og hægt að fá tattú og bandfléttur hjá umsjónarmönnunum. Mikil tilhlökkun ríkir en meira um það á morgun.

Nýjar myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 2.

Okkar allra bestu sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

 

P.S. ATH - ATH! Við viljum benda á að nokkur pláss eru enn laus á tímabil 7 og 8. Tímabil 7 stendur frá 23. júlí til 29. júlí og er ætlað 10-12 ára börnum. Tímabil 8, unglingatímabilið, stendur frá 30. júlí til 5. ágúst og er ætlað 12-14 ára börnum. Sjá upplýsingar um skráningu og annað á www.sumarbudir.is.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æðislegt að lesa um ykkur, er sjálf í sveitinni og komst á netið hjá vinkonu. Góða skemmtun áfram ... flott anna sóley að þið unnuð

ástarkveðjur, guðný maría (mamma önnu sóleyjar) 

guðny maria (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband