Frábær fyrsti dagur

Beðið eftir börnunumRútan kominTímabil 5 er hafið. Í gær, skömmu eftir hádegið, kom nýr hópur barna í sumarbúðirnar. Þetta eru yndisleg, góð, prúð og frábær börn að sögn sumarbúðastjórans. Þó nokkuð mörg börn úr hópnum hafa verið áður í Ævintýraland en svo komu önnur sem sögðust hafa komið því að þau fréttu að þetta væru bestu sumarbúðir í heimi. Hehehe! Frábært!

Börnunum var boðið upp á hressingu í matsalnum við komu og boðin innilega velkomin.

 

Skúffukaka og melónurSpilaborgStrax í rútunni fengu þau að vita í hvaða hópi þau verða, hóparnir heita allir nöfnum eins og Höfrungar, Gullfiskar, Kópar o.s.frv., og hvaða umsjónarmann þau verða með alla vikuna þeim til halds og trausts. Tilvist umsjónarmannanna vekur börnunum alltaf mikla öryggiskennd, þau geta alltaf leitað til sama aðilans og auðvitað allra annarra starfsmanna líka. Umsjónarmaður hvers hóps sýndi ungunum sínum umhverfið og hjálpaði þeim við að koma sér vel fyrir í herbergjunum. Svo þurfti að fara á útisvæðið flotta, prófa rólurnar, Ævintýrahjólið, vegasaltið og trampólínin og ekki amalegt að leika sér í 20 stiga hita, sól og logni. Tíminn leið hratt fram að kaffi og það var frekar vinsælt, eiginlega alveg rosalega vinsælt, að fá heimabakaða skúffuköku og ávexti.

Yndislegt í sundiÆvintýrahjóliðSíðan var farið út í íþróttahús. Starfsmennirnir voru kynntir, síðan námskeiðin sem börnin gátu valið sér til að vera á alla vikuna. Valið gekk hratt og vel. Í fyrsta skiptið í sumar var kvikmyndagerðin vinsælust, en hún hefur verið langvinsælasta námskeiðið síðustu árin. Grímugerðin, sem hefur verið allra vinsælust í allt sumar var næstvinsælustu og á eftir komu  íþróttirnar og síðan leiklist og dans. Yfirleitt eru á milli 10 og 20 börn í dansinum en núna verða þau sjö, þrír strákar og fjórar stelpur. Myndlistin verður í boði sem aukanámskeið á morgnana.

FjörBörnin tóku vel til matar síns (borðuðu eins og úlfar ef satt skal segja) í kvöldmatnum, en þá var kjöt og spagettí sem er sívinsælt hjá börnunum. Þau ættu bara að vita hvað bíður þeirra ... pítsa í kvöld, kjúklingur á morgun, grillaðar pylsur á laugardaginn o.s.frv.

Í gærkvöldi fóru flest börnin í sund í frábæru útisundlaugina hér á Kleppjárnsreykjum, nokkur fóru í gönguferð, þó nokkuð mörg í hina kósí Spilaborg (spil, púsl, töfl, bækur, billjarður, borðtennis o.fl.) og restin var á útisvæðinu í góða veðrinu. Í íþróttasalnumGóð gæsla er á öllum „stöðvunum“, eins og við köllum það sem börnin geta valið um, og alltaf einn fullorðinn, hrikalega vel valinn einstaklingur á hver fimm börn! Engar undantekningar. Þessi stefna hefur án efa skilað okkur farsælu og áfallalausu starfi sl. tíu ár!

Börnin fengu ávexti eins og þau gátu í sig látið í kvöldkaffinu og svo lásu umsjónarmennirnir fyrsta lestur kvöldsögunnar sem verður sögð á hverju kvöldi út tímabilið. Þegar flest augnlokin voru orðin blýþung buðu umsjónarmennirnir góða nótt og næturverðir tóku við. Oft getur verið svolítið „fjör“ fyrsta kvöldið þegar börnin eru að venjast staðnum en fljótlega kemst góð regla á.

Myndir eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 5, dagur 1.

 

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl

það er frábært að geta fylgst með hverning dagurinn er hjá ykkur bæði myndir og dagbók

það er ekki annað að sjá en að þetta sé bara GAMAN !!!!!!!!!! og börnin í góðum höndum

(ps er ekkert svona fyrir foreldra hehehehe)

bestu kveðjur,

Stefán Ingi og Helga foreldra Brynjars Þórs

Stefán Ingi (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 19:47

2 Smámynd: Sumarbúðirnar Ævintýraland

Foreldrar hafa verið mjög ánægðir með bloggskrifin, enda örygglega gaman að geta fylgst með ungunum sínum svona og vita hvað þau gera frá degi til dags.

Við skilum kveðjunni til Brynjars Þórs.  

Sumarbúðirnar Ævintýraland, 11.7.2008 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband