Ævintýrabarkinn, hárgreiðslukeppni og margt, margt fleira

Æðislegt í sundiHádegisfundur hjá GullfiskumVeðrið hefur verið frábært hjá okkur! Heilmikið var um að vera í gærmorgun að vanda, m.a. fóru heilmargir í sund. Í hádeginu var boðið upp á pasta og nýbakaða pítsusnúða sem rann vel niður. Hádegisfundir með umsjónarmönnunum voru svo á eftir eins og venjulega og síðan fóru börnin á námskeiðin í næstsíðasta skiptið. Síðustu handtökin voru t.d. lögð á grímurnar og fest bönd á þær svo hægt sé að bera þær á andlitinu á lokakvöldvökunni í kvöld. Leikritið var æft og allt fór að smella saman.

Drukkið útiFrumlegasta hárgreiðslanBörnin drukku úti í kaffitímanum (sandköku, safa og ávexti) og síðan var íþróttahúsið opnað svo börnin gætu kælt sig, þau voru heilmörg sem vildu hvíla sig aðeins frá sólinni. Hárgreiðslukeppni er alltaf haldin á sunnudögum og voru þátttakendur heilmargir, enda mjög vinsæl. Sigurvegarar voru: Kristjana María og Diljá Rún í fyrsta sæti, Lovísa Margrét og Gréta í öðru sæti og þær Svanhvít Mjöll og Þóra Valdís í þriðja sæti. Frumlegasta hárgreiðslan: Ragna Guðfinna og Ásdís María.

Fjör á ÆvintýrabarkanumEftir að börnin borðuðu sig pakksödd af fiski og kartöflum stöppuðum í tómatsósu, já, og svo ferlega góðum hrísgrjónagraut var komið að Ævintýrabarkanum.

Keppendur voru 20 og sungu í þessari röð:
1. Alexandra Björg
2. Lilja María og Ísabella Perla
3. Kolfinna
4. Kormákur Atli og Atli Freyr
5. Birta Hlín
6. Aldís
7. Brynjar Helgi
8. Aaron Ísak
9. Ásta og Heiða
10. Erla Svanlaug
11. Lovísa Margrét og Salomé
12. Silja Sjöfn
13. Ásdís María og Ragna Guðfinna
14. Þórhildur Elísabet
15. Suzanna

Sigurvegarinn, Aldís, með Maríu umsjónarmanniÞátttakendurEftir að stigin höfðu verið talin saman og dómnefndin karpað svolítið, sem þarf alltaf að gera, varð niðurstaðan ljós.

Í fyrsta sæti varð Aldís en hún söng Ég heiti Anna (My name is Talulah). Kolfinna söng Einhvers staðar einhvern tíma aftur og lenti í öðru sæti. Alexandra Björg, sem fékk önnur verðlaun í getraun í bæklingi sumarbúðanna í vor, varð í þriðja sæti en hún söng lagið Big girls don´t cry.

Öll börnin fengu viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Þau stóðu sig frábærlega vel, það þarf heilmikinn kjark til að syngja fyrir framan aðra en þau fóru létt með það. Algjörar hetjur.

GrímugerðinÍ dag var líka hrikalega heitt og bara dásamlegt veður. Hádegisfundurinn var svolítið sérstakur að þessu sinni en umsjónarmenn hjálpuðu hópunum sínum við að pakka niður, enda heimferð á morgun. Vikan hefur verið ótrúlega fljót að líða. Lokakvöldvakan er í kvöld og þá sýna allir afrakstur námskeiðanna frábæru sem þau hafa verið á alla vikuna. Myndir af því á morgun.

Hátíðarkvöldverður var í kvöld og mættu allir í sínu fínasta pússi og borðuðu hamborgara, franskar, sósu og salat og fengu gos með. Þeim fannst það ÆÐI, enda eru hamborgararnir hennar Sigurjónu algjört lostæti.

Myndir frá degi 5 eru komnar inn á www.sumarbudir.is. M.a. frá hárgreiðslukeppninni, hádegisfundum, sundlauginni og grímugerðinni. Endilega kíkið.

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband