Hver er þessi Jósefína Potter?

KvikmyndagerðinÞetta var SVO skemmtilegur dagur! Börnin voru voða sátt við að breyta til og vera á námskeiðunum fyrir hádegi þegar þeim var sagt að það væri vegna húllumhædagsins sem hófst eftir hádegið. Þau borðuðu morgunverðinn og drifu sig svo hver á sitt námskeið.

Kvikmyndagerðin tók upp nokkur atriði en mikil leynd hvílir að vanda yfir innihaldi stuttmyndarinnar sem verið er að gera. Það má ekki einu sinni segja hvað hún heitir, allt kemur í ljós á lokakvöldvökunni. Hér sjást þrjú börn úr kvikmyndagerðarhópnum með Davíð sem heldur utan um námskeiðið.

LeiklistinLeiklistarhópurinn var líka frekar dularfullur. Krakkarnir þar semja líka handritið sjálfir og enginn fær að vita neitt fyrr en þegar leikritið verður sýnt á mánudagskvöldið. Búningasafn Ævintýralands er stórskemmtilegt, gamlar kápur af mömmum okkar og slíkir fjársjóðir.

Grímurnar verða brátt alveg tilbúnar hjá grímugerðarhópnum og er alveg snilld að sjá hvað börnin skreyta þær skemmtilega og það í stíl við það hlutverk sem þau hafa í leikritinu ... sem þau auðvitað sömdu sjálf. Myndir af grímunum koma á morgun.

 

MyndlistinMyndlistin verður með flotta sýningu á mánudagskvöldið og ýmislegt þarf að undirbúa fyrir hana, m.a. ljúka við listaverkin áður en hægt er að sýna þau! Hér til hægri sést María með þremur stúlkum úr myndlistarhópnum.

 

ÍþróttirÍþróttahópurinn er líka laumulegur með sitt atriði sem verður örugglega alveg æðislegt. Sprækir og hressir krakkar sem hreyfa sig mikið, bæði úti og inni í íþróttasal. Á síðasta tímabili myndaði íþróttahópurinn stiga sem var mjög flottur. Spennandi að vita hvað þessi hópur gerir.

 

DansinnDanshópurinn æfir á fullu og má eiga von á glæsilegri sýningu frá þeim en þau eru undir stjórn Pollýjar sem hefur æft dans frá barnæsku. Fyrir tíu árum var Pollý sumarbúðabarn, kom á unglingatímabilið og sigraði, ásamt vinkonu sem hún kynntist í sumarbúðunum, í hæfileikakeppninni og það einmitt fyrir frumsaminn dans.

Draumur og Martröð keppaEftir hádegisfundina hófst svo húllumhæið með smá starfsmannasprelli og síðan var farið í fánaleikinn góða. Draumur, rauða liðið, keppti við Martröð, bláa liðið, og var þetta fáránlega spennandi að mati krakkanna.

Mjög góð þátttaka var í leiknum en þeir örfáu sem nenntu ekki að vera í honum nældu sér í tattú og bandfléttur og léku sér á útisvæðinu góða.

 

SápukúlusprengikeppninSápukúlusprengikeppnin sló gjörsamlega í gegn og var Aaron Ísak aðstoðarmaður númer eitt á vélinni og stóð sig frábærlega. Það er ekki auðvelt að telja allar þær sápukúlur sem krakkarnir, einn í einu, ná að sprengja en Aaroni gekk það mjög vel.

 

Suzanna og sumarbúðastjórinnÞað voru þreytt og hamingjusöm börn sem komu í matsalinn í kaffitímanum og borðuðu vöfflur í tonnatali, vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma sem er bara best í heimi! Suzanna átti 12 ára afmæli í dag og fékk afmælisgjöf frá sumarbúðunum, eins og öll afmælisbörn fá hérna, og svo söng allur skarinn hástöfum: „Hún á afmæli í dag!“

 

KeilukeppninEftir kaffi var keilukeppni í bláa herberginu, skartgripagerð í matsalnum og hægt að fá tattú, bandfléttur og andlitsmálun.

Haldin var karaókíæfing fyrir þau börn sem hafa skráð sig í Söngvara- og hæfileikakeppnina Ævintýrabarkann en eftir rennsli þar sem einn í einu (eða fleiri ef atriðið er þannig) æfði var hægt að hoppa út í fjörið.

Jósefína Potter í eigin persónuVinsælasta atriðið var spákonan Jósefína Potter frá Borgarnesi. Hún er rosalega dularfull og myndaðist löng biðröð til hennar. Frú Potter fór sko ekkert heim til Borgarness fyrr en allir voru búnir að fá spádóm um glæsilega framtíð ... Að vanda langaði börnin mest til að vita HVER af starfsmönnunum væri í gervi spákonunnar, hehehehehe! 

 

HúllumhæEftir pylsupartíið, grillaðar pylsur með tómatsósu, sinnepi og steiktum var „vídjó“-kvöld og í hléinu var boðið upp á poppkorn og Svala sem var voða vinsælt.

 Síðan var haldið í háttinn og lesnar kvöldsögurnar fyrir hópana fyrir svefninn.

 

Frábær dagur að baki. Á morgun, eða öllu heldur annað Húllumhækvöld, verður svo Ævintýrabarkinn og margt, margt fleira.

Veðurspáin er mjög góð fyrir morgundaginn. 20 stiga hiti eftir hádegið og að mestu sólskin allan daginn. Enn betra veður á mánudaginn! Hvernig endar þetta? Líklega með mikilli sólbrúnku.

Sjá má heilan helling af myndum á www.sumarbudir.is, dagur 4.

Sólbrúnar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega er gama að geta fylgst svona með hvað krakkarnir eru að gera bæði í myndum og tali. Þið eigið hrós skilið

En mér sýnist allir skemmta sér konunglega þarna hjá ykkur, enda viðriðst nóg vera um að gera og ekki spillir nú veðrið fyrir.

Kveðja Sólveig og Sölvi ( foreldrar Silju Sjafnar).

Sólveig Hólm (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:09

2 identicon

Ævintýralandsbúar ! Frábært að sjá myndirnar og lesa bloggið ykkar. Alveg greinilegt að allir fá að njóta sín og nóg af viðfangsefnum  Mjög flott starf og allt starfsfólk á heiður skilið...  Bestu kveðjur og góða skemmtun áfram.  Sigurlaug og Páll (foreldrar Vilbergs Andra).

Sigurlaug (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband