Hitabylgja og húllumhæ - myndir gærdagsins komnar inn

Gaman í sundiHér er mjög heitt, glampandi sólskin Smile og allir með þykkt lag af sólvörn á sér, kátir og glaðir, enda húllumhæið að hefjast nú eftir hádegi. Það hefst með leik þar sem liðin Draumur og Martröð keppa í æðisgengnum eltingaleik með dassi af hrikalegri spennu. Að vanda ÞURFA ekki allir að taka þátt, bara þeir sem vilja, en yfirleitt vilja allir vera með.

Farið var í sund fyrir hádegi í dag og það verður líka í boði eftir kaffi, gott að kæla sig þar í svona heitu veðri.

 

ReiðnámskeiðiðÍ gærmorgun vöknuðu krakkarnir sem eru á reiðnámskeiðinu eldsnemma, eða kl. 8, fengu sér af morgunverðarhlaðborðinu; t.d. Cheerios, súrmjólk, kornflakes, hafragraut eða ristað brauð. Hálftíma síðar voru þau sótt og hittu elsku hestana sína og riðu út. Komu svo alsæl til baka. Guðrún Fjeldsted er með reiðnámskeiðin fyrir okkur og þykir frábær reiðkennari.

Nóg var við að vera hjá hinum krökkunum og m.a. var haldin sippukeppni á útisvæðinu. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og lenti Silja Sjöfn Sölvadóttir í fyrsta sætinu, Gréta Sigurðardóttir í öðru og Aldís Ásgeirsdóttir í því þriðja.

MyndlistinÍ hádeginu var kakósúpa, tvíbökur og ávextir og síðan héldu börnin á námskeiðin. Nú eru þau t.d. búin að semja handrit að leikritum leiklistar og grímugerðar og kvikmyndinni sem kvikmyndargerðarhópurinn býr til.

 

Ping og PongEftir kaffi var börnunum boðið á leiksýningu. Starfsfólkið lék fyrir þau leikrit sem var mjög skemmtilegt og hefur líka forvarnagildi því tekið er á ýmsum málum sem skipta miklu máli. M.a. á einelti og einnig er komið inn á hvern best er að tala við ef eitthvað erfitt hrjáir þau. Góðu-ráðavélin með þau Ping og Pong innanborðs er með ráð við öllu því sem spurt er um. Ping og Pong slógu algjörlega í gegn eins og þau hafa gert undanfarnar vikur.

TattúKjúklingur, franskar, gular baunir, sósogsalat var í kvöldmat og svo hófst sjóðandi diskó. Það var svo fjörugt að mörg þurftu að fara á útisvæðið til að kæla sig. Þar var líka hægt að fá tattú, spila og gera bara það sem hugurinn girntist. Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan var mikið stuð, reykvél og allt!

Fjör á diskóinuEftir leikinn góða í dag verður heilmargt í boði, vinsæla tattúið, bandflétturnar, skartgripagerð o.fl. Ekki má svo gleyma spákonunni sem mætir eftir kaffi, hana frú Nauthóls sem er svo frábær. Á tímabili 1 kom dóttir Önnu í eldhúsinu Bandfléttur í hárhlaupandi til hennar og var rosaspennt yfir því sem spákonan sagði við hana: „Hún sagði að þið pabbi elskuðuð mig rosalega mikið og svo myndi ég fara til Suður Ameríku þegar ég yrði fullorðin.“ Flest börnin eru þó spenntari fyrir því HVER spákonan er, ekki því sem hún segir. Allir starfsmenn liggja undir grun og sýna börnin frábæra ályktunarhæfni þegar þau beita útilokunaraðferðinni ... jamm, þetta er svo gaman.

Ekki skemmir það daginn að nýbakaðar Kátir strákarvöfflur verða í kaffinu, á þær er settur súkkulaðiglassúr og þeyttur rjómi. Börnin í sumar hafa stunið af vellíðan þegar þau koma inn í matsalinn og sum þeirra spyrja strax hvort þau fái örugglega ekki meira en eina vöfflu. Þegar Sigurjóna ráðskona segir að það sé bannað að vera svangur í matsalnum sést hvað þeim léttir. Grillaðar pylsur verða svo í kvöldmatinn.

Myndir frá gærdeginum, degi 3, m.a. reiðnámskeiðinu, eru komnar á Netið, www.sumarbudir.is.

Sendum sjóðandi heitar hitabylgjukveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband