Lokakvöldvakan; sýningarnar slógu í gegn

EltingaleikurinnÆðisleg grímaLokakvöldvakan heppnaðist afar vel og þótti einstaklega skemmtileg og fjörug.

Leikritið Eltingarleikurinn var sýnt og fjallað það um ferðamenn í flugvél sem klessir á Móður Jörð og þar var allt fullt af dýrum og draugum. Ferðamennirnir flúðu náttúrlega, hlupu eins og fætur toguðu eltir af draugum, brjáluðum njósnarahamstri og eðlu. Mjög spennandi og glæsilegt leikrit frá grímugerðar- og leiklistarhópunum.

Íþróttahópurinn gerði æðislegan stiga og sýndi börnunum og danshópurinn var líka stórkostlegur. Stuttmyndin sem kvikmyndahópurinn gerði heitir Draugaskólinn var frekar mikið spennandi mynd sem vakti mikla lukku.

Álfadísin ÁrniStjúpa Öskubusku með gult hárAð vanda sýndi starfsfólkið leikrit. Enginn nema sumarbúðastjórinn vissi hvaða leikrit átti að leika en það var Öskubuska. Starfsmenn drógu miða úr hatti með hlutverki sínu ... Arnar lék stjúpuna og var með gula hárkollu og Árni álfadísina og höfðu krakkarnir mjög gaman af því að sjá þá í konulíki. Alltaf gaman að sjá starfsfólkið sprella líka.

2 frábærirFardagurinn gekk vel fyrir sig, börnin voru kvödd með virktum, alveg frábær hópur, og þótt þessi vika hafi bæði verið lærdómsrík og skemmtileg þá var greinilegt að tilhlökkun ríkti  með að komast heim og segja frá ævintýrunum.

Hópur 3, takk fyrir komuna og einstaklega ánægjuleg kynni!

Fleiri myndir frá 6. degi komnar inn á www.sumarbudir.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, vildi bara segja að það er frábært að geta fylgst með daglega á bloggsíðunni og myndasíðunni.  Sonurinn kom alsæll heim í dag.  Bestu þakkir fyrir hann

Soffía mamma Einars Sturlu (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband