29.6.2008 | 15:16
Hátíð í gær, karaókí í kvöld ... og bara klikkað stuð!
Húllumhædagurinn heppnaðist mjög vel. Nokkuð svalara var í veðri en undanförnu og þá var bara að klæða sig betur. Börnin hlupu svo mikið að þeim var sannarlega ekki kalt.
Blásið var til húllumhædagsins eftir hádegisfundi með umsjónarmönnum og byrjað á því að fara í hermannaleikinn frábæra þar sem barist var um ... uuuuu ... þvottaklemmur. Tvö lið, Draumur (rauðliðar) og Martröð (bláliðar) skemmtu sér konunglega.
Í kaffinu var boðið upp á nýbakaðar vöfflur með súkkulaði og rjóma og allir voru mjög svangir eftir hamaganginn.
Það var sko ekkert bara ein vaffla á mann, heldur fengu allir eins mikið og þeir gátu í sig látið ... og svo auðvitað brauð og ávexti líka.
Eftir kaffi hélt hátíðardagskráin áfram. Þar var hægt að fá bandfléttur og tattú, prófa spákonuna ógurlegu og var mikið giskað á hver hún væri, ekki jafnmikið hugsað um hvað hún sagði. Skartgripagerð var í matsalnum og alltaf gaman að búa eitthvað flott til handa mömmu, hálsmen, armband, hring eða hvaðeina.
Þátttakendur í Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum æfðu sig í gær og hafa líka æft grimmt í dag, enda fer keppnin fram í kvöld. Allir fá viðurkenningarskjal og þrír efstu fá verðlaun.
Þátttakendur eru: Andrea Malín Brynjólfsdóttir, Dagbjört Ottesen, Dagný Dimmblá Jóhannsdóttir, Eyrún Brynja Valdimarsdóttir, Halla Steingrímsdóttir, Halldóra Vera Elínborgardóttir, Margrét Áslaug Heiðarsdóttir, María Gústafsdóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir, Ragnheiður Gná Gústafsdóttir, Þórkatla Lundal Friðriksdóttir og Tinna María Árnadóttir.
Það verður án efa mikið stuð í kvöld. Allir ættu þá að vera saddir og sælir eftir fiskinn sem verður í kvöld. Í hádeginu var voru pastaskrúfur og nýbakaði pítsusnúðar og í kaffinu verður skúffukaka og ávextir.
Á morgun er svo síðasti heili dagurinn ... byrjað að pakka niður fyrir heimferð og síðan verður allur dagurinn í raun mikil hátíð. Lokakvöldvakan þar sem afrakstur allrar vinnunnar verður sýndur; myndlistarsýning, leikrit hjá leiklistar- og grímugerðarhópnum, íþróttasýning og eftir kvöldkaffið fá börnin að sjá stuttmyndina sem kvikmyndagerðarhópurinn bjó til. Allir í sparifötunum í hátíðarskapi.
Myndir frá degi 4 eru komnar inn á . www.sumarbudir.is.
Kærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilega nóg að gera og mjög gaman í sumarbúðunum
Kveðja Elsa, mamma Stefaníu Ástu.
Elsa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.