Reiðnámskeið, diskó, starfsmannaleikrit og nýjar myndir!

Riðið um héruðReiðnámskeiðDagur 3 var alveg frábær.

Teknar voru myndir af þeim börnum sem eru á reiðnámskeiðinu og þær, ásamt diskómyndum o.fl., eru komnar inn í myndir á www.sumarbudir.is. Endilega kíkið á þær.

 

 

DiskóDiskóið var virkilega fjörugt að vanda og mættu þangað tveir óvæntir gestir ... hinir 18 mánaða tvíburar, Ísak og Úlfur. Þeir eru háæruverðugir frændur sumarbúðastjórans og miklir prakkarar. ÞeimÓvæntir gestir á diskóinu fannst sko ekki leiðinlegt að dansa við krakkana.

 

Dimmt er í diskóherberginu en myndavélin lýsir allt svo vel upp þannig að það virkar albjart!!!

 

 

 

Eftir síðdegiskaffi var leiksýning fyrir börnin sem nokkrir starfsmenn léku. Þetta leikrit er bæði mjög skemmtilegt og innihaldsríkt, fær börnin sannarlega til að hugsa.

DansnámskeiðiðÞar kemur m.a. fram hvar gott er að leita ráða ef erfitt leyndarmál hvílir á manni. Ping og Pong, þau sem stjórna Tattúgóðuráðavélinni eru svo sniðug, skemmtileg og ráðagóð. Komið er inn á einelti í leikritinu og hvaða ráð eru til við því. Mjög athyglisverðar umræður verða oft í kjölfar þessarra leikrita sem eru sýnd í hverri viku. Hægt er að hafa mikil áhrif með því að gera hlutina skemmtilega og líflega þótt tekið sé á alvarlegri hlutum.

Kjúklingurinn rann vel niður í gærkvöldi og án efa taka börnin því ekki illa að fá grillaðar pylsur hjá Sigurjónu og hinum elskunum í eldhúsinu í kvöld. Matseðillinn er miðaður við smekk barna og þau kunna Vinsælt að kíkja í bóksvo sannarlega að meta hann.

Í dag eftir hádegisfundinn er húllumhædagur og þá verður villt fjör. Námskeiðin (grímugerð, leiklist, kvikmyndagerð, íþróttir og dans) verða að þessu sinni fyrir hádegi af því að húllumhædagurinn er svona eins og 17. júní. Farið verður í spennandi fánaleik (sem krakkarnir kalla hermannaleik), boðið upp á skartgripagerð og áfram bandfléttur og tattú. Tattúið er óhemjuvinsælt og margir komnir með flottar myndir á handlegginn. Verst hvað myndin dofnar þegar farið er í sund ...

Sungið með GummaÍ kaffinu verða nýbakaðar vöfflur með súkkulaðiglassúr og rjóma sem krakkarnir segja vera milljón, trilljón sinnum betra en með sultu og rjóma ... og það finnst okkur starfsfólkinu reyndar líka. Svo mætir ótrúlega flott spákona a la Harry Potter Nauthóls en svo undarlega vill til að aðalspenningurinn liggur í því að vita hver hún er, ekki hvað hún segir. Æðisleg upplifun. Á meðan beðið er eftir að komast að hjá Kleppjárnsreykirspákerlunni geta t.d. þátttakendur í Ævintýrabarkanum æft sig og svo er fjölbreytt dagskrá í gangi. Margir, bæði stelpur og strákar, kjósa að fara í skartgripagerð og búa til eitthvað flott handa mömmu!

 

Í gönguferðÍ dag verður gott veður, skv. norsku veðursíðunni okkar, www.yr.no.  

Tíu stiga hiti eftir hádegið, sólskin og skýjað með köflum. Engin rigning. Jessssssss!

Frábærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband