Frábærir fyrstu dagar

Hópar með umsjónarmönnum Hópurinn hans GummaTímabil 3 er hafið. Rútan kom með stóran hluta barnanna í gær og önnur komu með mömmu og/eða pabba. Veðrið hefur leikið við okkur, algjör blíða.

 

Barnahópnum var skipt í nokkra litla hópa, aldursskipta, og umsjónarmaður hvers hóps tók hann í skoðunarferð um sumarbúðirnar. Umsjónarmennirnir eru nokkurs konar foreldraígildi og geta börnin leitað til sömu manneskjunnar allt tímabilið sem vekur þeim mikið öryggi. Auðvitað er allt starfsfólkið boðið og búið til aðstoða öll börnin EldhúsdýrlingarnirSumir fóru í sundhvenær sem er en alltaf gott að eiga eigin umsjónarmann sem vekur börn sín á morgnana, borðar morgunverðinn með þeim, heldur hádegisfund eftir mat til að tékka stöðuna, tala um ýmis mál og bara gera eitthvað skemmtilegt! Umsjónarmaðurinn les kvöldsögu fyrir hópinn sinn og kemur í ró á kvöldin og svo taka næturverðir við.

 

 

Heiti potturinnÆðisleg sundlaugEftir skoðunarferðina var farið í matsalinn þar sem Sigurjóna og hinir dýrlingarnir (við höfum mikla matarást á þessum elskum) biðu með hressingu, brauð og melónur, sem rann hratt og vel niður. Eftir að þau höfðu komið sér vel fyrir á herbergjunum og verið kynnt allt það sem þau þurfa að vita var eiginlega bara komið að kaffitímanum ... þar var boðið upp á skúffuköku og ávexti. Ekki amalegt.

Sum börnin völdu eftir kaffi að fara í frábæru sundlaugina sem er hér á Kleppjárnsreykjum, önnur léku sér úti og eftir sund eða útileiki var líka gott að komast inn í Spilaborg, taka eina skák, kíkja í bók, spila Í SpilaborgSpilaborgeða hvaðeina.

 

Um kvöldið bauð sumarbúðastjórinn börnin hjartanlega velkomin og kynnti m.a. fyrir þeim ströngu regluna sem verður sko að fara eftir: Allir verða að skemmta sér í sumarbúðunum!

Umsjónarmennirnir kynntu námskeiðin sem í boði eru í tvo tíma á dag eftir hádegismat og völdu flestir leiklist/grímugerð og íþróttir. Næstvinsælast var að fara í kvikmyndagerð og dans. Allir sem vilja geta farið í myndlist á morgnana en það er val, ásamt gönguferð og stöðvum (stöðvar: t.d. útisvæði, sundlaug, spilaborg).

SigurjónTrampólínÍ morgun var vaknað um níuleytið og krakkarnir voru hrikalega ánægðir með morgunverðarhlaðborðið. Erfitt að velja á milli. Flestir fá sér ristað brauð með áleggi og svo jafnvel súrmjólk, Cheerios eða kornflakes líka. Sumir gleðjast mjög yfir hafragrautnum og háma í sig disk eða tvo af honum á hverjum morgni.

Mikið fjör ríkti á útisvæðinu eftir kaffi, Gummi umsjónarmaður sat úti með gítarinn og söng hástöfum með nokkrum krökkum.

 

Mikið hefur verið notað af sólvörninni síðustu tvo daga og ef einhver brennur þá notum við alltaf Galdrakremið, græna kremið frá Móu sem er m.a. notað á brunadeild LHS, rosalega græðandi og gott.

 

Í kvöld verður boðið upp á heimabakaðar pítsur. Þær eru alltaf ótrúlega vinsælar, enda ekkert smá góðar!

SpilaborgSpilaborgEftir kvöldmat verður hinn æsispennandi leikur Mörk óttans. Nokkur þriggja barna lið taka þátt og þurfa að leysa hinar skelfilegustu þrautir, m.a. drekka ógeðsdrykk og fara í gegnum „draugahús“ ... úúúú ... Meira um það á morgun.

Allir hafa það rosalega gott og skemmta sér vel.

 Kærar sumarbúðakveðjur frá Kleppjárnsreykjum úr sólinni og fjörinu.

 P.s. Myndir frá fyrsta degi eru komnar inn á síðu sumarbúðanna: www. sumarbudir.is ... eða bara hérna: http://sumarbudir.is/39BA23D6-B0E1-4EDF-8909-A775992F8553/Dagur%201.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband