Fjör og annríki og nýjar myndir!

Dagskráin í dagHúllumhæ að hefjastEnn skín sólin glatt eins og vera ber í sumarbúðum.Lítill tími er þó til að liggja í sólbaði, kannski er það líka svona meira fullorðins ...

 

 

Nýjar myndir voru að koma inn á www.sumarbudir.is og má þar finna ýmsa atburði gærdagsins undir: Tímabil 2, dagur 4.

 

 

Draumur, rauðliðarMartröð, bláliðarÍ morgun var val um góða gönguferð í sólinni, sund, útisvæði og já, svo var karaókíæfing því að senn líður að Söngvara- og hæfileikakeppninni Ævintýrabarkanum sem verður haldin í kvöld. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin en allir fá viðurkenningarskjöl. Það þarf heilmikinn kjark til að syngja og skemmta fyrir framan stóran hóp.

 

 

14 vöfflur á mann, eða hvaðVöffluveislaÍ hádeginu borðuðu börnin pastaskrúfur og nýbakaða pítsasnúða og í kvöld verður fiskur.

 

Á síðasta tímabili kveinaði einn strákurinn: „Æ, er fiskur í matinn? Hann var örugglega þrisvar í viku í skólamötuneytinu mínu og ég er sko alveg búinn að fá nóg!“ Hann fékk reyndar hrísgrjónagraut og brauð það kvöldið og var alsæll með það, enda stranglega bannað að fara svangur út úr matsalnum. Fiskurinn rann þó ljúflega niður hjá langsamlega flestum sem stöppuðu hann með kartöflum og tómatsósu sem er svo rosalega gott!

 

 

SkartgripagerðinEfni í skartgripagerðHárgreiðslukeppni verður eftir kaffi í dag og alveg einstakt hvað hægt er að gera flottar hárgreiðslur. Bæði stelpur og strákar taka þátt. Strákarnir er margir svo stutthærðir að það var bara hægt að búa til drög að hanakambi á suma þeirra, samt rosaflott. Auðveldara er að gera flottar greiðslur hjá stelpunum.

 

 

 

SápukúlusprengikeppniInga Lára bláliði, í MartröðHér í færslunni má sjá ýmsar myndir frá húllumhædeginum, skartgripagerð, fánaleiknum, sápukúlusprengikeppni og vöffluáti.

Myndirnar stækka heilmikið ef ýtt er á þær og enn meira ef ýtt er aftur. Ef bendillinn er settur yfir myndirnar kemur myndatexti. En látum þetta duga að sinni. Á morgun kemur í ljós hverjir sigruðu í Ævintýrabarkanum og fleira og fleira.

 

Sólskinskveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband