Mörk óttans, karaókí og frábær matur

Enn eitt afmælisbarniðAfmælisbarniðAlltaf sama sólin og blíðan í sumarbúðunum og er veðurspáin frábær út allt tímabil 2. Í gær átti María Rós 8 ára afmæli og við óskuðum henni að sjálfsögðu innilega til hamingju með daginn, hún fékk afmælisköku, afmælisgjöf og afmælissöng! Alltaf gaman að eiga afmæli í sumarbúðunum. María Rós er í Kópunum en yngsti hópurinn ber það nafn. Svo eru Krossfiskar, Hafmeyjar, Höfrungar og fleira og fleira.

Bætti inn mynd af sjálfu afmælisbarninu en núna um eittleytið í dag bættust við fleiri myndir inn á heimasíðuna, www.sumarbudir.is. María Rós var heldur betur ánægð með daginn. Hún fékk kertaljós á kökuna sína og svo kom Svanhildur sumarbúðastjóri með glæsilega gjöf handa henni, eins og sjá má á myndinni. Rakel, til hægri á myndinni, er nú að koma í annað sinn í sumar, hún var líka á síðasta tímabili.

Góðar vinkonurNámskeiðin fóru vel af stað; leiklist, grímugerð, íþróttaævintýri, dans og kvikmyndagerð. Fæstir völdu sér myndlist að þessu sinni en samt féll hún ekki niður, hún er í gangi á morgnana og kjósa ótrúlega mörg börn að skreppa inn á myndlistarstofu og mála svolítið. Skapandi og skemmtilegir krakkar, segir sumarbúðastjórinn.

 

Góðir vinirKaraókíæfingar, úps afsakið ... æfingar fyrir Söngvara- og hæfileikakeppni Ævintýralands, sjálfan Ævintýrabarkann, eru hafnar og verða a.m.k. 11 keppendur/atriði. Án efa má búast við mikilli snilld að vanda og góðri keppni.

 

Í matsalnumMörk óttans voru haldin eftir kvöldmat í gær og þetta var svo æsispennandi keppni að annað eins hefur varla sést. Sóley Ólöf Rún Guðmarsdóttir keppti í tveimur atriðum fyrir hönd hópsins síns og stóð sig frábærlega, sérstaklega í „draugahúsinu“ þótt henni þættu „draugarnir“ úúúúú hræðilegir. Hinar stelpurnar í vinningsliðinu heita Viktoría Lovísa Frostadóttir og Guðrún Sólveig Sigríðardóttir.

Annars stóðu allir krakkarnir sig MJÖG vel. Þetta var bara spurning um mesta hraðann í gegnum þrautirnar hræðilegu. Drekka ógeðsdrykkinn, sækja stein ofan í fötu sem var full af skrýtnu, slímugu vatni og var staðsett í draugahúsinu og sitthvað fleira.

 

HressarÞetta er stórskemmtilegur hópur, kátir og lífsglaðir krakkar sem eru búnir að kynnast vel á þessum þremur dögum. Ekki koma öll börnin með einhverjum öðrum, heldur eignast nýja vini, sem passað er upp á að gerist, og er gaman að sjá hvað myndast sterk og góð vinátta á einni viku, vinátta sem heldur jafnvel eftir að dvölinni lýkur.

 

Pollý, sem vinnur sem umsjónarmaður í sumarbúðunum, er komin á þrítugsaldurinn en hún er gamalt „sumarbúðabarn“, kom á unglingatímabil um verslunarmannahelgi þegar við vorum að Reykjum í Hrútafirði, eigum sko margar góðar minningar þaðan. Pollý kom ein og eignaðist frábærar vinkonur sem líka komu einar.

 

HressirSnilldartilþrifSvo er það maturinn ... nammmm! Í gær var pítsudagur og var aldeilis borðað mikið, enda er Sigurjóna matráðskona algjör snillingur í pítsugerð. Í kvöld fá börnin síðan kjúkling, franskar, kokkteilsósu og gular baunir. Núna í hádeginu verður kakósúpa og tvíbökur, einnig ávextir eins og börnin geta í sig látið. Morgunverðarhlaðborðið er alltaf vinsælt en þar er hægt að velja um Cheerios, hafragraut, súrmjólk, ristað brauð, álegg, kornflakes ... og fá sér jafnvel smakk af þessu öllu saman. Það þarf að borða vel á morgnana þar sem degirnir eru einstaklega annasamir. Mikil útivera og mikil hreyfing = mikill matur.

Svo eru komnar inn myndir á www.sumarbudir.is. Tímabil 2, dagar 1 og 2.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er gaman að fá að fylgjast með krökkunum sínum í gegnum svons skemmtilegar færslur.  Þarna er stubburinn miinn með Smile og hér fyrir neðan Sóley Ebba.  Það er gott að sjá að þau hafa það gott og eru ánægð.  Takk fyrir mig.  Amma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég fer núna á eftir í sumarbúðirnar (að hjálpa til á skrifstofunni) og skila kveðju til þeirra.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.6.2008 kl. 16:45

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þennan vef Bestu kveðjur til ömmustelpunnar minnar Kristrúnar Amelíu.  Ég vona að ég fái að fylgjast með henni myndrænt hér á vefnum meðan hún er hjá ykkur í ævintýralandi.

Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:48

4 identicon

Takk fyrir það Gurrí mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:36

5 identicon

Það er alveg frábært að geta fylgst með prinsunum frá Bifröst. Við sendum bestu kveðjur til þeirra allra og þá sérstaklega til Patreks sem er drengurinn okkar. Bestu kveðjur frá Bifröst.

Gurrý og Brynjar (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 18:01

6 identicon

En gaman hjá þeim:D
hlakka til að fara í sumarbúðir:D:D:D

Íris (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband