18.6.2008 | 22:09
Fyrsti dagur á tímabili 2 - óvćnt afmćlisveisla
Nú er tímabil 2 hafiđ og allt gengur ćđislega vel. Börnin fengu óvćnta veislu í kaffitímanum en Katla Marín á 7 ára afmćli í dag. Allir fengu skúffuköku en skúffukakan hennar Kötlu Marínar var skreytt međ afmćliskerti og smartís. Hún fékk líka flotta afmćlisgjöf frá sumarbúđunum. Einnig var bođiđ upp á melónubita í kaffinu sem runnu hratt og vel niđur ... í tonnatali.
Umsjónarmenn fóru um svćđiđ fyrir kaffi međ hópa sína og sýndu ţeim allt saman; íţróttahúsiđ, sundlaugina, spilaborg, borđtennisborđin, billjarđborđin og flotta útisvćđiđ fyrir framan húsiđ. Ţá var börnunum hjálpađ til viđ ađ koma sér vel fyrir. Síđan var hćgt ađ velja um ađ fara í sund, spilaborg eđa útisvćđi fram ađ kvöldmat en í matinn var kjöt og spagettí, heldur betur vinsćlt. Ţau voru orđin glorhungruđ eftir mikla hreyfingu og útiveru seinnipartinn. Enda eru ţetta skemmtilegustu sumarbúđir í öllum heiminum, ađ okkar mati, og nóg viđ ađ vera fyrir hressa krakka. Frábćr hópur, segir sumarbúđastjórinn.
Eftir kvöldmat var fundur úti í íţróttahúsi ţar sem starfsmennirnir kynntu sig og námskeiđin sem í bođi eru í tvo tíma á dag og hefjast eftir hádegi á morgun: Leiklist, íţróttir, kvikmyndagerđ, myndlist, dans/söngur, ćvintýranámskeiđ og grímugerđ. Börnin völdu sér ţađ námskeiđ sem ţeim leist best á. Á síđasta tímabili kusu um 40 börn grímugerđina en nćstvinsćlust var kvikmyndagerđin sem yfirleitt er ţó vinsćlust. Stór hópur fer líka í íţróttirnar og ţetta hefur oftast skipst nokkuđ jafnt á milli námskeiđa. Síđasta kvöldiđ sýna börnin síđan afrakstur námskeiđanna. Allir taka ţátt, allir eru međ og allir gera sitt allra besta. Allir hafa svo skemmtilegt val, eins og kertagerđ, skartgripagerđ og slíkt sem er ákaflega vinsćlt.
Svanhildur sumarbúđastjóri kynnti agakerfiđ, 1,2,3 töfrar sem fariđ er eftir í sumarbúđunum og svo stóru, miklu og frábćru regluna sem verđur ađ fara eftir ... eđa ađ ALLIR EIGA AĐ SKEMMTA SÉR KONUNGLEGA í sumarbúđunum, líklega ansi hörđ regla ... hehehe, en börnin eru hćstánćgđ međ hana og hlýđa henni vel!
Í kvöldkaffinu fá börnin ávexti og síđan lesa umsjónarmennirnir 1. hluta kvöldsögunnar og koma sínum börnum í ró. Eftir ţađ taka nćturverđir viđ og passa upp á ađ allt sé í himnalagi.
Nú er Davíđ ađ koma myndum inn á www.sumarbudir.is, restina frá lokakvöldvökunni á síđasta tímabilinu og myndir sem teknar voru í dag. Síđast tók talsverđan tíma ađ hlađa ţeim inn en vonandi gengur ţađ hrađar í kvöld.
------ ---------- ---------- --------
Ég minni á ađ foreldrar geta sent tölvupóst á sumarbudir@sumarbudir.is til ađ spyrjast fyrir um börn sín og skila kveđju. Öllum bréfum verđur svarađ samdćgurs.
Sólin hefur skiniđ skćrt í allan dag og gerir á morgun og hinn líka, samkvćmt norsku veđursíđunni www.yr.no. Hćgt er ađ setja inn Kleppjárnsreykir og birtist ţá veđurútlit nćstu daga.
Sólskinskveđjur frá sumarbúđunum!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggiđ
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.