16.6.2008 | 18:12
Fjörugur fardagur - villtur sólardans - lokakvöldvakan í gćr
Börnin vöknuđu spennt og kát í morgun og fengu sér morgunverđ. Nokkur voru hálflystarlaus af spenningi yfir ţví ađ hitta fjölskylduna aftur. Ţau voru búin ađ pakka niđur ađ mestu í gćr og lögđu svo lokahönd á ţađ í morgun međ góđri hjálp umsjónarmanna sinna. Óskilamunir voru bođnir upp ađ vanda og viđ ţriđja hamarshögg (eđa ţannig) komust ţeir í hendur réttmćtra eigenda. Fötin eru vel merkt af foreldrunum og ţví yfirleitt auđvelt ađ koma öllu til skila.
Töskurnar settar út um tíuleytiđ. Í eitt horniđ fóru töskur rútufarţeganna og í annađ farangur ţeirra barna sem voru sótt. Inni í stóra sjónvarpsherberginu sátu svo krakkarnir og horfđu á skemmtilega mynd fram ađ brottför.
Allt í einu kom hellidemba og nú voru góđ ráđ dýr. Ekki mátti rigna á allan farangurinn sem beiđ. Nokkrum starfsmönnum kom ţađ snjallrćđi í hug ađ dansa villtan sólardans, svona anti-regndans og viti menn, ţađ hćtti ađ rigna. Nćsta demba kom ekki fyrr en allur farangur var kominn inn í rútur og foreldrabílana.
Mikiđ var veifađ ţegar rútan ók úr hlađi. Yndislegur hópur farinn og von á öđrum, örugglega ekki síđri, á miđvikudaginn. Rútínan ţessa viku var ađeins öđruvísi en venjulega vegna 17. júní. Hún hófst á ţriđjudegi en hingađ til og héđan í frá verđa miđvikudagarnir alltaf dagar eitt og heimförin er á ţriđjudögum.
Lokakvöldvakan var ćđisleg! Grímugerđarhópurinn fjölmenni hafđi samiđ leikrit og sýndi ţađ viđ mikil fagnađarlćti hinna barnanna og starfsmanna. Íţróttahópurinn sýndi frábćrt atriđi og kvikmyndahópurinn frumsýndi bíómyndina Fjólubláa leynifélagiđ og yfirnáttúrulegi töfrasteinninn.
Ţetta var einstaklega vel heppnuđ kvöldvaka og dásamlegt ađ sjá hvađ börnin voru hreykin af frammistöđu sinni. Öll komu ţau fram međ eitthvađ og öll brilleruđu ţau algjörlega.
Mörg börn, ekki bara í kvikmyndagerđarhópnum, lýstu yfir löngun sinni til ađ eignast bíómyndina. Ţađ er hćgt, viđ getum fjölfaldađ hana og sent hvert á land sem er. Ţađ ţarf bara ađ senda okkur tölvupóst, sumarbudir@sumarbudir.is, eđa hringja í síma 435-1172. Hún kostar 1.500 krónur og rennur allur ágóđi af henni í ađ byggja upp kvikmyndagerđina.
Myndir frá degi 6 eru komnar inn á www.sumarbudir.is en ekki allar frá lokakvöldvökunni. Elskan hann Davíđ kemur ţeim inn á miđvikudaginn en ţá hefst tímabil 2.
000 === -O- === 000
Viđ höfum veriđ hvött til ađ setja hagnýtar upplýsingar um sumarbúđirnar, skráningu, tímabil, laus pláss og slíkt á bloggsíđuna. Hér koma ţćr og meira er líka ađ finna á heimasíđunni:
3. tímabil: 25. júní 1. júlí (8-12 ára) Nokkur pláss laus
4. tímabil: 2. júlí 8. júlí (8-12 ára) Biđlisti
5. tímabil: 9. júlí 15. júlí (8-12 ára) Nokkur pláss laus
6. tímabil: 16. júlí 22. júlí (8-12 ára) Nokkur pláss laus
7. tímabil: 23. júlí 29. júlí (10-12 ára) Biđlisti
8. tímabil: 30. júlí 5. ágúst (12-14 ára) Biđlisti
Aldursskipt er í hópa.
Hćgt er ađ hringja í síma 435 1172 kl. 13-16 virka daga eđa senda okkur tölvupóst á sumarbudir@sumarbudir.is.
Foreldrar sem eiga börn í sumarbúđunum geta hringt kl. 10.30-11.30 á morgnana en geta líka sent tölvupóst, spurt um börnin og sent ţeim kveđju. Öllum bréfum verđur svarađ samdćgurs.
Ţangađ til á miđvikudaginn ...
Kćrar sumarbúđakveđjur úr sveitasćlunni!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggiđ
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hćhć mig langađ ađ ţakka ykkur fyrir gćjan en hann kom alsćll heim og margar sögur hafa veriđ sagđar í dag og mamma ţú veist ekki hvađ ţađ var gaman og mamma má ég fara aftur nćsta sumar:):):) já ţetta hefur sko veiđ ćvin týri hjá honum og mig langar ađ ţakka ykkur ćđislega fyrir og ţiđ eruđ frábćr hann biđur ćđislega ađ heilsa ykkur
Hulda mamma Símons (IP-tala skráđ) 17.6.2008 kl. 00:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.