14.6.2008 | 22:12
Frábærir hæfileikakrakkar - úrslit í keppninni
Nú var að ljúka Söngvara- og hæfileikakeppni Ævintýralands. Guðbjörg og Telma komu öllum í stuð með Evróvisjónlaginu okkar This is my life. Þar á eftir söng Hrefna Sigfúsdóttir Baby one more time. Unnur söng þá Írafárslagið vinsæla Fingur en það hefur líklega verið tekið í hverri einustu Ævintýralandskeppni síðan það kom út, vikulegir fingur! Erla og Salomé sungu lagið Ég sjálf, annað Birgittulag en Birgitta Haukdal er sérlegur vinur sumarbúðanna, hefur mætt sem leynigestur til okkar nokkrum sinnum, þessi elska. Síðan söng Suzanna lagið Skater Boy, Þórdís Todda söng Ryksugan á fullu og Fléttufiskar, söngflokkur 9 yngismeyja, tók lagið Bahama (Fléttufiskar: Hefna, Alda Karen, Kolbrá Sól, Ásdís Sig, Harpa Lind, Fanney Björg, Hildur Björk og Guðrún María).
Á meðan stigin voru talinn réði dómnefndin ógurlega ráðum sínum, reifst og skammaðist ábyggilega af því að allir keppendur voru svo góðir. Loksins voru úrslit ráðin.
Í fyrsta sæti var Unnur Lilja Þórðardóttir, Þórdís Todda í öðru sætinu og þriðja sætið fór til Hrefnu Sigfúsdóttur.
Strákarnir voru að þessu sinni spenntari fyrir hæfileikakeppninni en að syngja og og sló Jóhannes í gegn með grínatriði a la Jón Gnarr. Alexander og Jón Orri léku misheppnaðar löggur (sem duttu í sífellu) við mikinn fögnuð viðstaddra, Karitas, Alexandra og Stefanía sýndu frumsaminn fimleikadans og Tinna Dröfn gerði ótrúlegustu hljóð. Hún kynnti atriðið sitt svona: "Ég ætla að skemmta ykkur með hæfileikum!" Og hvílíkir hæfileikar, hún gat látið heyrast skrýtið hljóð með eyrunum og svo leikið eftir fuglshljóði, mjög flott. Gunnar er liðugasti krakki sem hefur komið í Ævintýraland, hann tók sig ábyggilega úr liði þegar hann hlykkjaðist utan um sjálfan sig. Krummi sagði frábæra brandara ... Fimleikadansatriðið hlaut síðan mestu náðina fyrir augum dómnefndarinnar.
Mörgum fannst fiskurinn mjög góður í kvöld og flestir borðuðu hann með góðri lyst ... aðrir þáðu með enn betri lyst grjónagraut þannig að allir fóru saddir út úr matsalnum. Annað kvöld, lokakvöldið verður geggjuð hamborgaraveisla; hamborgarar, franskar, sósa, salat, gos og tilhlökkunarfjör! Lokakvöldvakan sem allt hefur miðast við ... Davíð er að klippa kvikmyndina, stuttmyndina sem sýnd verður annað kvöld. Þess vegna blogga ég úr annarri tölvu en vanalega og get ekki sett inn myndir strax. Tók mynd af hverjum einasta keppanda og svo hópmyndir. Myndirnar sem teknar voru í dag ættu allar að vera komnar inn í kvöld, til öryggis segi ég Á MORGUN, sunnudag. P.s. Ég hljóp aðeins á mig í síðustu bloggfærslu og sagði Ellýju ætla að sjá um Söngvara- og karaókíkeppnina ... það rétta er að þessi sem hélt utan um hana, þjálfaði krakkana og kynnti dagskrána heitir Guðmundur. Ellý hefur reyndar mjög oft komið og verið með keppnina og hún á nú reyndar heilmikið í keppni kvöldsins ... hún bjó til flotta sviðið umhverfis keppendur! Sem sést þegar myndirnar koma. Best að reka á eftir Davíð!!!
Fullt af myndum á www.sumarbudir.is
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Tónlist | Breytt 15.6.2008 kl. 19:53 | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.