13.6.2008 | 13:54
Klikkað fjör í gangi
Dagurinn byrjaði frábærlega, sól og hiti og mikið fjör hjá krökkunum. Margt skemmtilegt var í boði og svo auðvitað námskeiðin eftir hádegið.
Börnin hámuðu í sig grjónagraut, ávexti og brauð í hádeginu og húllumhæ-dagurinn er að hefjast. Þá verður margt í boði. Mesta spennu vekur fánaleikurinn, sem krakkarnir kalla yfirleitt hermannaleik, hópurinn skiptist í tvö lið sem etja kappi og mikil útrás verður fyrir hlaup og spennu. Hægt verður síðan að fá tattú, bandfléttur og svo verður tenniskeppni. Til að hafa ekta 17. júní-stemmningu verður spúkí Harry Potter-spákonutjald.
Eldhúsgengið guðdómlega hrærir nú í vöfflur og í sumarbúðunum er vissulega hægt að fá sultu á þær með rjómanum en flestir kjósa súkkulaðiglassúr fram yfir sultuna. Það er ekkert smá gott ... mmmmmm, svona svipað og bolla á bolludaginn.
Í kvöld verða grillaðar pylsur, nammm, og síðan vídeó. Tvær myndir í boði, fyrir yngri og svo fyrir þau eldri. Popp og safi með. Hægt að velja um að vera á útisvæði líka.
Það gekk bara vel að sofna í gær, allir þreyttir eftir veruna í sólinni. Já, og í gær kláruðust nær allar birgðir af sólvörn og fer Þóra til Borgarness á eftir til að kaupa meira. Hver umsjónarmaður hefur þá sólvörn í bakpokanum sínum og passar að börnin sín sólbrenni ekki.
Bestu sumarbúðakveðjur úr sveitinni í hita, sól og feiknafjöri!
P.s. Þeir sem hafa farið inn á www.sumarbudir.is og á myndir, og fá ekkert nema myndir síðan í fyrra þurfa að "rífressa" hjá sér, hellingur af myndum 2008 er þarna núna.
Gekk bara ótrúlega hægt að koma þeim inn.
Til að stækka myndirnar þarf að klikka á þær með músinni. Helst tvisvar! :)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohh ég hlakka svo til að koma!!!! get ekki beðið!milljón knús og kossar frá ungverjalandi!!
p.s endilega biðjið veðrið um að vera svona frábært í allt sumar ;)
kv. María Rut
María Rut Beck (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:01
Hæ hæ gaman að vita að allt gengur svona vel, endilega skilið kveðju til Öldu Karenar og Elmu frá mér
Kolla mamma Öldu
Mamma Öldu Karenar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:44
María, við hlökkum mikið til að fá ykkur Hrafnhildi, hressar og kátar búnar í prófum. Hollt fyrir ykkur að taka frí frá anatómíunni í nokkrar vikur og koma í Ævintýraland!
Einar
Kolla, kveðjunni verður komið til skila.
Sumarbúðirnar Ævintýraland, 13.6.2008 kl. 20:07
María, sumarbúðirnar bíða eftir þér! Það er ótrúlega gaman án þín en verður eflaust enn meira fjör þegar þú kemur ... og að sjálfsögðu rosalega gott veður og góður matur :)
Kveðja,
Inga Lára umsjónamaður Hafmeyja
Inga Lára (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.