Klikkað fjör í gangi

Flott sundlaugGaman í sólinniDagurinn byrjaði frábærlega, sól og hiti og mikið fjör hjá krökkunum. Margt skemmtilegt var í boði og svo auðvitað námskeiðin eftir hádegið.

 

Börnin hámuðu í sig grjónagraut, ávexti og brauð í hádeginu og húllumhæ-dagurinn er að hefjast. Þá verður margt í boði. Mesta spennu vekur fánaleikurinn, sem krakkarnir kalla yfirleitt hermannaleik, hópurinn skiptist í tvö lið sem etja kappi og mikil útrás verður fyrir hlaup og spennu. Hægt verður síðan að fá tattú, bandfléttur og svo verður tenniskeppni. Til að GamanGleðihafa ekta 17. júní-stemmningu verður spúkí Harry Potter-spákonutjald.

 

Eldhúsgengið guðdómlega hrærir nú í vöfflur og í sumarbúðunum er vissulega hægt að fá sultu á þær með rjómanum en flestir kjósa súkkulaðiglassúr fram yfir sultuna. Það er ekkert smá gott ... mmmmmm, svona svipað og bolla á bolludaginn.

 

Góður kjúklingurHárið þarf að vera fíntÍ kvöld verða grillaðar pylsur, nammm, og síðan vídeó. Tvær myndir í boði, fyrir yngri og svo fyrir þau eldri. Popp og safi með. Hægt að velja um að vera á útisvæði líka.

 

Það gekk bara vel að sofna í gær, allir þreyttir eftir veruna í sólinni. Já, og í gær kláruðust nær allar birgðir af sólvörn og fer Þóra til Borgarness á eftir til að kaupa meira. Hver umsjónarmaður hefur þá sólvörn í bakpokanum sínum og passar að börnin sín sólbrenni ekki.

Hver sigrar í Mörkum óttansÍ sólinniMeira blogg í kvöld.

Bestu sumarbúðakveðjur úr sveitinni í hita, sól og feiknafjöri!

 

 

P.s. Þeir sem hafa farið inn á www.sumarbudir.is og á myndir, og fá ekkert nema myndir síðan í Jamms best að hella úrSkapað af hjartans lyst (list)fyrra þurfa að "rífressa" hjá sér, hellingur af myndum 2008 er þarna núna.

Gekk bara ótrúlega hægt að koma þeim inn.

 

Til að stækka myndirnar þarf að klikka á þær með músinni. Helst tvisvar! :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh ég hlakka svo til að koma!!!! get ekki beðið!milljón knús og kossar frá ungverjalandi!!

p.s endilega biðjið veðrið um að vera svona frábært í allt sumar ;)

kv. María Rut  

María Rut Beck (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 15:01

2 identicon

Hæ hæ gaman að vita að allt gengur svona vel, endilega skilið kveðju til Öldu Karenar og Elmu  frá mér  

Kolla mamma Öldu

Mamma Öldu Karenar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Sumarbúðirnar Ævintýraland

María, við hlökkum mikið til að fá ykkur Hrafnhildi, hressar og kátar búnar í prófum. Hollt fyrir ykkur að taka frí frá anatómíunni í nokkrar vikur og koma í Ævintýraland!

Einar

Kolla, kveðjunni verður komið til skila.

Sumarbúðirnar Ævintýraland, 13.6.2008 kl. 20:07

4 identicon

María, sumarbúðirnar bíða eftir þér! Það er ótrúlega gaman án þín en verður eflaust enn meira fjör þegar þú kemur ... og að sjálfsögðu rosalega gott veður og góður matur :)

Kveðja,

Inga Lára umsjónamaður Hafmeyja

Inga Lára (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband