Náttfatadiskó, gönguferð, drukkið úti og húllumhæ-dagur á morgun

Mörk óttans að hefjastDraugahúsið hroðalegaLeikurinn Mörk óttans gekk afar vel í gærkvöldi. Þrír hópar, hver með nokkrum börnum innanborðs, þurftu að leysa hrikalegustu þrautir. Ja, alla vega eina verulega hræðilega ... komast í gegnum „draugahúsið“. Einn úr hverjum hópanna þriggja þurfti að komast í gegnum það undir hvatningahrópum sumarbúðastjórans sem jók á spennuna með því að reka á eftir ... hehehe.

Draugahússverkefnið var að fara inn í dimmt herbergi (draugahúsið) þar sem reykvélin var á, bara hljóðið í henni er draugalegt, og finna stein ofan í fötu fullri af viðbjóði (uppskriftin: mold, arfi, gras, fullt af vatni, súrmjólk, banani, smjörvi og Ógeðsdrykkur drukkinnRisapúsluppþvottalögur) sem þau vissu auðvitað ekki hvað innihélt, síðan hlaupa út um þröngar dyr og beint í fangið á umsjónarmanninum sínum.

 

Liðin voru öll frábær en þeir sem náðu að leysa allar þrautirnar á stystum tíma voru úr hópi Höfrunga, Hildur Harðardóttir, Iðunn Hlíf Stefánsdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir. Þær fá verðlaun afhent á lokakvöldvökunni!

 

 

3 hressir3 hressarMikið fjör og mikið gaman í dag, eins og tilheyrir í góðum sumarbúðum. Kakósúpan og ávextirnir runnu einstaklega vel ofan í mannskapinn í hádeginu. Þar sem veðrið var svo gott ákvað eldhúsdeildin guðdómlega að færa kaffitímann út. Krakkarnir fengu ávexti, brauð og kökusneið í dag. Gaman hvað þau eru dugleg að borða ávexti.

Í kvöld gæddu þau sér á kjúklingi og frönskum, salati og sósu. Þau borðuðu einstaklega mikið og verða hnöttótt eftir vikuna ... eða yrðu ef þau hreyfðu sig ekki svona mikið.

GönguferðKörfuboltiKrossfiskarnir skruppu í góðan göngutúr í morgun. Þeir krakkar sem ætla að taka þátt í karaókókeppninni æfðu í dag og margt var brallað að vanda. Náttfatadiskó fer nú fram og líka er hægt fá tattú eða bandfléttur. Það er sívinsælt.

 

Húllumhæ ... svona Ævintýralands-17. júní, verður á morgun og verið er að undirbúa hátíðahöldin. Um kvöldið verður síðan horft á skemmtilega mynd, popp og svaladrykkur, alveg eins og bíó. Reyndar er hægt að velja um að leika úti eða horfa á vídeó. Alltaf val í Ævintýralandi J

Sund 2005Veðurspáin er himnesk fyrir næstu tvo daga, samkvæmt norsku veðursíðunni www.yr.no (sett inn orðið Kleppjárnsreykir). Ekki er tími til að horfa á sjónvarp á svona stóru heimili, hvorki fréttir né veðurfréttir!
Hitinn á morgun verður 15-17°C eftir hádegi og glampandi sól og svipað á laugardag. Það byrjar síðan að rigna eftir hádegi á sunnudag sem kemur sér bara vel, undirbúningur fyrir lokakvöldvökuna verður á fullu þá, lokaæfingar á leikritum, forsýning á stuttmyndinni fyrir kvikmyndagerðarhópinn, íþróttahópurinn fínpússar atriðið og allt í þeim dúr.

Nú eru að hlaðast inn hundruðir mynda frá fyrstu dögunum og þær má finna undir „myndir“ á heimasíðunni, www.sumarbudir.is endilega kíkið. Myndirnar með þessarri færslu stækka ef klikkað er á þær með músinni og enn meira ef klikkað er aftur.

Með bestu sumarbúðakveðjum frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá myndirnar sem settar eru inn, greinilega mikið fjör.  amma hennar Indíönu

Sólveig H. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:38

2 identicon

Ég fór inn á myndir eins og bent er á, en það eru bara myndir frá 2005 og 2007 ????? Sólveig amma hennar Indíönu

Sólveig H. Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég tékkaði á þessu áðan og hringdi í sumarbúðirnar, myndirnar eru enn að hlaðast inn, ætli þetta verði nokkuð tilbúið fyrr en í fyrramálið. Tengingin er eitthvað hæg núna. Vona að þetta fari að gerast, ég bíð þrælspennt eftir myndum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:03

4 identicon

Æðislega gaman að geta lesið um hvað þið eruð að gera og sjá myndir. Við hérna bíðum alltaf spennt eftir næsta bloggi. Viljum senda ástarkveðjur til Daníels Jakobs og Mirjam Sifjar. Kv. Mamma, pabbi og Halldór Adam.

Harpa Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 07:36

5 identicon

hæhæ o mér líður svo vel með að geta fylgst með  ég sakna Símon mjög mikið en ég veit þegar það er svona gott veður þarna upp frá þá er alvgjör steik þanig þið eruð á spáni núna heldur betur hlakka til að sjá fleirri myndir og auðvita bið ég að heilsa Símoni:):) og Friðbjörn Valur bróðir hans biður líka að heilsa honum

hulda mamma símons (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:25

6 identicon

Hæ hæ :-) það er greinilega rokna fjör og ekki verra að hafa veðurblíðuna með í pakkanum. Hlakka til að sjá myndirnar!! Bið kærlega að heilsa Ásdísi með stóru mömmuknúsi. Líka kveðja frá pabba, stóra bróður og naggrísunum tveimur :-)

Guðrún

Guðrún, mamma Ásdísar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:33

7 identicon

Frábær síða og gaman að geta fylgst með börnunum. Greinilegt er að ekki vanta verkefnin. Æðislegt fyrir ykkur að hafa svona gott veður það gerir allt skemmtilegra. Hlakka til að sjá myndirnar.Sakna Hörpu minnar en veit hún skemmtir sér svo vel og það skiftir öllu máli. Viljið þið skila kveðju til hennar og Helgu Margrétar frá mér, Guðrúnu systur og pabba. P.s. Segðu Hörpu að ég passi froskinn hennar, hún skilur það. Kveðja, Guðný

Guðný mamma Hörpu Lindar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:39

8 identicon

Mikið svakalega er gaman að skoða allar myndirnar, auðsjáanlega mjög gaman hjá krökkunum ! Ég sendi bestu kveðjur til frænda minna Viktors og Eyfa og auðvitað líka til dóttur minnar Ágústu Hrannar.

kveðja Helena.

Helena María Jónsd. (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 91196

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband