12.5.2008 | 23:19
Dregið í getraun. Þau heppnu frá Reykjavík, Selfossi og Kópavogi!
Við vorum með lauflétta getraun í bæklingi okkar, sem fór inn á öll heimili landsins fyrir nokkrum vikum. Mikill fjöldi svara barst og þegar dregið var duttu eftirtaldir krakkar í lukkupottinn:
1) Kristinn Andri Kristinsson, 10 ára frá Reykjavík, hann fær vikudvöl í sumarbúðunum.
2) Alexandra Björg Ægisdóttir, 10 ára frá Selfossi, hún fær 50% afslátt af dvalargjaldi.
3) Ingibjörg Sæberg Hilmarsdóttir, 11 ára úr Kópavogi, sem fær 25% afslátt af dvalargjaldi.
Á myndinni sést Apríl Helgudóttir draga úr innsendum lausnum.
Nú í júní hefst tíunda starfsárið okkar og við erum staðsett að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Skráning hefur gengið afar vel og stutt er í að allt fyllist.
Nánari upplýsingar er að finna á www.sumarbudir.is.
Svo ætlum við að vera mjög dugleg að blogga í sumar og birta líka myndir frá starfseminni; af kvöldvökum, námskeiðum (leiklist, íþróttir, myndlist, grímugerð, kvikmyndagerð, dans/söngur, ævintýranámskeið), gönguferðum, kókosbollukappáti, úr matsalnum, sundlauginni og fleira og fleira.
Við hlökkum mikið til að byrja, hreinlega teljum niður dagana. Fyrsta tímabilið hefst 10. júní nk. og þá leggur ævintýrarútan af stað frá Perlunni (ath. ekki BSÍ).
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 91196
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.