5.4.2008 | 19:06
Bloggsíða Sumarbúðanna Ævintýralands
Á þessari síðu mun verða bloggað um starfsemina okkar í sumar, birtar myndir frá námskeiðum, kvöldvökum og úr daglegu starfi. Haldin eins konar dagbók og geta foreldrar og aðrir ástvinir kíkt á síðuna og fylgst með börnunum sínum. Auðvitað geta foreldrarnir líka hringt og spurt um börnin og skilað kveðju en það er ábyggilega gaman að geta kíkt á krúttin sín hér. Við höfum ekki bloggað áður, heldur haldið úti heimasíðu í nokkur ár þar sem allar upplýsingar er að finna, www.sumarbudir.is.
Skráning í sumarbúðirnar hófst 1. apríl sl. og hefur farið vægast sagt mjög vel af stað.
Við getum ekki beðið eftir að starfsemin hefjist, snemma í júní, og verður ótrúlega gaman þegar fjörið byrjar og börnin koma. Í maí hittist allt starfsfólkið á námskeiði eins og venjulega. Þar verður farið yfir allt ferlið, skyndihjálp, 123-töfrar-aðferðina og annað sem hefur tryggt farsælt starf í 10 ár og það sem mestu skiptir, glöð og hamingjusöm börn!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spil og leikir, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 91196
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin í bloggheima. Hlakka til að lesa um ævintýri sumarsins!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.4.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.