27.7.2012 | 20:54
Endalaust gaman, ísbíll og allt!
Gærdagurinn var endalaust skemmtilegur og veðrið lék við okkur.
Börnin höfðu margt fyrir stafni eftir morgunverð, það var sund, fjör í íþróttahúsinu, spilaborg, einnig var kertagerð, korta- og dagbókargerð og þeir sem ekki fóru í stund skelltu sér í sturtu. Góður morgunn.
Eldhús dásamlegheitanna bauð upp á grjónagraut og síðan ávexti.
Námskeiðin voru á dagskrá eftir hádegisfundinn og allt að gerast þar, undirbúningurinn á fullu fyrir lokakvöldið.
Kryddkaka í kaffinu og mjólk með.
Eftir kaffi fóru flestir út í íþróttahús, aðrir spiluðu og léku í spilaborg og svo fór hluti á reiðnámskeið og tók myndavélina með, eins og sést hér til vinstri, og enn betur á heimasíðunni, sjá hlekk neðst.
Svo var brjóstsykurgerð sem sló heldur betur í gegn og ísbíllinn kom ekki löngu síðar.
Keppendur í Ævintýrabarkanum skiptu um föt fyrir mat en steiktur fiskur með karrísósu, eða tómatsósu, var í kvöldmatinn.
Þá kom að því ... eða Ævintýrabarkanum. Atriðin voru frábær og uppskáru mikið lof og klapp áheyrenda. Hér eru úrslitin:
Kharl Anton var í 1. sæti með geggjað dansatriði við dubstep-lagið Louder
Signy Helga var líka í 1. sæti með jafnmörg stig :) Hún söng lagið Jar of hearts með Christinu Perri
Í 2. sæti voru líka tveir með jafnmörg stig.
Halldór Ívar söng lagið Mad world með Gary Jules
Esther Helga söng lagið Marry you með Bruno Mars
Í 3. sæti var svo Alexandra Diljá en hún söng lagið Skyscrapers með Demi Lovato
Svo var það bara kvöldkaffi og beint í háttinn
Hér eru myndir frá deginum > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T7D4.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.