Allir í skýjunum, frábær leynigestur - frábær dagur

Seinnipartinn skein sólinVeðurfréttir Ævintýralands: Kalt um morguninn en hlýnaði seinnipartinn. Sólin lét sjá sig í smástund en um sexleytið kom algjört úrhelli, mesta rigning sem við höfum upplifað á Kleppjárnsreykjum. Bara gaman. Myndin var tekin um kaffileytið þegar sólin skein.

Í gær var öðruvísi dagur, eða húllumhædagurinn. Kvöldið áður dró hver og einn miða með nafni félaga í sama hópi og varð þar með leynivinur hans. Ekki leið á löngu þar til myndir og sendingar fóru að fljúga á milli og örugglega einhver hrós hér og þar.

Börnin voru vakin korteri fyrr en venjulega þar sem þau þurftu að flýta sér í morgunmat. Um leið og þau voru búin að fleygja sér yfir hlaðborðið sem innihélt hafragraut, kornflakes, súrmjólk, ristað brauð, cheerios mætti leynigesturinn.

Hann var enginn annar en snillingurinn Jónsi, kenndur við svört föt og Evróvisjón.
Hann spjallaði heillengi við börnin, var með gítarinn og sprellaði milli þess sem hann ræddi við þau um mikilvæg mál. Hann talaði um hvernig það er að vera unglingur og hvernig heilinn er tengdur aðeins öðruvísi á unglingsárunum. Þá er áhættusæknin mun meiri og því er mikilvægt að vera búinn að hugsa um margt sem máli skiptir. Hvernig ætla ég að vera? Vil ég vera í handbolta, vil ég mennta mig, vil ég vera reykingamaður, vil ég lifa heilsusamlega, vil ég vera hamingjusamur? Við sjálf erum það mikilvægasta sem við eigum og enginn getur stjórnað lífi okkar nema við sjálf. Við þurfum að bera ábyrgð á því að segja til dæmis nei við fíkniefnum og vera tilbúinn að standa með okkur sjálfum þegar að því kemur.
Hann talaði líka um hættuna sem skapast við hraðakstur og mikilvægi þess að taka ábyrgð á því sem við gerum.
Jónsi var leynigesturinn í árJónsi kom líka dásamlega góðum skilaboðum til barnanna um það hvað skiptir máli að eiga góð tengsl við þá sem standa manni næst. Ekki að gleyma sér í töffaraskapnum og þora að segja við til dæmis foreldra sína að manni þyki vænt um þau. Börnin eru það dýrmætasta sem foreldrarnir eiga og allir voru sammála um að nöldur geti nú oft bara verið umhyggjusemi og hræðsla þeirra eldri við að eitthvað komi fyrir börnin. Hann tók gott dæmi sem hljóðaði svona: Þú ert að fara með geimskutlu til Mars og getur þegið ráð hjá annaðhvort einum hópi jafnaldra sem aldrei hefur farið til Mars eða frá hópi eldri og reyndari geimskutlufara. Hvorn velur þú?
Hann talaði um mikilvægi þess að mennta sig og læra eins mikið og maður getur! Við eigum að rækta hugann alveg eins og íþróttakappar rækta líkamann.
Hann bað unglingana vinsamlegast um að muna tvennt:
1. Læra mikið!
2. Nota tannþráð! Vitið þið hvað það kostar að fara til tannlæknis ;)

Það vill enginn þurfa að skella inn statusnum Kominn með gervitennur, allt stellið! á Facebook aðeins 23 ára.
Hann endaði á að gefa krökkunum eiginhandaráritun og þeir sem vildu fengu mynd af sér með honum. Endalaust stuð og allir í skýjunum með heimsókn Jónsa.
Eftir þessa góðu heimsókn var svo sjoppuferðin en hennar hefur líka verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Flest keyptu sér snakk, gos og nammi fyrir bíókvöldið í kvöld.

Hressir strákar í kvikmyndagerðÍ hádegismat voru núðlur/núðlusúpa og pítsa síðan í gær, ekki leiðinlegt það.

Herbergin voru svo opnuð eftir matinn þar til námskeiðin byrjuðu. Herbergin eru mjög vinsæl og sumir vilja helst bara hanga þar en eins Jónsi benti á kemur enginn í sumarbúðir til að hanga inn á herbergi. Gæti samt spilað inn í að nammið er geymt á herbergjunum ;)

Námskeiðin voru frá 14-16 en þar er heilmikil vinna í gangi og mikil leynd ríkir yfir lokasýningum. Við vitum þó að grímugerð/myndlist verður aukalega með dansatriði. Mjög töff sýning í vændum.

KókosbolluboðhlaupKókósbolluboðhlaupi var skellt á rétt fyrir kaffi og þátttaka var mjög góð. Starfsfólkið fórnaði sér og sýndi hvernig ætti að fara að þessu og börnin lærðu hratt. Í kaffinu voru vöfflur með súkkulaði á sínum stað og rjóma og sultu og já, öllu sem á að vera á vöfflum.
Eftir kaffi mætti spákonan á svæðið. Mest var þetta uppbyggileg og skemmtileg upplifun, þau komu öll út með bros á vör og sátt við spjallið.



SkartgripagerðinSkartgripagerð, tattú, bandfléttur, keila og zumba Wii sló allt í gegn ásamt andlitsmálun. Bandfléttur í hárið voru líka á sínum stað. Einhverjir skelltu sér í sund og aðrir í íþróttahúsið.
Rétt fyrir kvöldmat fóru börnin inn á herbergi til að slaka aðeins á og safna kröftum fyrir kvöldið. Pylsur með öllu og appelsínusvali sló í gegn og var mikið borðað.



DraugaleikurinnDRAUGALEIKURINN fór fram í diskóherberginu og það voru margar hetjur sem voru til í að sækja eina glóstiku og fljúga síðan út með hana á ljóshraða.

Draugarnir voru sérlega spúkí enda stórir krakkar núna :) Draugarnir (starfsmenn í búningum , frekar augljóst svo sem) hlupu svo fram og ekki vildi betur til en að tveir þeirra skullu saman á hlaupunum og salurinn sprakk úr hlátri.

Draugarnir ógurlegu voru Gummi, Árni Páll og Davíð sem hneigðu sig fyrir börnunum um leið og þeir tóku niður grímurnar.



VöfflurÞetta var ekki enn búið því í matsalnum var ekkert kvöldkaffi heldur var börnunum boðið inn í bíósal og þar sáu þau mynd úr safni Ævintýralands. Þeim var boðið upp á popp og þau tóku með sér drykki og sælgæti úr sjoppuferðinni.

Þau voru fljót að sofna, alveg uppgefin, þessi duglegu börn. Flottur hópur!

Myndir frá deginum eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T7D3.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband