25.7.2012 | 21:52
Diskó og önnur dásamlegheit
Ekki alveg besta veðrið í gær, svolítið kalt en sólin kíkti aðeins við seinnipartinn
Eftir morgunmat voru námskeiðin haldin. Það gekk ljómandi vel og við vitum að kvikmyndin er komin á skrið, búið að gera handrit og tökur eru hafnar.
Í hádegismatinn var skyr og svo kíktu börnin aðeins inn á herbergin sín, einhverjir vildu þó vera úti. Síðan var stuttur hádegisfundur og svo aftur sjálfstyrkjandi hópefli. Börnunum var skipt í tvennt og fóru í allskonar sjálfstyrkjandi leiklistarleiki.
Hóparnir skiptust sem sagt á að fara í hópeflið og íþróttahúsið eða Spilaborgin. Einhverjir vildu líka föndra í föndurstofunni en þar var hægt að mála, lita og gera dagbækur.
Í kaffinu var kryddkaka með súkkalaðikremi/glassúr og heilmikil ánægja með það.
Eftir kaffi fóru börnin í íþróttahúsið eða voru á útisvæði en þar eru trampólínin vinsælust. Einnig var æfing fyrir hæfileikakeppnina sem verður á fimmtudaginn.
Reiðnámskeiðsbörnin voru sótt klukkan 15.30 og fóru með nesti með sér. Þau verða send með myndavél á fimmtudaginn og þá um kvöldið koma myndir á heimasíðuna.
Kokkarnir í sumarbúðunum settu heimsmet í vinsældum þegar pítsur voru í boði fyrir börnin. Þau mættu uppstríluð í matinn, enda átti diskótek að hefjast strax á eftir og enginn tími til að snurfusa sig almennilega milli matar og diskós ...
Diskóið var æðislegt og enginn annar en Kharl Anton DJ sá um að snúa skífunum. Hann tók með sér geggjaðar græjur og var í bol sem blikkaði í takt við tónlistina. Limbókeppni var haldin, eins og á öllum góðum diskótekum - úrslit síðar.
Boðið var upp á bandfléttur í hár og tattú þegar börnin fóru fram og fengu sér frískt loft. Einnig varð að opna útisvæðið, svo rosalega mikið var dansa.
Kvöldhressingin var í formi ávaxta og svo var haldið í koju. Fram undan var húllumhædagurinn og von á sérlegum leynigesti. Meira um hann og húllumhædaginn í næstu færslu.
Myndir frá degi 2 eru hér > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T7D2.html
Um bloggið
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið vildi ég að þessar sumarbúðir hefðu verið starfandi þegar ég var ungur. :) Lítur út fyrir að vera ótrúlegt fjör.
Ágúst (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.