Hópefli, heitur pottur og flott hár ...

Hópur 7 kemurVeðrið tók ekkert svoooo illa á móti börnunum sem mættu í gærmorgun en það hafði alveg mátt vera betra, það var frekar kalt bara ... Rútan kom í hlað um kl. 11.30 en þá voru nokkur börn þegar komin.

Að vanda tóku umsjónarmennirnir á móti þeim en skipt er í aldursskipta hópa sem hver hefur sinn umsjónarmann. Hópurinn er eldri, eða 12-15 ára, og sérlega hress og skemmtilegur. Alltaf koma einhverjir einir en það finnast um leið vinir og vinkonur. Farangurinn var settur inn á herbergin og síðan var farið í sýningarferð um svæðið, úti sem inni, og fundað aðeins með umsjónarmanninum.

Í hádegismat var boðið upp á pasta og nýbakaðar, glóðvolgar hvítlauksbollur. Nammm!


Kynning í íþróttahúsinu hófst í kjölfarið
, starfsfólk kynnti sig og síðan námskeiðin.

Tvær úr kvikmyndagerð í handritsgerðFlest öll börnin völdu íþróttir og þar á eftir kvikmyndagerð. Listaverka/grímugerð var í þriðja sæti. Örfá börn völdu leiklist sem féll niður og varanámskeiðið hjá þeim var kvikmyndagerð eða grímugerð og allir voru sáttir.

Síðan var haldið á námskeiðin sem standa í tvo tíma á degi hverjum. Afraksturinn er svo sýndur á lokakvöldvökunni.

GrímugerðinSkúffukaka og melónur voru í boði í kaffitímanum.

Á fimmtudagskvöldið verður karaókíkeppnin, eða Hæfileika- og söngvarakeppnin Ævintýrabarkinn og nokkrir skráðu sig í keppnina og byrjuðu að æfa.

 

Fáir nenntu að vera úti vegna kulda - en veðurspáin er hagstæð næstu dagana svo það gæti breyst. Íþróttahúsið varð því fyrir valinu hjá mörgum, enda æðislegt, og svo kusu einhverjir að vera í kósíheitunum í Spilaborg; lesa, púsla, fara í borðtennis og annað dásamlegt.

Frá hárgreiðslukeppninniHárgreiðslukeppnin var líka haldin og hér eru úrslitin:
1. sæti: Hafrún Lind, greiddi Bríeti
2. sæti: Eygló, greiddi Aniku Elsý
3. sæti: Alexandra Diljá, greiddi Esther Helgu
Frumlegasta greiðslan: Gunnhildur Sædís Ósk, greiddi Signýju Helgu
Sniðugasta greiðslan: Heiða Ósk, greiddi Melkorku Ýr
Ævintýralegasta greiðslan: Sólveig Erla, greiddi Þuríði Ósk

Grjónagrautur var í boði í kvöldmatnum og einnig var borðað mikið af ávöxtum.

HópefliÁstbjörg Rut (Adda) leikkona var með hópefli og sjálfstyrkingu eftir kvöldmat. Börnunum var skipt í tvo hópa og hvor hópur um sig var í einn og hálfan tíma í senn. Þau voru sum nokkuð hikandi í fyrstu en fannst þetta svo hin allra besta skemmtun. Aðstoðarmaður hennar var Bjarki tómstundafulltrúi. Seinnihlutinn fer fram í dag og síðan hittist allur hópurinn saman í íþróttahúsinu. Þetta er gjörsamlega frábært, bæði skemmtilegt og hrikalega hollt upp á sjálfstraust og slíkt. Ekki veitir manni af á þessum aldri ... 

 

 

Fjör í heita pottinumHinn hópurinn fór í sund, heita pottinn, í Spilaborg eða var á útisvæði og svo var skipt.

Boðið var upp á brauð og safa sem kvöldhressingu og svo var farið í koju ... sum ákváðu að lesa aðeins fyrir svefinn og önnur hlustuðu á sögu, framhaldssögu. Þau voru þreytt eftr daginn en virtust mjög ánægð. 

Myndir frá deginum > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T7D1.html  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband