Konunglegar kisur og örlagaríkur froskakoss

ElíasMaría og FreyjaÍ dag var kannski ekki mikið sólskin hjá okkur en hlýtt í veðri og logn, það rigndi í nótt en ekkert í dag.

Eftir morgunverðinn góða var haldið á námskeiðin, síðustu tökur í kvikmyndagerð fóru fram og íþróttahópurinn snjalli skellti sér í sund, allir þar búnir að æfa þvílíkt mikið og börnin voru tilbúin fyrir kvöldið. Grímugerðarhópurinn æfði í íþróttahúsinu og danshópurinn æfði dans.

Í hádeginu var boðið upp á pastarétt og vel var tekið til matar síns - eins og venjulega. :)

Hádegisfundirnir voru á sínum stað og í dag var talað um hvað það skiptir miklu máli að koma vel fram við aðra og að láta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Börnin drógu miða með jákvæðum staðhæfingum og málin voru rædd fram og til baka.

Og jú, námskeiðin voru aftur eftir hádegi, enda bara nokkrir klukkutímar í lokakvöldvökuna.

 

AfmælisbarniðÍ kaffitímanum var afmæliskaka í boði fyrir börnin, ásamt mjólk, skúffukaka með súkkulaðikremi og afmælisbarnið, Ragnheiður Sunna, fékk afmælissönginn, afmælisgjöf frá sumarbúðunum og afmælisskeytta kökusneið.

Já, og svo voru að sjálfsögðu mjög svo afmælislegar melónur á boðstólum, sem runnu líka mjög vel niður.

 

 

KassabílarallíEftir kaffi var kassabílarallíið haldið. Miklar æfingar voru dagana á undan. Silverstone hvað! Þau sem lentu í fyrsta sæti, voru sem sagt langfljótust, voru Elísabet Lára, Lilja Kolbrún, Nökkvi og Silvía Hlökk

 

Þar á eftir var ruslatínsla, sem alltaf er daginn fyrir heimför. Börnin sem tóku þátt voru dugleg að tína rusl og steina og einnig sópuðu þau vel og vandlega. Að sjálfsögðu fengu þau verðlaun sem þau völdu sér sjálf úr ruslatínsluverðlaunakassanum.

 

Og það var sópað Í kvöldmat bauð eldhús dýrðarinnar upp á hamborgara með öllu, franskar og gos. Algjör sæla. Duglega fólkið í eldhúsinu flýtti sér að ganga frá öllu eftir matinn því að allir, bókstaflega allir í sumarbúðunum vilja ekki missa af lokakvöldvökunni. Börnin hefðu án efa viljað hjálpa til við fráganginn en það er ekki pláss fyrir allan þann fjölda í eldhúsinu þótt stórt sé svo þau fóru bara í skemmtilegan stórfiskaleik á meðan.

 

En loks rann stóra stundin upp - sjálf lokakvöldvakan.

 
Litli Óli í skógi var á sínum stað hjá starfsfólkinu
og börnin höfðu mjög gaman af.

Íþróttasýning á lokakvöldvökuÍþróttahópurinn var því næst með sýningu þar sem handahlaup og trampólínstökk voru í aðalhlutverki.

Grímugerðarhópurinn sýndi látbragðsleikrit um prinsessuna sem átti fullt af dyrum, kú, kanínu, kisur og eina síamstvíburakisu. Einn daginn rændi risaeðla (sem býr í dimmum skógi) kisunum og síamstvíburakisunum. Ein kisan slapp og gat sagt frá.
Hin dýrin fóru að leita og fengu hjálp frá álfi sem bjó í töfratré. Hann breytti risaeðlunni í frosk. Prinsessan kyssti froskinn sem breyttist í prins. Allir dönsuðu af gleði og lifðu svo hamingjusöm til æviloka.

GrímugerðarleikritiðDansinn var rosaflottur og heppnaðist sérlega vel.

Starfsfólkið sýndi Búkollu sem er á gelgjunni þrátt fyrir að mjólka vel. Litla skessan var líka á gelgjunni þannig að þeim líkaði bara ágætlega hvorri við aðra en stóra skessan þoldi ekki gelgjur og var að hugsa um að skila Búkollu áður en sonur karls og kerlingar kom og bjargaði henni ...

Ávextir eins og hver gat í sig látið í matsalnum og svo glaðningur á eftir, ís (frostpinni) sem vakti mikla lukku.

Stuttmyndin sýndÞá var komið að stuttmyndinni sem var alveg frábær. Hún heitir Leitin að konunglegu kisunum. Fjallaði um Prins og Caties Everten (ekki prinsessu) sem búa saman og eiga fullt af kisum. Dreki einn er mjög veikur og það eina sem getur læknað hann eru kisuhár. Draugar, djöfull og morðingi eru send af stað til að ræna kisunum sem tekst. Spiderman (sem Anthony, 4 ára starfsmannabarn, leikur) kom svo og bjargaði kisunum og allir dönsuðu af gleði þegar kisurnar voru sloppnar úr prísundinni. Skemmtileg mynd með frábærum leikurum. :)

KvöldhressinginÞegar börnin voru háttuð og komin upp í rúm fengu þau afhenta viðurkenningu frá umsjónarmanni sínum og einnig kom í ljós hver staðan var í plúsakeppninni.

Þau voru fljót að sofna og heilmikil tilhlökkun í gangi að hitta fólkið sitt næsta dag.

 

Dagskráin á heimfarardaginn verður þannig
Pakka niður eftir morgunmat og horfa síðan aftur á stuttmyndina. Þá er hægt að leika sér bæði úti og inni, bara eftir vali hvers og eins. Borða svo gómsæta kakósúpu með tvíbökum í hádeginu ... og þá er eiginlega bara komið að brottför - rútan leggur af stað kl. 13 og áætlaður komutími í Perluna er kl. 14.45.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra og ævintýraríka viku!

Hér eru myndir frá deginum > http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T4D5.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband