Heimsins bestu hestar og Ævintýrabarkinn

Veðrið var dásamlegt í gær á degi 4 og hefur í raun leikið við okkur frá byrjun. Rigning/skúrir annað slagið en það er líka gaman. Svo margt og mikið að gerast bæði úti og inni.

Eftir morgunverðarhlaðborðið fóru börnin í sund, léku sér á útisvæðinu eða fóru í kertagerð, jafnvel allt þetta, bara eftir vali hvers og eins, og einnig æfðu þátttakendur í Ævintýrabarkanum sig fyrir kvöldið.

Hressir strákar í kertagerðSundið var sérdeilis skemmtilegt að vanda og mikið var hoppað, synt og buslað.

Í kertagerðinni fengu börnin sína bláskelina hvert og eftir að búið var að hella í þær vaxi og setja kveik þurftu börnin bara að bíða í smástund eftir að vaxið storknaði og þá var hægt að skreyta. Glimmer, gular baunir (ósoðnar) og hrísgrjón (ósoðin) nýttust mjög vel til að gera ótrúlega flott kerti. Gaman var líka á útisvæðinu og margt við að vera þar, trampólínin til að hoppa í, stéttin til að kríta á, kassabílar til að lagfæra ... og svo var gott að hvíla sig aðeins frá sólinni og skreppa inn á herbergin sín.

Í hádeginu bauð gúrmei-eldhúsið upp á grjónagraut og svo voru að vanda alls kns ávextir sem börnin röðuðu í sig af mikilli gleði og góðri lyst.

Áfram héldu tökur á stuttmyndinniNámskeiðin fóru í gang eftir hádegisfundina og þessi skapandi börn héldu áfram að gera listaverkin sín, hvort sem um var að ræða myndlist, grímugerð, semja látbragðsleikrit, gera flottar íþróttaæfingar eða fínpússa kvikmyndina en tökur héldu áfram á stuttmyndinni dularfullu.

Í kaffinu var boðið upp á ævintýraköku (heimabakaða sandköku) og tekex með appelsínumarmelaði.

Leikið var úti og inni (í íþróttahúsi) og hluti barnanna fór á reiðnámskeið.

 

á reiðnámskeiðiGuðrún Fjeldsted reiðkennari er engum lík og hestarnir hennar eru mögulega bestu hestar í heimi, að mati barnanna. Fyrst lærðu þau að setja reiðtygin á hestana, síðan voru farnir nokkrir hringir á hestunum inni og síðan var farið út ... og riðið um fallegar slóðir. Nestið úr ævintýraeldhúsinu var borðað úti en eins og allir vita (sem hafa lesið Enid Blyton) bragðast matur betur utandyra.

Keppendur gerðu sig afar fína og sparilega skömmu fyrir kvöldmat því strax eftir matinn átti Ævintýrabarkinn að hefjast.

Eldhúsið bauð upp á glænýjan og góðan steiktan fisk með hrísgrjónum og karrísósu - eða tómatsósu fyrir þá sem það vildu. 

Allir þátttakendur í ÆvintýrabakanumSíðan hófst Ævintýrabarkinn - söngvara- og hæfileikakeppnin sjálf. Keppendur voru frábærir og strax ljóst að mjótt yrði á munum. Þessi börn tóku þátt:

Vinkonurnar Berghildur, Lýdía og Nína sýndu dans við lagið Euphoria.

Halldóra söng Maístjörnuna við undirleik Gumma á gítar.

Ólavía Guðrún sem var líka á tímabili 1 hjá okkur söng Rolling in the Deep en með textanum úr áramótaskaupinu 2011.

Rakel Sandra söng lagið Moves like Jagger.

Tvíburarnir Viktor Örn og Rebekka Rut ásamt stóru systur, Margréti Fríðu, sömdu texta um Sumarbúðirnar Ævintýraland við lagið We are young, og fluttu það.

Júlía Agar og Margrét Fríða sungu Price Tag

Ilido (frá Portúgal) og Örlygur sungu portúgalska lagið Nosa nosa.

Á meðan dómnefnd reytti hár sitt, eins og tilheyrir bara þegar jöfn og skemmtileg keppni fer fram, sýndi Andri Snær skemmtiatrið, hann var með spilagaldur og svona líka skemmtilegan.

Eftir að búið var að leggja saman atkvæðin kom í ljós að eftirtaldir keppendur voru í efstu þremur sætunum:

Ólavía Guðrún Ævintýrabarkinn1. sæti: Ólavía Guðrún

2. sæti: Halldóra

3. sæti: Júlía Agar og Margrét Fríða

Veitt voru verðlaun fyrir efstu sætin en öll fengu börnin viðurkenningarskjöl. Þetta var einstaklega flott og skemmtilegt kvöld.

 

 

Eftir kvöldkaffið var háttað, burstað og skriðið undir sæng og svo lásu umsjónarmennirnir framhaldssöguna, næstsíðasta lestur ... enda næsti dagur síðasti heili dagurinn og lokakvöldvakan um kvöldið. Meira um það í næstu færslu. :)

Hér er slóðin á myndir dags 4: http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T2D4.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband