Mögnuð lokakvöldvaka

Skemmtilegur morgunnEnn og aftur var frábært veður í morgun. Börnin drifu sig í morgunmat og síðan voru námskeiðin. Kvikmyndagerðarhópurinn lauk við tökur á spennumyndinni, það var sprellað svolítið í íþróttahúsinu, danshópurinn æfði dansinn og grímugerðarhópurinn látbragðsleikritið. Mikið fjör og mikið gaman.

 

Kassabílarnir prófaðirFínasti pastaréttur var á boðstólum í hádeginu og síðan tóku hádegisfundirnir við hjá hópunum. Umræðuefnið á þeim var hvað það skiptir miklu máli að koma vel fram við aðra og láta ekki hafa of mikil áhrif á sig. Börnin drógu miða með jákvæðum staðhæfingum og það vakti mikla lukku. Umræður voru uppbyggilegar og alveg rosalega skemmtilegar.

 -------------        ---------------          ---------------

 

Flott ruslatínsluverðlauninÞótt námskeiðin hafi verið í morgun voru þau haldin aftur eftir hádegið - jú, lokakvöldvakan í kvöld og mikið þurfti að æfa til að allt gengu eins og áætlað var. Svo var bara komið að kaffitímanum og þar bauð kokkasumarbúðalandsliðið upp á dásamlega skúffuköku og einnig stórgott tekex með heimalöguðu marmelaði og mjólk var drukkin með.

Síðan hófst vikulegur liður sem kallast ruslatínsla. Sjálfboðaliðar úr hópi barnanna gengu um svæðið og tíndu allt það rusl sem þau sáu og sópuðu svo allar stéttar af mikilli vandvirkni. Á eftir völdu þau sér verðlaun úr sérstökum verðlaunakassa. Aðrir léku sér úti í góða veðrinu eða fóru út í íþróttahús.

 

 Sigurvegarar í kassabílarallíinuOg svo var komið að kassabílarallíinu. Þátttakendur voru margir og liðin alls 6 talsins. Í fyrsta sæti urðu Rakel Sandra og tvíburasysturnar Birna og Nadía. Þegar verðlaunaafhendingin fór fram var veitt óvænt viðurkenning og verðlaun tveimur systrum sem hafa verið einstaklega góðar hvor við aðra og áttu þetta meira en skilið.

 

 

 

HátíðarkvöldverðurinnLokakvöldvakan færðist sífellt nær en fyrst var það hátíðarkvöldverðurinn, síðasti kvöldmaturinn í Ævintýralandi. Eldhúsið töfraði fram gómsæta hamborgara með öllu, franskar og gos og það ríkti mikil hátíð í höllinni. Sannarlega góð byrjun á mögnuðu kvöldi. 

 

Og loks rann stóra stundin upp - lokakvöldvakan!!! Nú skyldi afrakstur námskeiðanna sýndur! Og hvílíkur afrakstur.

 

 

Látbragðsleikritið skemmtilegaGrímugerðar- og myndlistarhópurinn sýndi látbragðsleikrit um blóm, Jón spæjó, Spiderman og aðstoðina hans, fjólubláa karlinn úr Star Wars og uppvakning. Það var barist og bjargað til skiptis og svo enduðu allir sem vinir og dönsuðu saman. Afskaplega flott látbragðsleikrit eftir börnin sem unnu mjög vel úr hugmyndum sínum. Sjá mynd hér til hægri. >

 

 

 

DanssýninginKvikmyndagerðarhópurinn sýndi mjög flottan dans sem vakti mikla lukku.

Sjá mynd hér til vinstri.

 

 

            -------------- ooOoo------------

 

 

Rauðhetta starfsmannaleikritSíðan kom að leikriti starfsfólksins ... sem dró sér miða úr hatti sem innihélt hlutverkið í leikriti sem það vissi ekki hvert var, allir þurftu að leika af fingrum fram og það var svo fyndið. Leikritið var Rauðhetta! Hún átti ömmu sem var á gelgjunni eins og Rauðhetta, tveir veiðimenn komu við sögu og þeir rifust í sífellu. Úlfurinn var rosalega vondur. Hluti starfsfólk lenti í að leika skæri, grjót, nál og tvinna og það vakti mikla lukku.

 

Gera þurfti stutt hlé á dagskránni til að fá sér ávexti og síðan var glaðningur á eftir, frostpinni sem féll heldur betur í kramið hjá börnunum.

 

Í bíóSíðasta atriði kvöldsins var bíómyndin, stuttmyndin sjálf. Hún heitir Afi og amma segja sögu. Í stuttu máli fjallaði hún um fjölda barna sem sátu á gólfinu fyrir framan ömmu og afa og báðu þau um að segja sér sögu ... um mótorhjólagengi, ninjur, löggur, kúreka, prinsessur, einhyrninga og kokk. Afi og amma urðu við þessu og það var ýmislegt sem gerðist ... bankarán, bardagi og handtaka í eldhúsinu þar sem kokkurinn (brúða) stóð við pottana og var að elda. Algjörlega frábær mynd sem allir skemmtu sér konunglega yfir.

Bíómyndin var spennandiÞegar börnin voru komin upp í rúm fengu þau viðurkenningu frá umsjónarmanni sínum og einnig kom í ljós hver sigraði í plúsakeppninni.

Börnin voru fljót að sofna en áður höfðu þau mörg á orði hvað vikan hefði liðið hratt og ótrúlegt að þau færu heim á morgun! Það var samt gaman og mikil tilhlökkun í gangi.

Á morgun hefst dagurinn eins og venjulega á morgunverðarhlaðborðinu stórkostlega. Síðan verður farið í að pakka niður með góðri hjálp umsjónarmannanna. Börnin fá að horfa á bíómyndina aftur og síðan verður farið út í íþróttahús í leiki. Í hádegismat verður kakósúpa og auðvitað tvíbökur með. Síðan er það bara rútan sem leggur af stað kl. 13.00 frá Kleppjárnsreykjum og áætlaður komutími í Perluna í Reykjavík er kl. 14.45.

Við þökkum þessum frábæra hópi innilega fyrir skemmtilega viku!

Hlekkur á myndir frá deginum er hér

http://sumarbudir.is/sumarbudir/2012_T1D5.html#grid


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband