Ævintýrabarkar kvöldsins

GamanEnn einn frábæri sólardagurinn, veðrið hefur verið yndislegt í dag.

Þegar börnin vöknuðu drifu þau sig (klædd og með burstaðar tennur og greitt hár) í matsalinn þar sem morgunverðarhlaðborðið beið eftir þeim. Hafragrautur, súrmjólk, seríos, kornflögur, ristað brauð með osti og heimalöguðu marmelaði ... svo fátt eitt sé talið. Gott að geta valið sér það sem manni finnst best.

SundÞá var bara haldið út í sumarbúðalífið ljúfa og sitt af hverju var í boði að vanda. Einhverjir völdu að fara í sund, aðrir fóru á kertagerðarnámskeið og útisvæðið skemmtilega var opið líka. Þau börn sem skráðu sig í karókíkeppnina æfðu, enda var keppnin nú í kvöld.

Við höfum dáðst mikið að henni Nadíu sem varð fyrir því óhappi að handleggsbrotna skömmu áður en hún kom í sumarbúðirnar en hún lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir það. Í gærkvöldi, rétt áður en hún fór að sofa, var gifsið klippt af henni samkvæmt beiðni foreldra og afans sem er læknir. Mikið fannst Nadíu gott að losna við það, hún fór í sund í morgun en ætlar samt að fara varlega næstu dagana. Flest börnin fóru í sund með henni en karókíbörnin kusu þó að æfa og æfa og æfa ...

Kertagerð að  hefjastKertagerðin var stórskemmtileg en hún fer þannig fram að börnin velja sér bláskel sem umsjónarmaður hellir vaxi varlega í og auðvitað er kveikur settur í miðjuna. Eftir að vaxið hefur storknað er það skreytt eftir því sem ímyndunaraflið býður. Mjög flott kertin í morgun. Útisvæðið var vinsælt líka og mörg kusu að fara í smástund inn á herbergin fyrir matinn.

Á reiðnámskeiðiGrjónagrauturinn var borðaður af mikilli lyst og einnig ávextirnir sem voru í eftirrétt. 

Námskeiðin voru síðan haldin eftir hádegisfundinn og í kaffinu var boðið upp á ævintýraköku (sandköku) og vöffluafganga með súkkulaði, einnig brauð með kæfu og mjólk með. Allt borðað upp til agna.

Er þetta dansspennumyndÍþróttahúsið varð fyrir valinu hjá flestum eftir kaffi en nokkur börn úr kvikmyndagerð æfðu dans sem verður í myndinni. Hvernig mynd verður þetta eiginlega? Dans- og söngvamynd með spennuívafi? Eða spennumynd um dansskóla? Svo voru einhverjir í Spilaborg þar sem Ellen kenndi þeim skemmtilegt spil. Nokkrir fóru að herða skrúfur og undirbúa kassabílana fyrir rallíið á morgun. 

Rétt fyrir kvöldmat skiptu börnin um föt ... aðallega keppendur kvöldsins. Kvöldmaturinn var einstaklega gómsætur! Glænýr fiskur, steiktur, með hrísgrjónum og karrísósu, tómatsósu fyrir þá voguðu ...

Gaman á ÆvintýrabarkanumSvo var haldið út í íþróttahús þar sem Söngvara- og hæfileikakeppnin Ævintýrabarkinn 2012-01 fór fram ...
Systurnar Adela og Birgitta sungu lagið Blár ópal, systurnar Askja Ísabel og Ynja Mörk dönsuðu við lagið Turn me on. Eva Huld og Ólavía Guðrún sungu Moves like Jagger. Ólavía Guðrún söng lagið Bíóstjarnan mín. Og svo var hópatriði með Karen Örnu, Hrafntinnu Máneyju, Öldu Ósk og Sigríði Berglind, ásamt fyrrtöldum listakonum.

Sigurvegarar kvöldsinsEkki var auðvelt fyrir dómnefnd að gera upp á milli, svo flott var þetta allt saman, en þegar búið var að telja stigin kom í ljós að Eva Huld og Ólavía Guðrún urðu í efsta sæti með lagið Moves like Jagger. Í öðru sæti voru dansararnir Askja og Ynja og í því þriðja Adela og Birgitta sem sungu Blár ópal, jöfn að stigum við þær var Ólavía Guðrún sem söng Bíóstjarnan mín. Allir fengu viðurkenningarskjöl og efstu sætin smáverðlaun.

Þetta var sérlega flott kvöld - og atriðin hvert öðru betra. Góður endir á góðum degi. Svo var það bara kvöldkaffið, kvöldsagan og draumalandið.

Myndir frá deginum eru á heimasíðunni, www.sumarbudir.is, myndir - dagur 4.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband