Brjóstsykur, kerti og spennandi draugaleikur

BrjóstsykursgerðDagur 2 var hreint út sagt frábær - námskeiðin hófust, og ótal margt skemmtilegt var við að vera, m.a. fór fyrsta karaókíæfingin fram, búinn var til brjóstsykur, kerti skreytt, draugar sigraðir og margt fleira.

 

 

BrjóstsykursgerðEftir að hafa sofnað eldsnemma frekar seint vaknaði hópurinn hress í bragði og dreif sig inn í matsal þar sem morgunverðarhlaðborð beið. Hafragrautur, cheerios, súrmjólk, kornfleks, ristað brauð með osti og marmelaði ... sem sagt, algjör dýrð. Hægt að smakka á öllu eða fá sér bara uppáhaldið sitt.

Margir héldu út í íþróttahús eftir morgunmatinn, einhverjir fóru í sund og svo var aukanámskeið í ... já, haldið ykkur ... brjóstsykursgerð!!! Færri komust að en vildu svo framhald verður á næstu morgna svo allir geti fengið að læra þessa göfugu og ævafornu sælgætisgerð sem allir ættu að kunna ...

Fyrsta karaókíæfingin var haldin - en það er raunar bara starfsheiti á upphafi "þrotlausra" æfinga fyrir Ævintýrabarkann, söngvara- og hæfileikakeppni Ævintýralands sem haldin er næstsíðasta kvöldið. Það borgar sig að byrja strax að æfa.

ÍþróttanámskeiðÍ hádeginu var núðlusúpa og smurt brauð með eggjum og kæfu. Eftir matinn var farið inn á herbergi til að punta sig aðeins og njóta þess að vera til. Stóru krakkarnir njóta þess mjög að hanga inni á herbergjum inn á milli, enda gaman að spjalla og hafa það kósí. Það gefst reyndar ekki mikill tími til þess, það er svo mikið um að vera frá morgni til kvölds.

Hádegisfundir með umsjónarmönnunum voru síðan haldnir kl. 14. Þetta eru dúndurgóðir fundir, mikið spjallað, já, og hlegið. Hópurinn þjappast betur og fyrr saman og gott fyrir umsjónarmanninn að taka stöðuna á "krökkunum sínum".

KertagerðSíðan var haldið á námskeiðin og voru allir mjög virkir og hugmyndaríkir. Íþróttahópurinn skemmti sér konunglega í íþróttahúsinu og svo stefnir víst allt í hörkuspennandi mynd hjá kvikmyndagerðinni. Sumarbúðastjórinn fékk að lesa handritið ... og skalf víst úr hræðslu!

Reiðnámskeiðsbörnin voru sótt skömmu fyrir kaffi og tóku með sér nesti og nýja skó, eins og vera ber. Það koma fljótlega myndir af þeim á hestbaki hingað á bloggið.

Í kaffinu bauð elskhúsið (elsku eldhúsið) upp á sandköku og ávexti. Nammi, namm.

Eftir kaffi fóru börnin í íþróttahúsið ... eða Spilaborg ... eða á útisvæði ... eða í kertagerð.  Kertagerðin er alltaf vinsæl og voru skreytt mörg stórglæsileg kerti. Bláskel, vax, kveikur og efni til að skreyta með. Það er hægt að gera mikil flottheit með þessum hráefnum.

Kvöldmaturinn var ekki af verri endanum ... hakk og spagettí!

Hetja í draugaleikÞessir bráðhressu krakkar lögðust ekki á meltuna eftir matinn, heldur héldu beinustu leið út í íþróttahús þar sem æsispennandi brennókeppni fór fram. Hópur 2, fjólublái strákahópurinn hans Davíðs bar sigur úr býtum.

Þá var komið að leik sem krefst hugrekkis, þrautseigju, óttaleysis ... sem sagt, já, það var komið að draugaleiknum sem hefur þróast hjá okkur í gegnum aldirnar upp úr leiknum Mörk óttans. Enginn ógeðsdrykkur framar, nú er það bara hrikaleg spenna, hetjulund og ... hlátur. Þetta er nánast leikrit þar sem Davíð umsjónarmaður lék aðaldrauginn og honum til aðstoðar voru Unnar, Auður og Dagbjört.

Nokkrir úr hverjum hóp þurfa að leysa þrautir og hafa hraðann á þar sem fljótasti hópurinn að komast í gegnum göng, sækja stein sem er varinn af draugum, og fleira, sigrar ... já, þetta er frábær leikur og krakkarnir skemmtu sér konunglega, bæði áhorfendur og þátttakendur. Aðaldraugurinn endaði á því að elta Ingu Láru umsjónarmann um allt og stökk síðan upp á borð í matsalnum. Svo endaði leikurinn, eða leikritið, á því að draugarnir tóku niður grímurnar (ein gríman var nú geimverugríma) og hneigðu sig. Það var mikið klappað. 

Flott kerti í kertagerðinniEftir draugaleikinn og fyrir kvöldkaffi fór Inga Lára með hópinn sinn í leik sem hefur það að markmiði að vera forvörn gegn hættum á Netinu. Meira um það síðar. Á sunnudaginn fá hinir hóparnir líka að fara í svona leik.

Gómsætir ávextir voru snæddir í kvöldkaffinu og síðan var farið að spjalla inni á herbergjum, svona undir svefninn, smám saman komst ró yfir og brátt heyrðust hroturnar alla leið yfir í Reykholt ...

Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan og ævintýri dags 2 koma í ljós:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t8d2_2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 91091

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband