Svalur fyrsti dagur

Í SpilaborgNú er unglingatímabilið hafið hjá okkur og eru langflest börnin á aldrinum 12-15 ára.

Hress hópur mætti á svæðið upp úr hádegi. Krakkarnir byrjuðu á því að koma dótinu sínu fyrir í herbergjunum, skoðuðu síðan svæðið í hópum, hver með sínum umsjónarmanni. 

SpilaborgÞá var haldið í matsalinn þar sem boðið var upp á köku og melónur. 

 

Síðan var kynning á starfsfólki og námskeiðum í íþróttahúsinu. Krakkarnir völdu sér það námskeið sem þeir vildu vera á þetta tímabilið og þar sem þetta eru svona stórir krakkar kaus enginn t.d. grímugerð sem er vinsæl hjá þeim yngri. Það skiptist nánast jafnt: kvikmyndagerð og íþróttir. :)

 

GönguhópurDagskráin á unglingatímabilinu er lengri en hinar vikurnar. Til dæmis er kvöldkaffið ekki fyrr en kl. 22.30 og svo lesa þau og spjalla frameftir á herbergjunum undir svefninn. 

 

Eftir kaffið var útisvæðið opið, Spilaborg og íþróttahúsið og sumir vildu vera inni á herbergjum.

 

Gaman að vaðaÞað var frekar kalt úti en börnin sem vildu vera úti klæddu sig bara vel. Íþróttahúsið var mjög vinsælt, enda mjög skemmtilegt og fullt af góðri afþreyingu þar. Spilaborg er frábær, þar er fullt af bókum og blöðum, spilum, borðtennis, fótboltaspili og fleira. 

Nokkrir skelltu sér í gönguferð og einhverjir lögðu meira að segja í það að vaða út í læk í kuldanum ... sannar hetjur!

Eldhúsið góða bauð upp á grjónagraut í kvöldmat og smakkaðist hann afbragðsvel. 

Strákar í sundiEftir kvöldmat var sundlaugin opin, eins og ævinlega fyrsta kvöldið. Hún er dásamleg sundlaugin hérna á Kleppjárnsreykjum og krakkarnir nutu þess vel að svamla í henni og slaka á í heita pottinum á milli.

Í kvöldkaffinu var boðið upp á ávexti.

Þetta var góður dagur og ekki verður sá næsti síðri ... en þá fer allt meira í gang, námskeiðin hefjast og þá verður nú aldeilis gaman.

Myndir frá degi 1 eru hérna:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t8d1_2011.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband