Þyrnirósi og fleiri ævintýri

Brynjar afmælisbarnSíðasti heili dagurinn rann upp í allri sinni dýrð og eins og venjulega var byrjað á að borða morgunverð.

 

Námskeiðin voru haldin fyrir hádegi og leyndin yfir þeim var síst minni en áður, spenningur ríkti að sjálfsögð, enda nokkrar frumsýningar fyrirhugaðar eftir nokkra klukkutíma. 

 

Slegist við sápukúlurÍ hádeginu fengu börnin skyr og smurt brauð og svo var farið í að pakka niður farangrinum. Því mesta alla vega. Ekki var hægt að pakka niður fínu fötunum sem átti að vera í um kvöldið, og ekki listaverkunum sem átti að sýna á sýningunni fram undan.

Íþróttahópurinn dreif sig í sund og fór í sundkýló. Á meðan setti myndlistarhópurinn upp sýninguna sína, lokaæfing leiklistarhópsins fór fram í íþróttahúsinu og kvikmyndagerðarhópurinn horfði á stuttmyndir sem hóparnir á fyrri tímabilum sumarsins höfðu gert. Já, það var nóg við að vera í hverju horni. Eldhúsið undirbjó afmælisveislu og veislukvöldverð, allt starfsfólkið skalf á beinunum yfir leikritinu sem það átti að leika óundirbúið um kvöldið en hlakkaði til að sjá atriði krakkanna ... Fuglarnir sungu og allt var í góðu lagi.

Brynjar átti afmæli og í kaffitímanum fékk hann skreytta köku með logandi afmæliskerti, einnig gjöf og kort, ásamt því að hópurinn söng afmælissönginn fyrir hann. Alltaf gaman að eiga afmæli í sumarbúðunum. Að sjálfsögðu fengu allir viðstaddir afmælisköku líka. Og tekex með heimalöguðu marmelaði. Og ávexti.

MyndlistarsýninginEftir kaffi fór fram sápukúlusprengikeppni á útisvæðinu og sérlegur dómari frá NASA (já, það þurfti háþróað gervitungl til að geta fylgst almennilega með) taldi sápukúlurnar sem sprengdar voru. Í íþróttahúsinu fór fram skotbolti og bæði sipp- og húllakeppni. Hoppað var og skoppað á trampólínunum á útisvæðinu og sumir dunduðu sér í Spilaborg, lásu, púsluðu, spiluðu eða fóru í borðtennis eða fótboltaspil. 

Húmoristar í myndlistinniBörnin mættu prúðbúin í kvöldverðinn og þar mætti þeim aldeilis veisla. Hamborgarar, franskar, sósa og gos. Þvílík sæla. Þvílíkt unaðseldhús. 

 

Stóra kvöldið hófst á myndlistarsýningu! Þemað var verðlaust efni sem hægt er að búa til listaverk úr og það heppnaðist svona líka vel hjá börnunum. Sýningin vakti mikla lukku, og ekki síður það sem stóð á auglýsingaskilti sýningarinnar: Bannað að segja oj. Miklir húmoristar þarna á ferð. Myndin hér að ofan sýnir bara lítinn hluta af flottu hlutunum sem börnin bjuggu til.

 

Leikritið Hvar er ÓmarLeiklistarhópurinn sýndi spennuleikritið Hvar er Ómar? sem fjallaði um dreng í sumarbúðum. Hann týndist og eftir mikla leit og með aðstoð lögreglu fannst hann loks. Þá var skuggalegt par í þann veginn að stinga af með hann í innkaupakerru. Ómar svaf þetta nú af sér og vaknaði ekki fyrr en lögreglan ýtti við honum. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Ómar kom aftur í sumarbúðirnar og börnin þar afar glöð að hitta hann. 

 

Íþróttahópurinn var ótrúlegurÍþróttahópurinn sýndi mikla körfuboltasnilldartakta ásamt alls konar fimleikastökkum og hoppi með undirspili. Þetta var mjög flott hjá þeim.

 

Starfsfólkið sýndi Mjallhvíti og tröllin átta. Það vakti heilmikla lukku og börnin skemmtu sér vel yfir vitleysunni ... en það er enginn leikur að fá ekki að vita fyrr en á allra síðustu stundu hvaða leikrit á að leika og hvaða hlutverk maður fær!

 

Ánægðir áhorfendurSíðan var skundað í matsalinn þar sem ávextir voru bornir á borð. Þá var farið inn á herbergi til að hátta sig og fara í náttfötin, já, náttfötin. Svo mættu þau á bíósýninguna, frumsýninguna á Þyrnirósa (já, -rósa) en til að fá miða áttu þau að dansa smávegis eða segja eitthvað fyndið. Með miðann í höndum var þeim hleypt inn og þar biðu þrjár hressar kjéddlíngar sem gáfu hverju og einu barni íspinna ... sem vakti heldur betur lukku.

 

StarfsmannaleikritiðMyndin var æðisleg. Hún fjallaði um fjölskyldu Þyrnirósa sem stóð í flutningum. Á leiðinni á nýja heimilið hittu þau lítinn ruglaðan risa sem varaði Þyrnirósa við ofbirtu, sagði að hann gæti þá þurft að sofa í heila öld. Fjölskyldan flutti inn, og svo fór Þyrnirósi að leita að eldhúsinu þar sem allir biðu eftir honum. Það gekk nú ekki vel. Í fyrsta herberginu sem hann opnaði voru uppvakningar. Í því næsta var Palli sem hélt að hann væri einn í heiminum. Þriðja herbergið innihélt geimveru sem vildi komast heim. Í því fjórða var risasjónvarp og þegar hann kveikti á því steinsofnaði hann og öll hans fjölskylda. Tveimur árum síðar var riddari nokkur á röltinu og hitti litla ruglaða risann sem sagði honum frá Þyrnirósa. Þeir söfnuðu liði ... og björguðu deginum.

Þetta var alveg mögnuð lokakvöldvaka hjá frábærum krökkum sem kvöddu okkur síðan undir hádegi í dag eftir sannarlega ævintýralega viku. Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtilega daga og vonum að þeir hafi skemmt sér jafnvel og við.

Myndir frá lokadeginum og -kvöldvökunni eru hérnahttp://sumarbudir.is/sumarbudir/t7d6_2011.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir strákinn.. hann kom alveg rosalega ángæður heim eftir vikuna og ætlar alveg pottþétt að koma næsta ár aftur þá 4 árið í röð :))

Hilda (mamma hans Þorvaldar (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband