Húllumhæ; kókosbolluboðhlaup, fánaleikur og fleira

TarsanleikurÍ dag var húllumhædagurinn mikli, en það er nokkurs konar 17-júní-hátíðisdagur og þá er alveg sérlega mikið fjör í gangi. 

 

Klappað á táknmáliEftir morgunverð var smábreyting á dagskrá - eða námskeiðin voru fyrir hádegi til að húllumhæið gæti verið samhangandi fram á kvöld. Námskeiðin gengu glimrandi vel.
 
Íþróttahópurinn fór í Tarsanleik sem er hraður, erfiður og alveg rosalega skemmtilegur.
 
 
Fram fóru smánjósnir (til að geta blaðrað frá á blogginu) á námskeiðunum sem eru svo leyndardómsfull, allt á að koma í ljós á lokakvöldvökunni, við skiljum það svo sem, en okkur tókst að fá upplýsingar, reyndar bara pínulitlar upplýsingar um stuttmyndina sem er verið að búa til en börnin eru þegar farin að velja sér búninga og undirbúa tökur.
En sumsé tvennt leyndó: pínulítill risi og Palli (sem var einn í heiminum). Þetta er afar forvitnilegt og myndin ætti að verða öðruvísi, eins og hópurinn lofaði í upphafi.
 
FánaleikurinnGrjónagrautur var snæddur í hádeginu, kanilsykur með og melónur á eftir. Börnin lærðu að klappa á táknmáli og fannst það heldur betur frábært eins og sést á mynd hér.
 
FánaleikurinnSíðan var hádegisfundurinn haldinn að vanda, hver umsjónarmaður með hópnum sínum, og mikið spjallað að vanda og farið í leiki.
 
 
Svo var farið í fánaleikinn sem er fastur liður á húllumhædeginum. Tvö lið, Martröð og Draumur, kepptu um klemmur og var spennan mikil frá upphafi til enda. Börnin fengu smá andlitsmálningu á kinnarnar til að merkja liðin, rautt fyrir Draum og blátt fyrir Martröð, ekki er gott að reyna að hafa klemmurnar af samherjanum ... Mikið hlaupið og mikið gaman. Martröð sigraði að þessu sinni.
 
 
Áfram, áframStrax á eftir hófst kókosbolluboðhlaupið þar sem keppt var á milli hópa ... stór hluti ánægjunnar var náttúrlega að fá kókosbollu en þátttakan var mjög góð og þetta var spennandi boðhlaup og hóparnir hvattir óspart.
 
KókosbolluboðhlaupStarfsfólkið (langaði líka í kókosbollu) byrjaði til að sýna hvernig þetta ætti að fara fram, konur gegn körlum, og síðarnefndi hópurinn sigraði með miklum mun. „Þeir bókstaflega önduðu að sér kókosbollunum,“ sagði ein starfskonan mæðulega.
 
 
Dýrðin var nú bara rétt að byrja. Kókosbollan var aðeins forréttur að kaffitímanum þar sem Sigurjóna og fólkið hennar hafði á meðan bakað vöfflur, búið til súkkulaðiglassúr og þeytt rjóma.
 
 
Súkkulaðivöfflur mmmmmJá, það voru heitar súkkulaðivöfflur í kaffinu - og mjólk með. Frekar mikið frábært, fannst krökkunum. Auðvitað var hægt að fá sultu líka á vöffluna sína en við höfum ekki fengið fregnir af því hvort Eldhús snilldarinnar hafi farið í berjamó, tínt ber og soðið í sultu til að hafa með vöfflunum. Við trúum þeim þó til alls ...
 
Margt var í boði eftir kaffi, eins og skartgripagerð, tenniskeppni (Wii), bandfléttur í hár, tattú, útisvæðið í frábæra veðrinu sem ríkti og svo mætti heil spákona á svæðið, já, haldið ykkur! Hún heitir Jósefína Potter og er frá Borgarnesi. Klædd í undarlegan búning og var svolítið undarleg, eiginlega frekar fyndin. Hún var jákvæð og uppbyggjandi og svaraði einni spurningu frá hverju barni sem fór til hennar. Spennan var þó öllu meiri að fá að vita hver þetta væri ... en börnin töldu að þarna hlyti að vera um starfsmann að ræða, dulbúinn starfsmann sem breytti röddinni. Böndin bárust að Siggu umsjónarmanni sem sást hvergi á svæðinu ... en hún var reyndar mjög uuu ... upptekin við eitthvað annað. „Einmitt, virkilega,“ sögðu börnin sem höfðu samt voða gaman af þessu öllu saman.
 
Ruslatínsla og sópunEldhús snilldarinnar hafði baki brotnu (eða þannig) hamast við að grilla pylsur og taka til allt tilheyrandi, eins og tómatsósu, lauk, sinnep ... hita pylsubrauð og hvaðeina, og þegar börnin komu uppgefin, ja, alla vega svöng, í matsalinn voru þau voða ánægð  með pylsurnar og borðuðu þær með bestu lyst.
 
 
Verðlaun fyrir ruslatínsluEftir kvöldmat fór hluti barnanna út til að taka til, tína rusl, sópa stéttina.
Ef einhver hélt að börnin hefðu komið í Ævintýraland til að leika sér og skapa ... úps, smágrín ... en heilmargir hörkuduglegir sjálfboðaliðar buðu sig fram til að gera allt snyrtilegt og fínt í kringum sumarbúðirnar, fengu poka til að tína ruslið í og kústa til að sópa stéttirnar með.
Og svo máttu þau að sjálfsögðu velja sér þakklætisvott úr ruslatínslu-verðlaunapokanum. Mikið varð allt fínt eftir yfirferð þeirra.
 
BíókvöldSíðan hófst bíókvöld - og var að sjálfsögðu boðið upp á popp í hléinu. Popp og Svala.
 
 
Eftir bíó var kominn háttatími og allir virtust sáttir eftir góðan og viðburðaríkan dag.
 
Við kveðjum í bili úr öllu fjörinu í sumarbúðunum!
 
 
Myndir frá deginum eru hér, ýttu á hlekkinn: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t7d4_2011.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband