Mögnuð lokakvöldvaka

ÚtisvæðiLokatökur kvikmyndagerðarSjötti dagurinn rann upp, mikið rosalega hefur tíminn verið fljótur að líða ...

Skemmtilegt: Tvær stelpur í hópnum, Eydís frá Stykkishólmi og Sonja frá Reykjavík voru saman á leikskóla þegar þær voru litlar og síðan skildi leiðir. Fyrir tilviljun hittust þær á á Mæjorka árið 2007 ... og svo aftur í Ævintýralandi þar sem þær lentu saman í hópi og herbergi. Mikil ánægja með þetta.

Eftir hinn staðgóða morgunverð voru námskeiðin haldin fyrir hádegi. Nú þurfti allt að klára og fínpússa. Hulunni var svipt að hluta af bíómynd kvöldsins ... sem heitir Undarlegir atburðir og er spennu- og grínmynd. Aðgangseyrir: knús - á hvern leikara, eða samtals 20 knús sem hver og einn áhorfandi þarf að borga, okkur finnst það nú ekkert okur. 

Sérlega gott skyr var í boði í hádeginu og einnig smurt brauð. Síðan var bara farið í að pakka niður, ekkert sniðugt að geyma það fram á síðustu stundu. Brottför daginn eftir!

Alveg var yndislegt á útisvæðinu og margt við að vera þar. Poko (boltaleikur), krítun, trampólín og sitt af hverju fleira. Sólin ákvað að skreppa frá um þrjúleytið og þá var skundað í bíósalinn og horft á úrval mynda frá kvikmyndagerðarhópum fyrri tímabila.

Sýning íþróttahópsDans- og leiksýninginÍ kaffinu var gómsæt skúffukaka, einnig tekex með marmelaði og svo auðvitað ávextir!

Engin nennti að fara út í hellisteypigrenjandi rigninguna til að leika sér svo íþróttahúsið varð fyrir valinu hjá flestum, enda dásamlegt íþróttahús. Skömmu fyrir mat var farið inn á herbergin til að snyrta sig og snurfusa fyrir stóra kvöldið sem var alveg að renna upp ... en fyrst sló eldhúsið met í stórkostlegheitum ... og bauð upp á hamborgara, franskar, sósu og gos - við mikla ánægju viðstaddra.

Um klukkan 20 hófst svo lokakvöldvakan og hvílík skemmtun:

Íþróttahópurinn sýndi glæsilegt fimleikaatriði, listir á trampólíni og dýnu, stelpurnar gerðu pýramída og alls kyns fimleika, og léku flotta tónlist undir. Þær fengu heldur betur fagnaðarlæti fyrir þetta glæsilega atriði.

Dans- og leiklistarhópurinn sýndi dansleikritið Danssýningin sem fjallaði um fjórar stelpur í skóla, og þær elskuðu að dansa. Dóttir skólastjórans fékk aldrei að læra og leika sér, var bara látin þrífa. Hún sá hinar stelpurnar dansa og reyndi að gera eins. Þær sáu hana og buðust til að kenna henni. Þá kom mamman og lokaði hana niðri í kjallara. Stelpurnar fundu hana, hún gat verið með í danssýningunni og allt fór vel að lokum. Dansarnir sem voru sýndir voru ótrúlega flottir. Æðislegt atriði hjá flottum hópi. Handritið var að sjálfsögðu eftir stelpurnar í hópnum og öll útfærsla.

Bíómynd kvöldsinsÁhorfendurÞá var komið að leikriti starfsmanna, sem er óundirbúið, draga þarf miða með hlutverkinu og svo eru nokkrar mínútur til að undirbúa sig í huganum. Nú var það Hans og Gréta ... Systkinin Ellen og Davíð léku systkinin Hans og Grétu. Ellen var Hans, Davíð var Gréta. Gummi lék nornina og Hafdís pabbann ... þetta var allt saman mjög fyndið.

Í kvöldkaffi var boðið upp á ávexti og síðan frostpinna með bíómyndinni sem var næst á dagskrá.

Myndin fjallaði um hóp af stelpum sem hitta alls kyns furðuverur, drauga, hund og skrýtinn mann, enda í tímavél sem flytur þær á undarlegan stað. Furðuverurnar handsama þær en skógarhöggsmaður kom og bjargaði þeim. Frábær mynd, fyndin og spennandi, og handritið að sjálfsögðu eftir stelpurnar sjálfar. 

Auglýsing kvikmyndagerðarhópsinsSvo var það bara upp í rúm, síðasti kafli kvöldsögunnar lesinn hjá þeim hópum sem vildu sögu, heilmikið spjall og greinileg tilhlökkun að fara heim og segja frá öllum ævintýrunum.

Við þökkum þessum frábæra hópi fyrir skemmtilega og gefandi samveru og kveðjum í bili frá Kleppjárnsreykjum. 

Myndir frá lokadeginum og lokakvöldvökunni er að finna hérna:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t6d6_2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband