Stelputímabilið hafið - afmælisveisla og fjör

Elva Sól, 10 ára í dagAfmælisveislanNýr og frábær hópur kom til okkar í dag í Ævintýraland, og að þessu sinni eingöngu stelpur. 

Að vanda var byrjað á að skella farangrinum með hraði inn á herbergin og síðan var farið í skoðunarferð um svæðið. Margar stelpnanna höfðu verið áður en það er alltaf gaman að fara í hressilega gönguferð og heilsa upp á húsakynnin, útisvæðið, Spilaborg, sundlaugina og bara allt!

Tíminn leið hratt fram að kaffi ... og þetta var enginn venjulegur kaffitími - heldur heil afmælisveisla! Elva Sól varð 10 ára í dag og hún fékk afmælisköku, afmælissöng, afmæliskort, afmælisgjöf og já, svo spilaði blá terta afmælissönginn fyrir hana líka. Gummi spilaði undir á gítarinn þegar allir sungu og vel var tekið undir. Allir í afmælinu fengu að sjálfsögðu afmælisköku líka og svo voru ávextir á boðstólum. Elva Sól fékk táslusokka og snyrtiveski frá sumarbúðunum í afmælisgjöf og virtist harla sátt við það.

 

Frá kynningunni í íþróttahúsinuAlltaf fjör í íþróttahúsinuEftir kaffi var haldin kynning, eins og alltaf á fyrsta degi, og kynnt voru námskeiðin sem verða í boði fyrir stelpurnar að velja úr, og starfsfólkið kynnti sig líka. Sumarbúðastjórinn byrjaði auðvitað á því að bjóða stelpurnar hjartanlega velkomnar.

Þær voru ekki lengi að hugsa sig um ... langvinsælust voru námskeið í dansi, íþróttum og kvikmyndagerð. Á morgun hefst strax vinnan við námskeiðin (í tvo tíma á dag) og afraksturinn verður sýndur á lokakvöldvökunni -  það verður sko bloggað um þetta allt saman næstu vikuna.

Veðrið var ljómandi gott, hlýtt og milt en rétt fyrir kvöldmat fór að rigna. Stelpurnar léku sér á útisvæði, úti í íþróttahúsi og svo inni í elsku Spilaborg sem er svo skemmtileg. Þar er mikið af spilum, púslum, bókum fyrir alla aldurshópa og leikföngum. Einnig er fótboltaspil, pool-borð, borðtennis ... ég legg ekki meira á ykkur.

Skyr var í boði í kvöldmatnum og það rann hratt og vel niður í svanga maga, saðsamt og gott.

 

Gaman í sundiÁ fyrsta degi er alltaf farið í sund eftir kvöldmat, og það ríkti mikið fjör í lauginni, ögn rólegra var yfir afslöppuðum stelpununum í heita pottinum, enda hver nennir að hoppa og skoppa ofan í heitum potti? Þær sem ekki fóru í sund skemmtu sér í íþróttahúsinu.

Hóparnir eru þrír þessa vikuna. Krossfiskar, Gullfiskar og Hafmeyjar. Aldursskipt er í þá, stóru stelpurnar saman, millialdurinn saman og svo yngstu stelpurnar í einum hópi. Hver hópur er með sinn dásamlega umsjónarmann sem vekur á morgnana og borðar með þeim morgunverðinn, fundar með þeim í hádeginu og endar á að segja þeim kvöldsöguna fyrir svefninn, eða þeim sem það kjósa. Þótt hægt sé að leita til allra starfsmanna þá er samt voða gott að eiga eitt stykki góðan umsjónarmann.

Notalegt í heita pottinumVið erum alltaf með þemalit á hverju tímabili og ... jú, hann verður bleikur þessa vikuna! InLove

Eftir að hafa borðað heilan helling af ávöxtum í kvöldkaffinu var haldið til koju, valin var í sameiningu kvöldsaga fyrir þá hópa sem vildu, og umsjónarmaðurinn las fyrsta hlutann fyrir hópinn sinn. Þegar ró var komin yfir tók næturvörðurinn við.

Á morgun hefjast svo ævintýrin fyrir alvöru - og það er svooo margt fram undan.

Myndir frá deginum er að finna hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t6d1_2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband