Þrjú afmælisbörn ... og æðisleg lokakvöldvaka!

ÚtisvæðiÍ íþróttahúsinuÞá var bara komið að sjötta deginum ... og hvílíkur dagur. Þreföld afmælisveisla, loka-, loka-, lokaundirbúningur á öllu og svo kom þessi líka æðislega lokakvöldvaka strax á eftir hátíðarkvöldverðinum úr ævintýraeldhúsinu.

Síðasti morgunverðurinn var þó alls ekki dapurlegur - þvert á móti. Það kjaftaði hver tuska á börnunum á meðan þau borðuðu hafragraut, cheerios, kornfleks, súrmjólk og ristað brauð, og umræðuefnin voru margvísleg, aðallega stóra kvöldið sem var fram undan.

Í mörg horn var að líta, lokatökur hjá kvikmyndagerðinni voru fyrir hádegi og ýmsar æfingar og skemmtilegheit. Tíminn leið hratt fram að hádegismat og að þessu sinni bauð eldhúsið hugumstóra upp á skyr og smurt brauð. 

Börnin pökkuðu niður því allra mesta með aðstoð umsjónarmanna ef þurfti og allt gekk mjög vel. Takmarkið er alltaf að gleyma engu! Svo voru það námskeiðin og lögð lokahöndin á allt saman.

AfmælisbarnAfmælisbarnÞreföld afmælisveisla var svo haldin í kaffinu. Óðinn Jökull (Krossfiskur) átti afmæli og daginn eftir (brottfarardaginn) var afmæli Arngunnar (Gullfisks).

Svo átti hún Ósk umsjónarmaður afmæli í vikunni.

Ef þetta er ekki tilefni til veisluhalda þá vitum við ekki hvað ...

Afmælissöngurinn var sunginn fyrir afmælisbörnin og þau fengu afmæliskort og gjafir frá okkur.

ALLIR fengu afmælisköku að sjálfsögðu. Kaka afmælisbarnanna var skreytt og með kerti.

Einnig var hið vinsæla tekex með marmelaði a la Sigurjóna í boði í kaffitímanum.

 

Eftir kaffi voru börnin í íþróttahúsinu og Spilaborg til skiptis, enda aldeilis góðir staðir báðir en þegar leið að kvöldverðinum fóru þau inn í herbergin til að skipta um föt - oft var þörf og nú nauðsyn, enda aðalhátíðin að skella á. 

 

Sáttir við matinn!HamborgaraveislaKvöldverðurinn var ögn fyrr á ferðinni en vanalega vegna langrar kvölddagskrár og hann olli sannarlega engum vonbrigðum.

 

 

Eldhús snilldarinnar bauð upp á hamborgaraveislu. Það mátti nánast sjá gleðitár á hverjum hvarmi ... hahaha, börnin voru að minnsta kosti mjög ánægð með þennan mat.

Hamborgarar, franskar, sósa og gos. Bara snilld.

 

Svo hófst hátíðin mikla! Byrjað var á því að fara á myndlistarsýningu og hvilík sýning! Hvert listaverkið tók við af öðru ... nú vöknaði starfsfólkinu um augu af hrifningu og það hélst allt kvöldið.

 

 

Listsýningin flottaSöngleikurinnSíðan var farið út í íþróttahús og eftir smásprell frá starfsmönnum hófst sýning leiklistar- og danshópsins og vá! Hópurinn sýndi söngleikinn Leiklistar- og söngskóli herra Góðdals. Hann fjallaði um krakka í bekk hjá herra Góðdal sem kenndi alltaf dans og söng. Þau fengu nýjan kennara sem hataði dans og söng. Konan hans heitin hafði verið fræg söngkona og hann var svo sorgmæddur að hlusta á tónlist þar sem hún minnti hann svo á konuna hans. Börnin náðu hins vegar að hjálpa honum að finna gleðina á ný í gegnum sönginn. Handritið var eftir börnin og öll útfærslan. Hvílíkir snillingar! Mikið var klappað fyrir þessum skemmtilega og góða söngleik.

Íþróttahópurinn hafði undirbúið sitt atriði vandlega, eða öllu  heldur sín atriði, þau voru fleiri en eitt. Þau byrjuðu á því að sýna glæsilegan dans, eiginlega tvo dansa. Þá var glæsilegt fimleikaatriði og síðast ferlega flott trampólínsýning. Vá, þau voru svo flott og fengu líka góðar viðtökur hjá áhorfendum.

Íþróttahópurinn sýndi líka dansBíómyndin að hefjastStarfsfólkið og eldri starfsmannabörnin voru næst á svið og sýndu útgáfu af Öskubusku ... hrikalega fyndið leikrit en starfsfólk fékk u.þ.b. eina mínútu til að undirbúa sig eftir að hafa fengið að vita hvaða leikrit ætti að sýna og dregið hlutverk sitt á miða úr hatti. Allir lærðu að dansa niður ...

 

Lokaatriði kvöldsins var svo stuttmynd kvikmyndagerðarhópsins! Myndin hét Dúllerí, dúllu dúll og fjallaði um dúllur í Dúllulandi, krakka á Íslandi, prins og prinsessu og vont fólk sem bjó hinum megin í skóginum ... Áhorfendur skemmtu sér konunglega og ekki skemmdi fyrir að fá frostpinna í kvöldkaffinu, ásamt auðvitað ávöxtum.

 

Starfsmannaleikritið í undirbúningiAllir sofnuðu sáttir og glaðir og þrátt fyrir frábæra viku var heilmikil tilhlökkun í gangi að fara heim og hitta alla! Heima er alltaf best þótt það sé líka gaman að fara í sumarbúðir!

Í morgun, brottfarardaginn sjálfan, borðuðu börnin hinn gómsæta morgunverð af bestu lyst, en með öllu hinu var einnig skyr á boðstólum, ásamt smurðu brauði. Það táknaði að enginn vildi hafragraut að þessu sinni. 

Börnin kláruðu að pakka niður og gleymdu ekki að taka með sér listaverkin sín og kertin sem þau gerðu á kertagerðarnámskeiðinu en engum tókst að lauma hesti með, rútubílstjórinn hefði fattað það í hvelli.

Það er hægt að klifra upp kaðalStuttmyndin síðan í gærkvöldi var sýnd á meðan börnin biðu eftir rútunni og í stað þess að sýna fleiri myndir frá tímabilinu var haldið út í góða veðrið, já, það var sko himneskt veður.

Þegar rútan kom var kallað út í hana eftir stafrófsröð ... og byrjað á T-inu í stað þess að hafa það A eins og alltaf. Það vakti mikla lukku hjá þeim sem eru alltaf aftast í stafrófinu. Svo þurftu börnin að dansa inn í rútuna eftir öllum kúnstarinnar reglum, aðallega að dansa niður, eins og prinsinn í starfsmannaleikritinu var alveg vitlaus í leikritinu í gærkvöldi. Svo var bara veifað og vinkað þar til rútan hvarf úr augsýn.

Takk fyrir frábæra viku!

Myndir frá degi 6 eru hérna:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t4d6_2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband