Ævintýrabarkinn, bingó og vinsæl Spilaborg

Leiklist og dans Kvikmyndagerðin í búningumDagur fimm var svooooo skemmtilegur! Námskeiðin heldur betur skemmtileg - og ekki síst leynimakkið í kringum þau, eða atriðin, slegið var upp veður-bingói og svo var Ævintýrabarkinn um kvöldið.

Morgunverður var snæddur í byrjun dags, eins og svo oft áður ... og mikið spjallað á meðan. Síðan var haldið út í sundlaug þar sem allir sem ekki fóru í sund drifu sig í sturtu, sérstaklega þau sem ætluðu á æfingu fyrir kvöldið. Gummi æfði þau á fullu, öll atriðin alveg frábær og spennan mikil, eða öllu heldur tilhlökkunin. 

 

Börnin léku sér á útisvæði eftir sundið/sturtuna, einnig úti í íþróttahúsi og svo var Spilaborg opin en hún er mjög vinsæl. Alltaf eitthvað nýtt að finna þar. Já, og svo var sungið á æfingunni hjá Gumma, sungið og dansað.

ÍþróttahópurinnListaverkagerðÍ hádeginu var boðið upp á pasta og risastórar heimabakaðar hvítlauksbollur með. Síðan voru hádegisfundirnir haldnir og þar var mikið spjallað. Miðar með uppbyggjandi skilaboðum voru dregnir úr umslögum og rætt um hvað það skiptir miklu máli að hafa trú á sjálfum sér.

 

Síðan hófust námskeiðin og var mikil sköpun í gangi. Málað á fullu í listaverkagerðinni, enda styttist óðum í myndlistarsýninguna á lokakvöldinu. Tökur eru rúmlega hafnar í kvikmyndagerð og eins og allar kvikmyndastjörnur þurfa að þola þá var nokkur bið hjá hluta hópsins á meðan annar hluti var í tökum. Æfingar ganga líka mjög vel hjá dans- og leiklistarhópnum og búumst við við söngleik frá þeim - en leyndin - þessi leynd ... íþróttahópurinn undirbjó sitt atriði sem lítur aldeilis vel út þegar við fengum að gægjast inn á æfingu. 

ReiðnámskeiðReiðnámskeiðReiðnámskeiðsbörnin drifu sig á hestbak skömmu fyrir kaffi og tóku með sér gott nesti. Myndavélin var með í för og voru teknar heilmargar myndir af þeim þar sem þau riðu um héruð, stoppuðu til að drekka og knúsuðu hundinn. Hestarnir hennar Guðrúnar Fjeldsted reiðkennara eru svo góðir og barnelskir. Ef börnin mættu myndu þau eflaust vilja taka hestinn sinn með heim ...

Sandkaka, ávextir og afgangsvöfflur voru í kaffinu.

Dagurinn var sæmilega þurr en spáð var rigningu þann næsta svo ákveðið var að hafa ruslatínslu eftir kaffið. Nokkrir sjálfboðaliðar fóru um allt, sópuðu, tíndu upp rusl á svæðinu (sem var nú ekki mikið reyndar) og fengu svo verðlaun á eftir, verðlaun að eigin vali úr ruslatínslu-verðlaunakassanum sem geymir nú margt gullið. 

Svo var Spilaborgin vinsælust og einnig íþróttahúsið ... en það var orðið svolítið hvasst. Það var nú ekki nógu gott sko. Svo ákveðið var að brjóta upp dagskrána vegna veðurs ... jamm, haldið ykkur, og slegið upp bingói sem vakti heldur betur lukku. Þegar nær dró kvöldverði fóru börnin inn á herbergin og skiptu um föt fyrir skemmtunina um kvöldið. Þetta eru greinilega algjörar hefðardúllusumarbúðir ... LoL

Í kvöldmat bauð eldhús snilldarinnar upp á fisk með hrísgrjónum og karrísósu, sem er ævintýrasósa a la Sigurjóna, einnig tómatsósu og smjör.

Þá var það bara Hæfileika- og söngvarakeppnin Ævintýrabarkinn!!! Keppendur kvöldsins voru:

Hæfileikakeppnin ÆvintýrabarkinnHertha Kristín og Jóhanna Huld sem sungu lagið Róbert bangsi (2. sæti)

Hólmfríður og Margrét Ólöf sungu án undirleiks og hljóðnema lagið Mér um hug og hjarta nú (1. sæti)

Einar Ýmir og Gestur sungu Fix you (Coldplay-lag)

Rakel Sara og Thelma Kristín sungu Lífið er yndislegt

Margrét Fríða söng Lazy Song

Systurnar Margrét Fríða og Rebekka Rut Hjálmarsdætur sýndu flottan dans

Elektra Ósk og Rebekka Rut Hj. sungu lagið Óskastund

Gísli Jón söng lagið Shomleh

Anna Lena söng lagið Gervihnöttur (á íslensku, úr söngvakeppninni 2010) (3. sæti)

Anna María söng lagið Traustur vinur (Gummi lék undir á gítar)

Ragnar Már söng lagið Not Afraid

Arnar söng lagið Hallelúja (bakraddir: Jóhanna Huld, Hertha Kristín og Gísli Jón)

Þátttakendur í ÆvintýrabarkanumKeppnin var frábær og erfitt að dæma. Mjög erfitt. En öll stóðu börnin sig frábærlega vel og fengu hressilegt klapp fyrir frammistöðuna. Viðurkenningarskjöl fengu allir þátttakendur og verðlaun voru veitt fyrir fyrstu þrjú sætin. 

Svo var það bara kvöldkaffið, smurt brauð og safi og ekki svo löngu seinna heyrðust hrotur um alla Kleppjárnsreyki, eða þannig ... Sleeping

Við kveðjum í bili ... en næsta færsla segir meðal annars frá lokakvöldvökunni sjálfri þegar leyndarmálin upplýsast hvert af öðru. Hvað heitir stuttmynd kvikmyndagerðar? Eru dans+leiklist að undirbúa söngleik? Hvers konar sýningu verður íþróttahópurinn með? Hvernig verður sýning listaverkagerðarinnar eiginlega? Verður boðið upp á djús þar? Fylgist með!

Myndir frá degi 5 er að finna hérna: http://sumarbudir.is/sumarbudir/t4d5_2011.html

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband