Æðislegur húllumhædagur

Styttist í húllumhæiðHúllumhæið settÁgætt veður var úti (alltaf gott inni) þegar fjórði dagurinn rann upp í sumarbúðunum.

Ekkert sólbaðsveður kannski - en allt í lagi. Nokkur tilbreyting frá fyrri sumrum þegar heilu hitametin voru sett á Kleppjárnsreykjum en þetta sparar svo sem sólarvörnina ... Cool

Margt var við að vera að vanda - sérstaklega mikið reyndar ... en byrjum á byrjuninni:

 

Vel var borðað af hlaðborðinu, enda bæði gaman og gott að geta valið sér morgunverðinn, aldrei það sama - eða bara alltaf það sama ... 

 

FánaleikurinnFánaleikurinnÍ stað þess að hafa námskeiðin kl. 14-16 voru þau fyrir hádegi þar sem þetta var sjálfur húllumhædagurinn, nokkurs konar 17. júní-ígildi, og áttu hátíðarhöldin að standa samfleytt frá hádegi og fram að svefntíma, sem þau gerðu.

 

Námskeiðin ganga ljómandi vel. Við reyndum að forvitnast um bíómyndina sem kvikmyndagerðin er að gera en við fengum ekki einu sinni nafnið á henni, þetta er allt svo mikið leyndarmál þangað til á lokakvöldvökunni.

Við urðum þó vör við kvikmyndavél, nokkrar „kanínur“ og svo kökuskrímslið ógurlega fyrir framan hana. Ógurlega spennandi.

 

Wii-tennisleikur í gangiFlott tattúGrjónagrautur með kanilsykri, ásamt heilu tonnunum af melónum saddi börnin í hádeginu og eftir hádegisfundina með umsjónarmönnunum hófst hinn eini sanni húllumhædagur!

 

Setningarathöfnin fór fram ... Starfsfólk var í búningum og ... sleppti svolítið fram af sér beislinu ... við heilmikinn fögnuð barnanna. En hva, þetta var nú einu sinni húllumhæ!

Byrjað var á því að fara í fánaleikinn sem er alltaf óendanlega skemmtilegur. Skipt í tvö lið, Draum og Martröð, sem fengu „stríðsmálningu“ á kinnarnar. Barist upp á líf og ... klemmur, eins og við segjum alltaf. Fyrir mistök var Martraðarhópurinn stríðsmálaður blár og Draumurinn rauður, á að vera öfugt, eða eins og litir fána hópanna - en það gerði hreinlega ekkert til. Draumur sigraði að þessu sinni.

Vinningshafi í sippkeppninni var Thelma Kristín, sú sippaði hratt! Og í húllakeppninni var það Arngunnur Eir sem tókst að húlla með óteljandi marga húllahringi utan um sig!!!

 

Jósefína PotterGaman í skartgripagerðSápukúlusprengikeppni var á útisvæði, hægt að fá bandfléttu í hár líka og margt fleira. Í sápukúlusprengikeppninni er keppst við að klappa saman höndunum sem hraðast, og sprengja með því sápukúlur, eins margar og hægt er. Börnin sýndu mikla hæfileika og sprengdu heilu milljónirnar af kúlum en ekki dugir annað en að vera með tvær sápukúluvélar til að halda í við börnin klapphröðu. Sú sem klappaði hraðast heitir Rebekka Rut Hjálmarsd.

Svo var bara komið að kaffi. Vöffluilmurinn úr matsalnum hafði verið nánast óbærilegur og þau voru aldeilis vöfflusvöng börn sem þustu inn í kaffi. Þetta voru engar venjulegar vöfflur, heldur voru þær með súkkulaðiglassúr og rjóma - og bragðaðist eins og besta súkkulaðibolla á góðum bolludegi, svona til að lýsa þessari upplifun aðeins. Svo var auðvitað hægt að fá sultu og rjóma, eða bara sultu eða bara eins og hver og einn vildi. Flestir vildu súkkulaðivöfflur, enda eru þær ofboðslega góðar.

Hátíðin hélt áfram eftir kaffi og var heilmargt við að vera. Einhverjir léku sér úti í íþróttahúsi, aðrir fóru í Wii-tenniskeppni, skartgripagerðin var vinsæl, einnig tattúið og bandflétturnar. En það sem sló kannski mest í gegn var Jósefína Potter, spákonan frá Borgarnesi.

Sú þótti nú skrítin ... en skemmtileg. Börnin máttu spyrja einnar spurningar hvert og hún svaraði eftir bestu getu, en áhugi barnanna var reyndar nánast bara bundinn við það ... ... ... ... ... hver af starfsfólkinu væri eiginlega dulbúinn sem spákona! Hmmm! Á endanum sannfærðust þau nú bara um það að þetta hlyti að vera Jósefína frá Borgarnesi ... og nú „veit“ einn af eldri strákunum að hann verður flugmaður þegar hann verður stór, eins og hann dreymir um, frú Potter sagði honum að hann gæti orðið það sem hann vildi! Algengasta spurningin var: Hvað verð ég þegar ég verð orðin/n stór? - já, og svo kom líka: Hvað eignast ég mörg börn?

SkartgripagerðMargir afar flottir skartgripir urðu til í skartgripagerðinni. Flott vafningshálsmen eða snúningshálsmen, glitrandi og ógurlega fallegt. Armbönd eru líka mjög vinsæl, armbönd af ýmsum gerðum. 

Eldhúsið var sko ekkert hætt snilldinni þótt vöfflurnar hefðu nú átt að toppa allt... ónei, í kvöldmatnum biðu barnanna grillaðar pylsur, hvorki meira né minna - og auðvitað með tómat, sinnep og lauk! Þvílík snilld!

BíósýningSvo var haldið bíókvöld eftir kvöldmatinn og var boðið upp á popp og safa í hléinu. Að sjálfsögðu.

Þetta var sannkallaður dýrðardagur og sofnuðu börnin sátt og sæl eftir öll ævintýrin.

Við kveðjum í bili frá Kleppjárnsreykjum og sendum okkar allra bestu kveðjur!

Myndir frá degi 4 eru hér:

http://sumarbudir.is/sumarbudir/t4d4_2011.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband