Mögnuð lokakvöldvaka (og RÚV í heimsókn)

Lokatökur með sumarbúðastjóranumGóð gönguferðSjötti dagur þriðja tímabils í Ævintýralandi var annasamur og alveg bráðskemmtilegur - lokatökur stuttmyndar fóru fram, börnin byrjuðu að pakka niður, skemmtileg gönguferð var farin, Ríkisútvarpið kom í heimsókn og lokakvöldvakan fór fram með tilheyrandi skemmtilegheitum.

Morgunverðurinn var fjölbreyttur að vanda; hafragrautur, cheerios, ristað brauð, súrmjólk, kornfleks ... og vel var borðað þrátt fyrir allan spenninginn. 

Námskeiðin voru haldin fyrir hádegi og loka-lokatökur fóru fram. Svanhildur sumarbúðastjóri var óvænt dregin inn í myndina og látin leika smáhlutverk, henni til mikillar skemmtunar, og líka börnunum ...

Skyr og smurt brauð a la ævintýraeldhúsið var í boði í hádeginu og var farið að pakka niður farangrinum, gott að ljúka því allra mesta til að vera fljótari á brottfarardeginum og geta slakað svolítið á þá og horfa á gamlar myndir frá kvikmyndagerð fyrri ára.

Námskeiðin voru aftur á dagskrá hjá þeim hópum sem þurftu að leggja lokahönd á allt saman. Íþróttahópur var með fullæft atriði og kvikmyndagerðin búin að setja allt í hendur klipparans svo ákveðið var að skreppa í góðan göngutúr að læknum. Það var gaman að hoppa yfir hann og þeir sem voru í stígvélum óðu og höfðu gaman að.

Frá myndlistarsýningunniLeiklist og grímugerðÚtvarpsþátturinn Leynifélagið á Rás 1 kom í heimsókn og spjallað var við börn í listaverkagerð og dansi. Þættinum verður útvarpað í júlí og við munum að sjálfsögðu fylgjast með og láta vita hér og á Facebook-síðu Ævintýralands þegar að þessu kemur. Takk kærlega fyrir komuna, Leynifélag!

Í kaffinu var gómsæt skúffukaka með glassúr og einnig tekex með marmelaði, og ávextir. Eftir kaffi var sitt af hverju við að vera, mesta stuðið líklega í íþróttahúsinu eins og svo oft áður, enda mikið þar af æðislegum leiktækjum. 

Um klukkan 18 var gott að fara inn á herbergin til að skipta um föt, klæða sig í sitt fínasta púss, og svo þurfti einn hópurinn að farða sig, sjálfur danshópurinn en það tilheyrði flotta, frumsamda dansinum þeirra.

Í matsal beið heldur betur æðisleg veisla eftir börnunum. Hamborgarar, franskar, sósa og gos, sem vakti heldur betur ánægju hjá þessum lystargóða hópi. Andrúmsloftið var hátíðlegt, allir svo fínir og sætir ... og fullir tilhlökkunar.

DanshópurinnEftir matinn var komið að því sem stefnt hafði verið að alla vikuna ... (lúðrahljKvöldkaffiómur) .... lokakvöldvökunni sjálfri!!!! (trompetsóló)

Hátíðin hófst á sýningu listaverkagerðar. Sýningin var glæsileg. Tónlist hljómaði á meðan börnin gengu á milli listaverkanna og skoðuðu gaumgæfilega, dáðust að en þorðu ekki að snerta, hópurinn hafði sett skilti þar sem á stóð: Bannað að snerta! Listafólkið bauð upp á skemmtilegt atriði, eða að teikna andlitsmynd af gestum sem vildu. 

Grímugerðar- og leiklistarhóparnir sameinuðust í atriði sínu, eða atriðum, en hópnum var skipt í eldri hóp og yngri hóp. Sá yngri sýndi þrjú stutt leikrit sem voru hvert öðru fyndnara. Ögn meira drama ríkti í leikriti þeirra eldri, þetta var spúkí leikrit, svakalega spennandi og fjallaði um krakka í skóla þegar ný, skrítin stelpa kemur í bekkinn. Eitthvað fækkaði í hópnum jafnt , eða um kennara og nokkra krakka, en svo kom í ljós að nýja stelpan var ... draugur! Úúúú. Handrit leikritanna voru eftir börnin sjálf og bara mjög flott hjá þeim.

Næst steig danshópurinn á svið og sýndi rosalega töff dans sem var að mestu frumsaminn, nánast alveg, við lagið Party Rock Anthem. Þær voru allar klæddar í svart, báru bleika borða og voru málaðar, eða farðaðar, í öllum regnbogans litum. Það jók á áhrifin af þessum ofboðslega flotta dansi þeirra. Þvílíkar stjörnur.

Atriði íþróttahópsins var alveg sérlega flott, en börnin þar sýndu fimleika og ýmsa skemmtilega leiki sem áhorfendur höfðu gaman að. 

Næst sýndi starfsfólkið leikritið um Mjallhvíti ... eða Mjöllu eins og einn dvergurinn kallaði hana. Það vakti nú hlátur.

BíómyndinEftir ávexti í tonnatali í kvöldkaffinu var sko aldeilis ekki haldið í háttinn, heldur var sjálft lokaatriðið eftir ...

... heimsfrumsýning kvikmyndagerðarhópsins ... á stuttmyndinni Hefnd Barstofs!

Boðið var upp á frostpinna með myndinni, það vakti heilmikla lukku og smakkaðist vel. Myndin var mjög flott og spennandi, og skemmtu börnin sér vel yfir henni, bæði þau sem höfðu gert hana frá grunni, og hin börnin líka.

Myndin að hefjastÞetta var stórkostleg lokakvöldvaka, bæði börn og starfsfólk voru í skýjunum!

Svo mætti Óli lokbrá í síðasta sinn hjá þessum góða hópi og það var ekki laust við heilmikla tilhlökkun að sjá foreldra, ömmur og afa, kisur og hunda, naggrísi og hamstra, já, og vinina heima.

Við þökkum kærlega fyrir frábæra samveru. Sjáumst næsta sumar!

P.s. Fleiri myndir eru á www.sumarbudir.is, tímabil 3, dagur 6. Sumar myndirnar eru nokkuð mikið dökkar ... við biðjumst velvirðinar á því, en myndavélin okkar bilaði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband