27.6.2011 | 22:24
Sturtudagurinn appelsínuguli!
Fimmti dagurinn rann upp bjartur og fagur og má í raun kalla hann sund- og sturtudaginn mikla. Eđa söngvara- og hćfileika-, námskeiđa- og hvítlauksbollu-appelsínugula daginn.
Já, hann var allt af ţessu og meira til. Einn dagur á tímabilinu er helgađur sérstökum lit og dagur fimm var appelsínugulur. Allir klćddu sig í eitthvađ appelsínugult.
Strax eftir hinn stađgóđa, holla, fjölbreytta og frábćra morgunverđ, eđa hlađborđiđ sjálft, var haldiđ í sund. Ţeir sem ekki fóru í sund ákváđu samt ađ fara í sturtu ţví ađ allir vildu vera fínir fyrir kvöldiđ og skemmtunina sem var fram undan ţá.
Ţátttakendur í Ćvintýrabarkanum, söngvara- og hćfileikakeppninni, skruppu í eitt augnablik í sundiđ en drifu sig svo til Gumma ađ ćfa, ćfa og aftur ćfa. Ţetta skyldi verđa fulllllkomiđ! (Sem ţađ varđ.)
Fjör ríkti líka á útisvćđinu og einnig héngu börnin í smástund inni á herbergjum, eđa í hálftíma fyrir matinn, ţađ er svo vinsćlt ađ vera inni á herbergi annađ slagiđ.
Hádegisverđurinn hófst klukkan 12.30 og var bođiđ upp á ljómandi gott pasta (al dente ađ sjálfsögđu) og risastórar hvítlauksbollur međ, Sigurjóna eldar ekki bara eins og engill, heldur bakar hún af mikilli snilld. Hún og hitt frábćra fólkiđ í eldhúsinu.
Hádegisfundirnir fóru í spjall og leiki og var mikiđ hlegiđ. Hlátrasköllin ómuđu um allt hús, en fundirnir fóru svo sem fram um allt hús ...
Námskeiđin gengu afar vel og flest ađ komast á lokastig, of margar ćfingar eru ţó betri en of fáar, ađ mati barnanna, viđ erum alveg sammála ţví.
Í kaffinu var ţessi líka góđa skúffukaka og síđan ógrynnin öll af melónubátum. Reiđnámskeiđsbörnin fóru á námskeiđiđ sitt skömmu fyrir kaffi en fengu gómsćtt nesti međ sér. Myndavélin var međ í för og ţar má ekki bara sjá myndir frá reiđtúrnum, heldur líka ţegar ţau hittu fallegan heimalning.
Eftir kaffi var mikiđ stuđ á öllum stöđvum og bar líklega hćst hopp og skopp í íţróttahúsinu ţar sem fór fram tarzanleikur, kíló, ausa og hvađ ţetta heitir nú allt saman.
Skömmu fyrir kvöldmat fóru börnin ađ tínast inn á herbergin til ađ skipta um föt fyrir kvöldiđ.
Í kvöldmat var fiskur, hrísgrjón og karrísósa sem viđ köllum ćvintýrasósu, einnig tómatsósa eđa smjör fyrir ţau börn sem ţađ vildu.
Svo hófst Ćvintýrabarkinn! Úti í íţróttahúsi. Tíu ţátttakendur fluttu fjögur atriđi:
Áslaug Gyđa, Karín Óla, Telma Lind og Kristín sungu Justin Bieber-lagiđ Baby.
Petra María og Kolbrún Hulda dönsuđu breikdans.
Kolbrún Hulda og Ásta Sigrún sungu lagiđ Lífiđ er yndislegt, og Gummi spilađi undir.
Telma og Kristín sungu lagiđ Nína.
Dómnefndin reif bćđi í hár sitt og skegg, svo erfitt var ađ gefa atkvćđi. Svo fór ađ keppnin varđ nánast hnífjöfn, ţađ munađi hálfum stigum hér og hálfum ţar, svo ákveđiđ var ađ veita öllum ţessum frábćru, hćfileikaríku keppendum verđlaun. Frábćr hópur.
Í kvöldkaffi var bođiđ upp á smurt brauđ og safa og síđan fór ţreyttur mannskapurinn beint í bóliđ eftir annasaman dag.
Okkar allra bestu stuđkveđjur frá Kleppjárnsreykjum.
Fleiri myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is. Tímabil 3 - dagur 5.
Um bloggiđ
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.