Allt farið á fullt!

Gaman í sundiÁ útisvæðiAlvaran hófst fyrir alvöru á degi 2 ... eða kannski ekki, það var ekki mikil „alvara“ í gangi svo sem, en kannski má frekar segja að fastir liðir hafa farið af stað. Námskeiðin og fleira skemmtilegt!

 

Börnin vöknuðu hress í bragði, burstuðu tennur, klæddu sig og fóru í matsalinn. Fyrsti morgunverðurinn í Ævintýralandi fram undan. Umsjónarmenn settust hjá hópum sínum og svo þurfti bara að velja af hlaðborðinu ... já, það er hlaðborð á morgnana. Ég legg ekki meira á ykkur! Það var hægt að fá sér súrmjólk, cheerios, kornfleks og ristað brauð með osti og marmelaði (a la Sigurjóna). Eitthvað af þessu eða smakk af öllu. Það féll í góðan jarðveg að geta valið svona, ekki bara í sumarbúðunum sjálfum, námskeiðin og afþreyinguna, heldur líka morgunmatinn.

 

ListaverkagerðHandritsgerð í kvikmyndagerðÞað var heilmargt við að vera eftir morgunmatinn, sumir fóru í íþróttahúsið, aðrir léku sér á útisvæðinu, einhverjir fóru í sund og svo fór hluti barnanna á leynilega æfingu ... en næstsíðasta kvöldið verður söngvara- og hæfileikakeppni haldin, Ævintýrabarkinn, og það veitir ekkert af því að byrja æfingar strax. Velja sér til dæmis lag til að syngja og æfa það núna næstu daga. Meira um það þegar nær dregur. Svo var farið inn á herbergin til að ganga frá sundfötum og búa sig undir hádegisverðinn sem hófst á sekúndunni 12.30 eða um það bil.

 

Núðlusúpa og smurt brauð með eggjum og kæfu rann vel niður í mallakútana í hádeginu og síðan var haldið á fyrsta hádegisfundinn en slíka fundi halda umsjónarmennirnir með hópum sínum daglega. Þar er staðan tekin á börnunum, spjallað og farið í skemmtilega leiki.

 

DansnámskeiðÍþróttanámskeiðNámskeiðin fóru vel af stað. Listaverkagerðin hófst handa við að skapa flott listaverk, kvikmyndagerðin, eða börnin þar, fór í að semja handrit fyrir fyrirhugaða stuttmynd sem verður gerð næstu daga. Leiklist og grímugerð voru á fullu líka, það var hamast í íþróttahúsinu, en íþróttahópurinn er kraftmikill og von á flottri sýningu frá honum. Svo verður dansinn eitthvað æðislegur líka, frumsaminn að sjálfsögðu, eins og annað sem er skapað var grunni af börnunum, sem eru mjög virk og hugmyndarík.

Reiðnámskeiðsbörnin voru sótt af Guðrúnu Fjeldsted sem hefur haldið utan um reiðnámskeiðin okkar í fjöldamörg ár við miklar vinsældir en hún á eina flottustu og bestu hesta í heiminum, finnst þeim börnum sem hafa farið á námskeið hjá henni. Börnin tóku með sér nesti og nýja skó en á sunnudaginn verður myndavélin með þeim í för og myndir birtast þá seinna um kvöldið eða á mánudaginn.

Í kaffinu var boðið upp á sandköku og tekex með heimalöguðu marmelaði, einnig voru ávextir í boði, en mikið, mikið er borðað af ávöxtum í Ævintýralandi. Síðan hélt fjörið áfram um víðan völl og leið tíminn hratt fram að kvöldverði en ævintýraeldhúsið bauð upp á steiktan fisk, hrísgrjón og karrísósu, tómatsósu fyrir þá sem kusu.

Fljótlega eftir matinn var haldið út í íþróttahús þar sem æsispennandi brennókeppni fór fram. Gullfiskar báru sigur út býtum - þvílíkur kraftur og baráttuandi ... og hlátur og skemmtun!

Spennandi draugaleikurSvo kom að sérlega spennandi lið sem heitir draugaleikur ... Vegna yngri barnanna er þetta þó kallað draugaleikrit, þá verða þau ekkert hrædd. En þetta er hraða- og afrekskeppni þar sem keppt er um hver er raunbestur á þrautastund ... eða þannig. Hver hópur tilnefnir nokkra keppendursem þurfa að hlaupa brjálæðislega hratt í gegnum draugalegt herbergi, hávær, draugaleg tónlist, reykvélin mallar og dulbúnir starfsmenn reyna að tefja börnin við að leysa þraut, sækja stein ofan í vatnsfötu og sleppa síðan ofsahratt út aftur. Þvílík spenna og þvílíkir skrækir.Svo var mikið klappað þegar„draugarnir“ komu fram, tóku af sér grímurnar og hneigðu sig. Krossfiskar báru sigur út býtum í draugaleiknum, þutu nánast með ljóshraða í gegnum herbergið og slógu öll tímamet!

Brennókeppnin fyrr um kvöldiðMikið stuð ríkti á meðan börnin borðuðu smurða brauðið í kvöldkaffinu og renndu því niður með safa.

Börnin sofnuðu fljótt, enda þreytt eftir viðburðaríkan dag. Ekki hafði næturvörðurinn mikið að gera ...

Myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is - Tímabil 3, Dagur 2.

Okkar allra bestu kveðjur úr öllu stuðinu á Kleppjárnsreykjum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband