Grímugerð og leiklist vinsælast!

Fyrstu börnin mæta á svæðiðÞriðji hópur sumarsins mætti kátur og hress á Kleppjárnsreyki skömmu fyrir kaffi í gær.

Börnin byrjuðu á því að koma farangrinum inn á herbergin og síðan var farið í vettvangsferð um svæðið, hver hópur (aldursskiptir hóparnir) með sínum umsjónarmanni.

Rútan nýkominBoðið var upp á skúffuköku og ávexti í kaffinu en börnin eiga sannarlega eftir að kynnast ævintýraeldhúsinu sem Sigurjóna snilldarkokkur stjórnar og hefur gert í mörg, mörg ár. Hún þekkir af eigin raun orðið matarást ...

Haldið var í íþróttahúsið næst þar sem börnin völdu sér námskeið til að vera á allt tímabilið í tvo tíma á dag. Síðan verður afrakstur námskeiðanna sýndur á lokakvöldvökunni. 

Grímugerðin og leiklistin voru langvinsælustu námskeiðin og þar á eftir listaverkagerð. Kvikmyndagerðin, íþróttir og dansinn skiptu með sér restinni. Það ríkir mikil tilhlökkun hjá starfsfólkinu fyrir lokakvöldvökunni ... sýning hjá listaverkagerð, leikrit hjá grímugerð og leiklist, stuttmynd frá kvikmyndagerðinni, danssýning ... og íþróttasýning. Þetta verður bara æði og meira um það þegar nær dregur.

Einnig völdu börnin sér álegg á brauðið í kvöldkaffinu og einnig safategund. Farið var í skemmtilega leiki í íþróttahúsinu og á útisvæði eða í Spilaborg sem er frábær og kósí staður með milljón bókum, spilum, púslum og leikföngum, pool-borði, borðtennis, fótboltaspili og hvaðeina. Flestir kusu að vera úti í góða veðrinu.

Strákar í heitum pottiÍ kvöldmat var boðið upp á kjöt og spagettí, mjög goooootttt, og síðan fóru börnin í sund. Þar ríkti mikið fjör svo vægt sé til orða tekið. Svo var hægt að fara í heita pottinn og slaka vel á.

Flest börnin voru ótrúlega fljót að sofna eftir að hafa fengið ávexti í kvöldkaffinu, sem er til skiptis við smurða brauðið. Umsjónarmennirnir sögu hópnum sínum kvöldsögu og þegar flestir voru komnir í ró tók næturvörðurinn við.

 

Gaman í sundiHóparnir eru Krossfiskar (fjólubláir), Gullfiskar (gulir), Höfrungar (appelsínugulir) og Hafmeyjar (bleikar).

Myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is. Tímabil 3, dagur 1.

Meira blogg á morgun - þangað til: Okkar allra, allra bestu kveðjur frá Kleppjárnsreykjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband