Dásamlegur lokadagur

Lokatökur kvikmyndagerðarStund á milli stríða ... þannigÞá var bara komið að stóra deginum ... þeim allra stærsta.

Lokakvöldvakan fram undan!!!

 

Eftir morgunverðinn góða þennan sólríka og flotta dag númer 6 mátti sjá undarlegar verur, hálfgerðar forynjur, á útisvæðinu. Enginn ótti greip þó um sig meðal starfsfólksins, enda er það orðið öllu vant.

Þarna reyndust vera á ferð börnin í kvikmyndagerðinni en loka-lokaupptökur áttu sér stað á stuttmyndinni. Það vantaði bara útitökurnar en allar innitökur voru búnar.

Dans-, grímu- og leiklistarhópurinn æfði dansinn sinn líka og það var sannarlega kominn glæsileg mynd á þá flottu sýningu sem fram undan var um kvöldið. Handritið fínpússað, grímurnar tilbúnar, málaðar og flottar, búið að redda réttu búningunum (takk, Sigurjóna og allir hinir). Vá, hvað þetta var spennandi.

 

LokadansæfingVeðrið lék svo sannarlega við okkur. Gott að liggja í sólbaði inn á milli átakanna. Í hádeginu bauð lúxuseldhúsið upp á skyr og smurt brauð sem smakkaðist mjög vel.

 

Ruslatínsla eftir kaffiEftir matinn var farið í að pakka niður! Allt gekk mjög vel og svo var æft eða gert sitt af hverju fram að kaffi þar sem skúffukaka, tekex með marmelaði og ávextir voru á boðstólum. Þau klikka ekki í ævintýraeldhúsinu. 

 

Ljúft var um víðan völl eftir kaffi, í Spilaborg, íþróttahúsinu og á útisvæðinu. Hluti barnanna fór í ruslatínslu og fékk verðlaun fyrir. Það er svo frábært að sjá þau með poka tína upp hvert einasta ruslsnifsi sem finnst í kringum húsið okkar, fölnuð laufblöð sluppu heldur ekki, og einnig var allt sópað og gert snyrtilegt. Innan tíðar hefði mátt borða upp úr stéttunum ... en það hvarflaði svo sem ekki að neinum að prófa það. Hahaha.

 

SápukúlusprengikeppniSvo þurfti að gera það sem átti að gera á 17. júní - eða að sprengja sápukúlur í milljónatali. Loks í logninu góða var ákveðið að slá upp sápukúlusprengikeppni. Þetta var ótrúlega gaman. Og veðrið svooooo gott! 

Nammm hamborgariBörnin fóru inn á herbergin sín um sexleytið til að skipta um föt fyrir hátíðarkvöldverðinn og lokakvöldvökuna.

 

Svo mættu bara "ný börn" í matsalinn og í veisluna. Hamborgarar, franskar, sósa og gos var í matinn og nammi namm, hvað þetta var gott!

 

Þá var bara komið að því ...

 

 

GrímugerðardansleikritiðEftir gómsætan matinn var farið út í íþróttahús þar sem flotti sameinaði hópurinn úr grímugerð, dansi og leiklist sýndi magnað leikrit eftir handriti barnanna sjálfra. Leikritið fjallaði um stelpur á munaðarleysingjahæli sem þurftu heldur betur að þræla og púla fyrir mat sínum. Á endanum struku þær. Til að vinna sér inn fyrir mat ákváðu þær að dansa á torginu, notuðu grímur til að þekkjast ekki. Allt kom fyrir ekki, þær náðust ... en sirkusstjóri hafði séð til þeirra og bauð þeim starf sem þær þáðu með þökkum. Leikritinu lauk með frumsömdum dansi sem var mjöööööög glæsilegur. 

 

Starfsmannaleikritið RauðhettaÞá kom að starfsmannaleikritinu, starfsmenn og elstu starfsmannabörnin ... léku Rauðhettu og dró Davíð hlutverk sjálfrar Rauðhettu. Hann var mjög fyndinn og allir aðrir líka. Það þótti til dæmis sérlega fyndið að hafa aukapersónur á borð við afa og Spiderman í leikriti um Rauðhettu ...

Ávextirnir runnu vel niður í kvöldkaffinu og svo var komið að lokaatriði kvöldsins - stuttmyndinni sjálfri. Myndin heitir Draugahúsið og týndu krakkarnir. Hún segir frá börnum sem voru föst inni í húsi þar sem vampírur og uppvakningar bjuggu og úr varð mikill eltingarleikur. Á endanum ákváðu allir að verða vinir - af því að það er svo miklu betra! Sannarlega flott mynd og stórskemmtileg. Handritið var að sjálfsögðu eftir börnin sjálf.

Bíómynd og íspinniEkki var amalegt að fá frostpinna á meðan horft var á myndina - heilmikil stemning í því, óvænt þar að auki. Myndin vakti mikla lukku og börnin geta verið hreykin af bæði leikritinu, dansinum, grímunum og stuttmyndinni. Snillingar, er rétta orðið yfir þau.

Svo var bara farið að sofa - tilhlökkun var mikið að hitta alla heima; pabba, mömmu, afa, ömmu, systkini, vini, kisu, hund, hamstur, bangsa og bara allar þessar elskur heima.

Við þökkum þessum góða hópi kærlega fyrir skemmtilega viku! Sjáumst hress og kát næsta sumar.

Myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is. Tímabil 2, dagur 6.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband