Skríkt, hlegið og hlaupið

Í sundiFjör í íþróttahúsinuÞegar börnin vöknuðu á degi 2 beið þeirra enginn venjulegur morgunverður þegar þau skottuðust klædd og komin á ról inn í matsal.

Nei, þetta var þetta líka fína hlaðborð þar sem hægt var að velja um kornflakes, súrmjólk, cheerios, hafragraut og ristað brauð með osti og marmelaði (heimagerðu).

Þau sem áttu erfitt með að velja á milli fengu sér bara eitthvað af öllu.

 

Morgunverðurinn reyndist góður orkugjafi og var mikið leikið í íþróttahúsinu, sundlauginni eða á útisvæðinu og já, nokkur fóru á fyrstu karaókíæfinguna. Það er reyndar bara heiti á æfingum fyrir Ævintýrabarkann, hina mögnuðu söngvara- og hæfileikakeppni Ævintýralands sem haldin verður næstsíðasta kvöldið. Börnin sem taka þátt völdu sér lög til að syngja eða skipulögðu annað atriði.

 

Í íþróttahúsinu Skömmu fyrir hádegismat fóru flest börnin inn á herbergin sín og svo var bara komið að hádegismatnum. Eldhúsið bauð upp á gómsæta núðlusúpu með smurðu brauði með eggjum og kæfu.

 

Stokkið á dýnuSíðan var fyrsti hádegisfundur haldinn hjá hópunum. Umsjónarmaður hvers hóps fundar með sínum börnum, tekin er staðan, farið í skemmtilega leiki og spjallað um eitthvað áhugavert.

Þá var komið að námskeiðunum. Valið fór þannig að flest börnin kusu að vera í kvikmyndagerðinni, hún er svo vinsæl ... en hin börnin vildu gera svo margt að blásið var til nýs námskeiðs sem gæti heitað grímudansleik-list ... en þau stefna að því að sýna látbragðsleikrit með grímum og dansa eitthvað flott líka, allt frumsamið að sjálfsögðu. Öll handrit (kvikmyndin plús leiklist) eru samin af börnunum sjálfum sem velja sér búninga, skipa í hlutverk og leika. Þetta eru svo miklir snillingar.

Skömmu fyrir kaffi voru reiðnámskeiðsbörnin sótt og tóku með sér nesti og nýja skó. Heldur betur spennt. Aðrir fóru í kaffi þar sem boðið var upp á sandköku og tekex með heimalöguðu marmelaði, og vo ávextir voru líka í boði.

Í SpilaborgMikið var um að vera eftir kaffi, Spilaborgin er alltaf vinsæl, íþróttahúsið og útisvæðið, alltaf hægt að finna eitthvað nýtt. Svo var verið aðeins inni á herbergjum (sem þykir rosalega gaman).

Þá var skundað í matsal þar sem boðið var upp á steiktan fisk, hrísgrjón og karrísósu. Tómatsósu fyrir þá sem vildu það frekar. Þetta rann vel niður í sísvanga mallakútana ... og svo var bara æsispennandi kvöldið fram undan ... úúú

Beðið eftir draugaleiknumKvöldið hófst á tryllingslega spennandi brennókeppni í íþróttahúsinu. Staðan var svo jöfn þegar þurfti að hætta að það verður úrslitaleikur síðar á milli Gullfiska og Hafmeyja!

 

Svo var komið að því ... draugaleiknum sjálfum, sem við köllum reyndar draugaleikrit vegna yngri barnanna svo að þau verði ekki hrædd. En mikið fannst þeim öllum þetta  spennandi og það var sko mikið skrækt og hlegið. Þetta er nokkurs konar hraðakeppni þar sem börn hvers hóps velja sér fulltrúa sem þurfa að ganga í gegnum miklar mannraunir (eða þannig), hlaupa í gegnum dimmt herbergi Hugrökk í draugaleiknum(reykvél í gangi, draugaleg tónlist og mögulega draugar undir hverju borði) vinna ákveðið verk þar á miklum hraða og hlaupa svo hratt út. Og þvílíkar hetjur þarna. Svo þegar Hafmeyjarnar voru búnar að setja met í hraða (og hlátri) komu draugarnir fram, hneigðu sig og tóku af sér grímurnar. Þetta var svoooo spennandi.

Eftir allan þennan hlátur, hlaup, skræki og skemmtilegheit var boðið upp á smurt brauð og safa svo að enginn færi nú svangur í bólið. Umsjónarmennirnir lásu kvöldsöguna fyrir hópinn sinn og innan tíðar voru allir komnir í ró. Ekki mikið annríki hjá næturverðinum. 

Myndirnar eru komnar inn á www.sumarbudir.is. Tímabil 2 - dagur 2.

Við sendum okkar allra bestu stuðkveðjur frá Kleppjárnsreykjum.

Næst: Allt um 17. júní-hátíðahöldin hjá Ævintýralandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband