Fyrsti dagur - frábær dagur

Fyrsti kaffitíminnÞorvaldur Máni afmælisbarnNýr og afar hress og glaður hópur barna kom í sumarbúðirnar í gær með sumarbúðarútunni.

 

Farangurinn var settur inn á herbergin og fékk að bíða í smástund því nú mátti engan tíma missa ... það þurfti að skoða húsakynnin, umhverfið, kynnast og hvaðeina sem tilheyrir.

 

Þorvaldur Máni sem var að koma til okkar í þriðja sinn átti afmæli, varð tíu ára, fékk aldeilis veisluna og ekki amalegt að byrja sumarbúðadvölina með trompi, eða afmælistertu, og fá fullt af skemmtilegum afmælisgestum. Hann fékk afmælisgjöf og -kort frá sumarbúðunum, það var sungið fyrir hann að sjálfsögðu svo glumdi í öllum Borgarfirðinum og tók undir í fjöllunum. Já, svona nánast. Einnig var boðið upp á melónur í kaffitímanum.

 

SpilaborgÚti í íþróttahúsi fór síðan fram kynning á starfsmönnum og þeim námskeiðum sem verða í boði allt tímabilið, í tvo tíma á dag. Grímugerð, leiklist, myndlist, kvikmyndagerð, dans og íþróttir. Afrakstur námskeiðanna er svo sýndur á lokakvöldvökunni. Mörg spennandi kvöld fram að því, eins og mun koma fram á þessu hirðbloggi Ævintýralands.

Starfsfólkið kynnti sig líka fyrir hópnum og svo völdu börnin sér áleggstegund á brauðið í kvöldkaffinu, ásamt safa. Til skiptis er boðið upp á smurt brauð og ávexti fyrir svefninn. Það er svo mikið að gera á kvöldin að staðgóður kvöldverðurinn dugir ekki, það verður að bjóða upp á kvöldkaffi til að allir sofni sælir og glaðir, já, og saddir.  Halo

Strákar í heita pottinumSíðan var hægt að velja um að vera á útisvæðinu, í Spilaborg og íþróttahúsinu. Trampólínin á útisvæðinu eru sérlega vinsæl en einnig eru rólur, vegasalt, stétt til að kríta á og fleira. Í íþróttahúsinu eru mjög spennandi leiktæki, dýnur, hopp-trampólín til að geta stokkið hátt yfir á dýnur, boltar og margt, margt fleira. Spilaborg er svo bara frábær staður. Fjöldi bóka, blaða, leikfanga, spila og púsla, svo er þar einnig fótboltaspil, pool-borð og borðtennisborð með meiru. Auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi og æðislegt að geta valið sér afþreyingu og geta svo farið á milli svæða. 

Í kvöldmatinn var kjöt og spagettí. Það vakti heilmikla lukku og þarna voru krakkarnir fyrst að kynnast  snilldareldamennsku Ævintýra-Sigurjónu og bíði þau bara - þetta var bara rétt byrjunin.

Eftir kvöldmat var farið í sund og það var ekki bara hægt að synda, heldur líka að sitja í heitum potti sem er heldur betur notalegt.

Og stelpur í sundiÁvextir voru maulaðir í kvöldkaffinu og svo var farið að hátta og bursta tennur. Umsjónarmenn hópanna sögðu hver sínum hópi skemmtilega kvöldsögu, eða fyrsta hluta framhaldssögu. Síðan tók næturvörðurinn við, hún Elísa.

Fyrsti dagurinn liðinn og var svona líka frábær.

Myndir frá deginum eru á www.sumarbudir.is, tímabil 2, dagur 1.

Bless í bili frá Kleppjárnsreykjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sumarbúðirnar Ævintýraland

Höfundur

Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðirnar Ævintýraland
Sumarbúðir með sérstöðu

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...3_sapukulur
  • Æðisleg reiðnámskeið
  • Vinsæl leiklist
  • Úr bíómyndinni
  • Sykurpúðar grillaðir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband